Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 22
AkNGRIMUR SIGURÐSSON
OG SKULI JON SIGURÐARSON
RITA UM
FLUGVÉLAK
A
ÍSLANDI
BEECHCRAFT D50B-TWIN BONANZA
Þeir, sem búa í nánd við aðalflugvelli landsins, sjá áreið-
anlega oft ljósa og græna tveggja hreyfla flugvél — með
rauðum bryddingum á stéli og vængjum.
Þessi flugvél, sem hefur einkennisstafina TF-FSD — i
daglegu tali kölluð Friðrik-Sigurður-Davíð —- er eign
Flugmálast j órnarinnar.
Hún leit, fyrst dagsins ljós 1959, í Kansas vestur í Banda-
ríkjunum.
Hingað var hún keypt 1964 frá Bandaríkjunum. Hún er
mjög mikið notuð til þess að prófa og stilla blindaðflugs-
tæki við flugvellina, en stöðugt eftirlit tryggir öryggi í
fluginu.
Vænghaf vélarinnar er 13.81 m., lengdin 9.61 m. og
hæðin 3.46 m. Fullhlaðinn vegur hún 2857 kg og ber sex
farþega, auk flugmanns. Hún hefur tvo 295 hestafla Ly-
coming-hreyfla. Farflughraði er 280 km./klst. og hún get-
ur flogið 1900 km. í einum áfanga. Þetta er mjög traust
og örugg flugvél og hafa þær náð miklum vinsældum víða.
Hér á landi er önnur samskonar flugvél, en það er aðal-
sjúkraflugvél Björns Pálssonar, TF-VOR, eða „Vorið“.
í skugga eikarinnar
hún fór með pabba hans í gær
í stóra svarta bílnum. Hann
mundi jafnvel nafnið á bílnum:
Daim-ler. En það dugði nú lít-
ið að muna nafnið. Honum varð
skyndilega mjög illt í magan-
um. Hann íhugaði hvort hann
ætti ekki að gráta.
Hann ákvað að hætta við það.
Hann mátti ekki gráta, því að
hann hafði lofað mömmu sinni
að vera góður, reglulegt engil-
barn. Og hann ætlaði ekki að
þvo sér, hvorki í dag eða á
morgun eða nokkurn annan
dag. Hann ætlaði alls ekki að
þvo sér meðan mamma væri í
burtu. Hann ætlaði að láta and-
litið vera eins og það var nú,
fullt af kossum mömmu.
Um kvöldið, þegar Heidi gat
loksins farið að taka það rólega,
var hún einkennilega eirðar-
laus.
Allt var í lagi í húsinu. Börn-
in voru sofnuð. Þetta hafði ver-
ið rólegur, viðburðarlítill
sunnudagur. Heidi var undr-
andi yfir því hve börnin voru
ljúf og þæg. Hún hafði búizt
við því verra, svona fyrsta
daginn eftir brottför foreldr-
anna.
Þau höfðu farið á laugar-
dagsmorgun, eins og áætlað var.
Þau höfðu ekið í leigubíl, stór-
um, svörtum Daimler, til flug-
vallarins. Frú Hannah veifaði
til barnanna, svo lengi sem hún
var í sjónmáli. Börnin stóðu
lengi við stofugluggann og
Heidi stóð hjá þeim. Þau voru
þögul og Heidi kenni í brjósti
um þau. Þetta var í fyrsta sinn,
sem móðir þeirra fór frá þeim.
Hvað gat hún gert til að létta
þeim þessa reynslu.
Það voru til margskonar
mæður, hugsaði hún um kvöld-
ið. en aðaliega var hægt að
skiota þeim í tvo flokka, þeim
sem aidrei voru hjá börnunum
sínum og þeim, sem ekki gátu
hngsað sér að vera í fjarvistum
við þau. Það var reyndar hægt
að skiota öllum manneskjum í
tvo höfuðfiokka. Þeim sem gátu
ekki hugsað sér að vera einir
og þeim sem ekki gátu hugsað
að vera innan um annað
fó’k. og elskuðu einveruna.
Hún sá allt í einu að hún
hafði kreppt hnefan. Hún rétti
úr fingrunum og fann að iófar
hennar voru rakir. Hún var
sveitt. en samt var henni ekki
heitt, þvert á móti, henni var
eiginlega hálf kalt.
Það var hrollur í henni og
hún leit í áttina til gluggans.
Hann var lokaður. Garðurinn
var þarna fyrir utan, dimmur
og skuggalegur. Henni leið ekki
vel, fannst eins og einhver væri
að horfa á sig, að hún væri
ekki ein þarna inni.
Þegar henni varð ljóst hvað
hún var að hugsa, yppti hún
kæruleysislega öxlum.
En hve hún gat verið heimsk.
Hún var auðvitað ein með
börnin, en hún var svo vön að
vera ein. Henni fannst það
þægilegt .Henni fannst það
veita sér eitthvert innra frelsi.
Heima í Sviss hafði hún oft
verið heilu vikurnar í kofa,
sem frændi hennar átti í Jura-
fjöllunum. Og á nóttunni var
myrkrið í Jurafjöllunum miklu
svartara en myrkrið hérna. Stór
og skuggaleg grenitré stóðu allt
i kringum kofann, eins og
hvíldarlausir hermenn á göngu
í fjöllunum. En hún hafði aldrei
verið hrædd — þar.
Hún var sjálfri sér reið fyrir
að nota þetta orð. Hrædd við
hvað?
Hún leit á klukkuna, hún var
tíu, en henni fannst hún ekki
þreytt. Hún ákvað því að fara
niður og horfa á sjónvarp um
stund. Hún gat líka fengið sér
glas af víni. Frú Hannah hafði
fengið henni lykilinn að vín-
skápnum.
— Fáðu þér glas af víni á
kvö’din, ef þig iangar til þess,
sagði hún. — Og sígarettu líka,
þótt ég óski nú ekki að þú verð-
ir að keðjureykjandi áfengis-
sjúklingi meðan ég er í burtu!
Þær höfðu báðar hlegið hjart-
an'ega. Frú Hannah vildi að-
eins svna henni að hún bæri
fullt traust til hennar og það
fannst Heidi notalegt.
Hún leit inn til barnanna.
Þau voru öll í fasta svefni.
Venetia var með Bellu, brúð-
una sína í handarkrinkanum.
Síða hárið var eins og rammi
kringum rólegt andlitið. Am-
anda var sjálf iík brúðu. Hún
lá á bakinu og svaf með lokað-
an munn. Hárið liðaðist yfir
koddann og hún hafði dregið
sængina upp að höku. Nicholas
hafði hniprað sig saman og það
var ekki g^eðisviour á andliti
FramhalcL á bls. 29.
22 VIKAN 43. TBL.