Vikan


Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 15.04.1971, Blaðsíða 45
Renault 12, Engínn kaupir Renault eingöngu til þess að sýnast ....þó fallegur sé Fyrir íslenzkar Stærri hjól aSstæður Sterkara rafkerfi sérstaklega Hliðarpanna á undirvagnl Öryggi 60 hestafla véi Skemmtilegir framhjóladrif aksturshæfileikar 4 glrar alsamhæfðlr Þægindi gólfskipting sjálfstæð fjöðrun (gormur) á hverju hjóli, tveggja hraða rúðuþurrkur fótstigin rúðusprauta ný gerð af baksýnisspegli jafnt fyrir nótt sem dag. Öskubakkar í afturhurðum o.fl. Þessi atriði hér að ofan eru 12, þau hefði verið hægt a"ð hafa 24, jafnvel enn fleiri. Þess gerist ekki þörf, eftir áratuga reynslu af Renault. Leitið frekari upplýsinga. KRISTINN GUÐNASON KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675 hans. Frjálsleg og kát í furðu- legum fötum, sem gerðu hana ennþá frjálslegri og jók áhrifin af skapgerð hennar. Síða, gull- brúna hárið var alltaf gljáandi og hreint og það myndaði skemmtilega umgjörð um barnslegt andlitið. Hann hafði hitt hana í sam- kvæmi, sem hann hafði helzt ekki viljað taka þátt í. — Ég á ekki heima meðal þessara unglinga, sagði hann og reyndi af alefli að losna við að fara, en Isobel var ákveðin. — Við verðum að fara, Sim- on. Vertu nú rólegur, það verða margir af vinum þínum þar. En hann hafði ekki orðið ró~ legri, og á meðan hann ók, hafði hún gætur á honum. Hún hafði nú meira vald á sér og var ver- aldarvanari en unga stúlkan, sem hann þurfti að eltast við í heilt ár, síðasta árið þeirra í háskólanum, áður en hann gat fengið hana til að játast sér. Svo höfðu þau gengið í hjóna- band. Fallegur háralitur henn- ar hafði haldizt, en hörundið var mýkra. Hún hafði alltaf notið ástar og umhyggju, en hún var opin sál og það mátti sjá tilfinningar hennar á and- litinu. Þar fannst ekkert svik- ult eða dularfullt, heldur minnti það á opna bók, elskaða og marglesna. Bók, sem maður grípur og les uppáhaldskafla, en sem aldrei kemur flatt upp á manri. — Hvað er eiginlega að þér, ástin mín? spurði Isobel æ of- an í æ, meðan við sátum í bíln- um. Bjósið frá bílnunum sem komu á móti lýstu upp loð- kragann hennar. Perlurnar í eyrasneplunum glitruðu, hún hafði svo falleg eyru. Hann sat hljóður, vissi vel hvað var að. Fyrir tuttugu ár- um hafði hann hafið starfsferil sinn, barizt og unnið eins og þræll, til að komast í góða stöðu. Nú hafði hann náð upp á tind- inn, en sá þrældómur hafði skilið eftir autt rúm. Fjárhags- hliðin í lífi hans var eins og bezt var ákosið, en það var síð- ur en svo að hægt væri að segja það sama um þá andlegu. Hún var grá eins og bakhlið tungls- ins. Mat hans á mönnum hafði tekið miklum breytingum. Með- an hann vann að hinum svo- kallaða frama sínum höfðu draumar hans orðið að engu og þeir komu aldrei aftru-. Að vísu var þetta ekki rökrétt, en á ein- hvern undarlegan hátt öfund- aði hann æskufólkið, sem var svo frjálslegt og óháð öllu og öllum og hann óskaði þess inni- lega að hann fengi tækifæri til að byrja líf sitt á ný. — Hvernig væri að þú talaðir við Nicklas og fengir hann til að skoða þig? sagði Isobel. — Mér hefir aldrei liðið bet- ur á ævinni, sagði hann óþolin- móður. — Hversvegna heldur þú að ég sé að hrörna líkam- lega, eingöngu vegna þess að ég nenni ekki að fara í unglinga- samkvæmi? Þegar þau komu á staðinn, var hann feginn að geta skilið Isobel eftir hjá nokkrum kunn- ingjakonum. Hann varð æ myrkari í skapi og óskaði þess af öllu hjarta að hann gæti komist burt. Og þegar hann að lokum fann rólegt horn, heyrði hann rödd fyrir aftan sig: — Þetta er mitt horn, en þér getið fengið að vera hérna líka. Hann virti fyrir sér eiganda raddarinnar. Penny hallaði sér letilega að veggnum. Hún var klædd silfurofinni buxnadragt, sem klæddi hana vel og sýndi grannan, drengjalegan vöxtinn. — Hversvegna eruð þér ekki að dansa? spurði hann og undr- aðist með sjálfum sér hver hún væri. — Ég er að reyna að forðast vissa persónu, sagði hún glað- lega. — Jæja. — En þér verðið að dansa við mig. Hún dró hann með sér gegnum mannþröngina og horfði ögrandi á hann. Þau voru saman allt kvöldið. Hann skipti sér ekki af öðrum, var eins og töfraður af henni — henni sem kom honum til að hlæja á ný. Æskutöfrar henn- ar smituðu hann og það var eins og aldursmunurinn yrði að engu. Á heimleiðinni var Isobel mjög hljóð, en það snerti hann ekki. Viku síðar bauð hann Penny að borða með sér. Sjálfsöryggið hvarf honum alveg og hann sá hvert stefndi. En þar sem hann hafði aldrei látið sér detta í hug að taka hliðarspor og fann ekki hjá sér löngun til að særa Isobel, ákvað hann að hitta Penny ekki oftar. Auðvitað voru ekki tilfinn- ingar hans og skynsemin á eitt sáttar. Hugur hans var stöðugt hjá Penny og hann dreymdi ljúfa, óraunveæulega drauma, rétt eins og hann væri um tví- tugt. Hún hringdi aldrei í hann og hann hafði stjórn á sér, þegar hann sat við símann. En svo kom óhappakvöldið, 15.TBL. VIKAN A5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.