Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 17
Hundgá!
Hún heyrist að baki okkur
og hækkar með hverri sekúndu.
Ég lít sem snöggvast til Marks,
sem er skelfingin uppmáluð. Ég
gýt augunum um öxl og þykist
sjá að við höfum ekki sést enn-
þá. Land er þarna hólótt og
slæm útsýn. En þeir ródesísku
Ridgebacks þurfa ekki endilega
að sjá þann, sem þeir elta ...
Lee er okkar fljótastur á fæti.
Hann er fimmtíu metrum á
undan okkur Mark, sem hlaup-
um samhliða. Allt í einu kveð-
ur við skot og Mark rekur upp
vein. Hann er hæfður, önnur
buxnaskálmin rifin og rauður
flekkur á henni fer stækkandi.
Það er öskrað á okkur og aft-
ur skotið. Kúlan kemur í jörð-
ina skammt fyrir framan mig.
Heilinn vinnur á fullu — fæt-
urnir líka. En hvert skal
hlaupa? Tekst okkur að komast
undan? Nei!
Ég gefst upp þegar ég heyri
hvásið í hundunum rétt fyrir
aftan mig. Mark gerir eins,
enda naumast fær um að
hlaupa lengur. Lee hverfur bak
við hól hundrað metrum fyrir
framan okkur. Ég sný mér við,
og sé gríðarstórt hundkvikindi
koma æðandi að mér, gjamm-
■ 'i
sem þar er. Innihald vasa okk-
ar liggur á jörðinni í tveimur
litlum hrúgum.
— Hvaða manneskjur eruð
þið og hvað eruð þið að gera
hér? spyr lögregluforinginn
byrstur.
Hverju skal svara? Ég geri
mér ljóst að vonlaust er að
reyna að ljúga. Það þýðir ekki
hérna við landamærin, með
blökkumann sem félaga og
gjaldeyri margra ríkja í vös-
unum. En á hinn bóginn tæki
það tímann sinn að segja allan
sannleikann . . .
Jack Wilson kemur vel fyrir
— virðist skilningsgóður um
flesta hluti og sanngjarn. Á
kvöldin sitjum við og röbbum
á kránni við Plaza General
andi fólskulega. Hann hlýtur
að rífa mig í tætlur!
Þá heyrist skipunaröskur frá
lögreglumanni, sem kemur
hlaupandi. Hundurinn snar-
stansar í aðeins meters fjar-
lægð frá mér. Þar stendur hann
í árásarstöðu, urrandi lágt.
Hnjáliðir mínir gefa eftir. Ég
hníg til jarðar.
Aftur er kölluð skipun og
hundurinn, sem hafði elt mig,
og tveir aðrir þjóta af stað á
eftir Lee. Lögreglumaður
hleypur á eftir hundunum.
Tveir lögreglumenn hafa num-
ið staðar hjá okkur Mark. Þeir
miða á okkur riffli og vélbyssu.
— Upp með ykkur! Hend-
urnar aftur fyrir hnakka! skip-
ar sá lögreglumannanna sem
skAutlegastur er.
Við hlýðum. Annar lögreglu-
maðurinn gengur fram og leit-
ar á okkur í snatri. Hann opnar
töskur okkar og athugar allt,
Franco í Fuengirola, þekktum
ferðamannastað miðja vegu
milli Torremolinos og Marbella
á suðurströnd Spánar. Jack er
frá Ródesíu — hvítur, laus og
liðugur. Sjálfur er ég sænskur,
tuttugu og fjögurra ára og vinn
hér á ferðaskrífstofu. Þegar við
höfum þekkst í viku rekur auð-
vitað að því að talið berist að
fósturlöndum okkar. Ég lýsi
Svíþjóð sem ríku landi en leið-
inlegu; þar sé kalt, skattar háir
og bjórinn slæmur. Jack er
hinsvegar yfir sig hrifinn af
Ródesíu.
Þegar ég tauta eitthvað um
Framhald á bls. 46.