Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 5
að þú hafir áhuga á að taka
þráðinn upp aftur þar sem hann
slitnaði. Sennilega neitar hann
fyrst til að byrja með en þá er
bara að reyna aftur . . . og aft-
ur . . . og aftur . '. .
„Offita"
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt gamalt
og gott. Mig langar að biðja þig
um ráðleggingar í sambandi við
offitu. Hvaða megrunarkex eru
góð? Fást þau í matvörubúðum?
Hvað lestu út úr skriftinni? Hver
svarar bréfunum í Póstinum?
Með fyrirfram þökk fyrir gott
svar. Ein spikuð.
É=^=)
Offita (eigir þú raunverulega við
það vandamál að striða) er of
alvarlegt mál til þess að við
gerumst eitthvað „átoritet" í
því sambandi. Snúðu þér til
heimilislæknis þíns. Úr skriftinni
má lesa að þú ert heldur ístöðu-
laus og frekar viðkvæm. Póstin-
um svarar Pósturinn.
„Ekki hægt að
tala um ... “
Kæri Póstur!
Mig langar að biðja þig um að
fræða mig um hluti sem ég held
að ekki sé hægt að tala um við
nokkurn nema þig.
Ég er trúlofuð og er búin að
vera það í rúmt ár. Þegar við
erum búin að hafa samfarir,
kemur svo mikið af sæðinu frá
mér aftur, að ég held bara að
það komi allt. Og nú spyr ég,
kæri Póstur, er þetta eðlilegt?
Kærastanum mínum finnst getn-
aðarlimurinn ekki ganga nógu
greiðlega inn í byrjun samfara;
er það vegna þess að ég er ekki
orðin nógu blaut? Ef svo er,
hvað á þá að gera við því? Ég
vona að ég fái svar, því ef þetta
er ekki eðlilegt, þarf ég að leita
læknis.
Jóa Jóns.
Já, þetta getur allt verið í hæsta
máta eðlilegt. í fyrsta lagi er
alls ekki víst að það sé sæðið
sem um ræðir, heldur eru þessi
vandamál sennilega samtengdari
en þig grunar.
Það er rétt hjá þér, að þessir
erfiðleikar við upphaf samfara
stafa að öllum líkindum vegna
þess að þú ert ekki nægilega
blaut. Við því væri sjálfsagt
eðlilegast fyrir ykkur að teygja
„forleikinn" eitthvað og þá
finnið þið sjálf hvenær þú ert
reiðubúin. Annars er hægt að
nota feiti.
Að samförum loknum og þegar
fer að líða á þær, er mjög al-
gengt að konur blotni óhemju
mikið og þá mjög gjarnan þær
sem illa blotna i byrjun, þannig
að mjög óliklegt þykir okkur að
það sé sæðið sem þú talar um.
Ef þú ert aftur á móti þess full-
viss og þetta ráð okkar dugar
þér ekki, skaltu ekki hika við að
fara til heimilislæknis þíns.
Richard
Chamberlain
Kæri Póstur!
Er ekki hægt að fá litmynd í
VIKUNA af Richard Chamber-
lain, manninum sem leikur dr.
Kildare í sjónvarpinu. Hvað er
hann gamall? Er hann lofaður?
Ein sem hefur ekki
skrifað áður.
Við vorum með langa grein um
Chamberlain í 22. tölublaði
VIKUNNAR (þ. á.) og vísum við
hér með á þá grein. Við erum
með litmyndina í athugun.
Lillian Roth
Kæri Póstur!
Viltu vera svo góður að segja
mér hvort hún Lillian Roth er
lifandi. Ef svo er, hvar býr hún?
Með fyrirfram þökk.
Unnur.
1=^=1
Ekki þorum við alveg að fara
með það, en við munum ekki
betur en að Lillian hafi horfið á
vit forfeðra sinna fyrir allmörg-
um árum.
Ljóma
smjörlíki
allan baksturl
LJOMA
VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI
LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI GERIR ALLAN
MAT GÓÐAN OG GÓÐAN MAT BETRI
m smjörlíki hf.
43. TBL. VIKAN 5