Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 41
r
Marlene hefur talað allan tím-
ann, og þetta næsta umræðu-
efni er henni það mikilsverð-
asta í heiminum. Það gera
nefnilega öll hennar umræðu-
efni, hvort sem það er ljóðlist,
matreiðsla eða bara barnabörn-
in.
„Þegar þau eru heima hjá
mér í Paris get ég aldrei sofið.
Ég sef jú aðeins af svefnmeðul-
um, en þau þori ég ekki að nota
þegar barnabörnin eru heima.
Hugsið ykkur ef eitthvert þeirra
vaknaði og yrði hrætt. Og
hugsið ykkur hann Davið,
yngsta barnabarnið, hann er
orðinn níu ára og við köllum
hann Gyðingabarnið okkar af.
þvi að hann lítur svo Gyðing-
lega út, guð veit hvaðan hann
hefur það, hugsið ykkur þegar
hann læsti sig inni á baðher-
berginu og gat með engu móti
opnað. En ég sagði honum að
fara nú að mála sig, því að
þarna væri allt fullt af förð-
unartækjum. Þannig varð hann
aldrei hræddur. Þegar lása-
smiðufinn hafði opnað hurðina
kom út pínulítill trúður. Og
hugsið ykkur þegar hann varð
ástfanginn í sýningarstúlku hjá
Balenciaga'. Dag eftir dag sat
hann á litlum gullstól og starði
á hana. Farðu með börnin á
söfn, veittu þeim svolitla menn-
ingu, sagði dóttir mín. En við
settumst bara niður hjá Balan-
ciaga.“
Ég sagði hér áður, að Mar-
lene Dietrich væri einnig póli-
tísk vera, táknaði nokkuð af
okkar pólitíska lífi. Mago sem
lifði áður sem þýzkur Gyðing-'
ur og kom sem flóttamaður til
Svíþjóðar þjappar þessu saman
i eina setningu: Marlene var
flóttamönnum nokkurs konar
verndardýrlingur."
Það er rétt. Og það er erfitt
fyrir ókunna að skilja hvað
Marlene Dietrich og andstaða
hennar gegn nasistunum þýddi,
og þýðir enda enn. Hún, þessi
heimsfræga stjarna, þessi ar-
íska blondína með blá augun,
hún hæddi nasistana þegar þeir
báðu hana að snúa aftur til
Þýzkalands frá Ameriku. Þar
með varð hún tákn manna fyr-
ir „Hitt Þýzkalandið“. Við hlið
Tómasar Mann var hún stærst,
styrkust og sú sem enginn efað-
ist um, sú sem mest var elskuð.
Þýzkir flóttamenn um yíða ver-
öld fundu í henni sitt glataða
föðurland svolítið Þýzkaland og
svolitla Berlín sem var enn
hrein og ómenguð. Þýzkaland
sem hægt var að elska — og
sem maður elskaði! Og gerir
enn.
FONN
Og svo heldur hún til bún-
ingsklefa síns og byrjar að und-
irbúa. Þýzku húsráðin úreltast
aldrei. Röð og regla skal ríkja.
Blómin verður að binda upp
aftur, hengja upp föt og hreinsa
förðunarborðið. Á horni förð-
unarborðsins er lítið altar: Stór
andlitsmynd af Hemingway,
ballettskór, poki með lingi í og
stór negrabrúða í strápilsi.
„Papa“, segir hún, „hann fer
alltaf með mér. f hvert sinn
sem ég kem á nýtt svið, þá kem
ég honum fyrir í búningsher-
berginu. Nú erum við hér —
Marlene segir frá söngferða-
lagi sínu um ísrael. Um mann-
fjöldann sem þrengdi sér að
henni, fólkið sem grét og vildi
snerta hana. Þar fann hún allt
í einu alla þá sviknu — lifandi
lífs.
Daginn eftir förum við í
gönguferð um Tivoligarðinn áð-
ur en- sýningin hefst. Það til-
heyrir raunar þvi sem „hún
getur ekki leyft sér“. Hver dag-
ur hennar er fullur upp af alls-
konar hlutum sem tilheyra
starfinu. Mikið um bréfaskrift-
ir, símtöl og annað þess háttar,
sem hún gæti raunar látið aðra
annast, en hún „getur það sjálf
— gerir það sjálf“. Agi hennar
sem listakonu er grjótharður.
Hún klæðir sig sjálf og greiðir,
þvær hárið fyrir hverja sýn-
ingu. Getur þessi kona ekki haft
sína einka þjónustustúlku til
að klæða sig?
„Það er dýrt, það er dýrt, ég
hef ekki ráð á því. Kona gítar-
leikarans hjálpar mér að tjalda-
baki — eigin þjónusta — nei
það gengur ekki.“
Og stjórna peningaráðin því
líka, að hún vinnur svo mikið
sem raun ber vitni?
„Auðvitað," segir hún. „Ég
verð. Ég hef ekki efni á að
slaka á. Kannski myndi ég líka
sakna þess. Kannski."
Þegar Marlene gengur um i
Tívolígarðinum, þá er engu lík-
ara en áhugaljósmyndararnir
hafi fengið jólagjöf. Fólk á öll-
um aldri ryðst fram, hlær og
veifar til hennar, en varla ryðst
nokkur maður að. Þessi við-
kvæmnislega, veiklulega kona,
með þessi sorglegu augu nýtur
virðingar og tillits. Marlene
Dietrich uppi á sviði er Die
Dietrich sem hefur áhorfendur
gersamlega í hendi sér. En
Marlene að spóka sig í síðdegis-
sólinni í Tívolí er eins og knár
lítill hermaður. Lofi hún ein-
hverjum að standa fyrir á mynd,
þá stendur hún við það.
HANDKLÆÐAKASSAR
FRÁ FÖNN
SJÁLFSÖGÐ SÓTTVÖRN
AUGLJÓS ÞÆGINDI
ÞÆGINDI
ÞRIFNAÐUR
ÞJÖNUSTA
VERÐ KRÓNUR: 5.850
LEIGA EÐA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
".i
43. TBL. VIKAN 41