Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 2

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 2
Gæði og aftur gæði. Sjónvarps- og stereotæki verða til á býsna marg- víslegan hátt: I fyrsta lagi eru verksmiðjur, sem leggja allt upp úr mjög lágum verðum. Ekki eru gæði eða tæknilegir eiginleikar tækja frá þessum verksmiðjum upp á marga fiska, enda er ekki að því stefnt. — i öðru lagi eru verksmiðjur, sem byggja að mestu á lágum verðum, en hafa þó jafnframt [ tækjunum einhver sláandi tæknileg einkenni, sem almenningur kann skil á (t. d. svo og svo marga transistora). Enn gildir þó hið sama. Gæðin eru af mjög skornum skammti, og er oft reynt að hilma yfir það með þokkalegu útliti. — f þriðja lagi eru verksmiðjur, sem grundvalla söl- una að jöfnu á vel samkeppnisfærum verðum og gæðum og tæknilegum einkennum. Þar sem fyrir- fram ákveðin verð binda þó gæðin og tæknilega fullkomnun fara verksmiðjur þessar troðnar slóðir I byggingu tækja sinna og leggja takmarkað af mörkum til að endurbætá eða fullkomna fram- leiðsluna. Þessar verksmiðjur eru algengastar, og er meiri hluti þeirra tækja, sem hér eru á boð- stólum frá verksmiðjum af þessu tagi. — I fjórða og síðasta lagi eru verksmiðjur, sem leggja allt upp úr gæðum og aftur gæðum, endurbótum og aftur endurbótum, fullkomnun og aftur fullkomn- un. Þessar verksmiðjur reikna út verðið EFTIR Á. Auðvitað eru tæki þessara verksmiðja nokkru dýrari, en þó borgar sig alltaf að kaupa þau. Gæðamunurinn er nefnilega alltaf meiri en verð- munurinn. Þetta eru verksmiðjurnar, sem ryðja brautina og knýja fram endurbætur og framfarir. Þetta eru verksmiðjurnar, sem hafa gæði og tæknilega yfirburði að aðalsmerki. — i hópi þess- ara síðastnefndu eru IMPERIAL verksmiðjurnar I Vestur-Þýzkalandi. KAUPIÐ ÞVl KUBA-IMPERIAL, ÞAÐ BORGAR 3IG! í]<ZmJ^ IMPERIRL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.