Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 4
Hvar fæ§t Pira - system? Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29. júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira System. Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann- að, sem selt er undir þessu nafni annars staðar, eru eftir- líkingar, sem ber að varast. PIRA SYSTEM — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip, sími 21830. Okukennsla Æfingaiímar Hclgi JC. Scssilíusson Bólstaðahlið 42 — Sími 813H9 P0STURINN Vísur og enn um krossgátur Vegna fyrirspurnar í 34. tölu- blaði VIKUNNAR, þar sem spurt var um höfund vísna sem voru birtar í Póstinum, langar mig að gefa eftirfarandi upplýsingar: Þegar ég var að alast upp á Vopnafirði .upp úr aldamótum, bjó í Fagradal bóndi að nafni Sveinn og var hann Jónsson. Hann gerði sér til gamans að yrkja bæði Ijóð og lög sem bár- ust fljótt um sveitina, því þau voru létt og lipur og mikið sung- in. Þessar vísur eru ekki að öllu eins og ég man þær, en hann orti þær til konu sinnar sem Ingileif hét. Hér koma þær þá eins og ég man þær: Þegar ég síðast féll að foldu fljóðið mitt góða heyrðu það lagður er niður lágt í moldu leiðinu mínu komdu að. Eins ef ég gisti sæng í sænum, síðasta bón mín er til þín: Hönd þína fyllta grösum grænum gefðu djúpinu vegna mín. Mér þætti það mikill skaði, ef verk Sveins hafa glatazt og mjög einkennilegt, því afkom- endur hans bjuggu í Fagradal þar til fyrir fáum árum að byggð lagðist þar í eyði. Með þökk fyrir VIKUNA sem ég kaupi enn. Það fylgir henni sá stóri galli, að manni gengur svo illa að hætta, því að það er allt- af að finna eitthvað fyrir alla. Þess vegna líkar mér illa þegar þið eruð að birta vitlausar ráðn- ingar á krossgátunum. Með vinsemd og kærum kveðj- um. Sigrún Sigurjónsdóttir, Hríseyjargötu 22, Akureyri. Við þökkum alveg sérlega fyrir þetta bréf og þessar upplýsing- ar og viljum hvetja fólk til að skrifa okkur með svona fyrir- spurnir, þvi alltaf má reikna með að aðrir lesendur þekki það sem um er spurt. Pósturinn á að vera vettvangur fyrir áhugamál og skoðanir lesenda blaðsins og enn vekjum við máls á þvi að okkur er ekkert mannlegt óvið- komandi. Hitt er svo annað mál, að við könnumst ekkert við að birta vitlausar ráðningar á krossgát- unum. Sá sem gerir krossgát- urnar fyrir okkur afhendir okkur ráðninguna líka, þannig að ekk- ert ætti að fara á milli mála í þeim efnum. Svar til CQZX: Það segir sig sjálft, að þú skalt hætta strax í þessari vinnu og um leið við strákinn. Ekki finnst okkur nú á bréfinu að hann sé feiminn og þótt hann væri það, þá er það allavega skárra en að vera með manni sem fer á þriggja daga fylliri í viku hverri — fyrir þitt kaup. Láttu skynsem- ina ráða — og tilfinningarnar. Svar til Höllu Einarsdóttur- Okkur langaði mest að henda bréfinu þinu enn á ný, þar sem undirskriftin var ekki fullnægj- andi, en bréfsefnið var svo fal- legt. Ef þú vilt ekki tala við hann að fyrra bragði, þá er ekkert sem þú getur gert nema beðið og vonað. Þá hljótið þið að eiga einhverja sameiginlega vini sem ættu að geta fært þér einhverjar fréttir af vígstöðvun- um við og við. Svar til 16 ára ófrískrar í vanda Svo sannarlega ert þú í vanda, en fyrr eða síðar kemur að því að þú ferð að þykkna undir belti og þá vita foreldrar þínir „allt". Segðu þeim strax frá þessu og ég trúi ekki að faðir þinn sé sú skepna að reka þig að heiman þótt illa bjáti á hjá þér. Svar til „Einnar í sjálfskaparvíti" Satt að segja finnst okkur ekki margt benda til þess að þér tak- ist að ná í hann aftur, en ekkert sakar að reyna: Næst þegar þið hittizt tvö ein (þú gætir lika hringt í hann eitthvert kvöldið þegar dimmt er og drungalegt úti fyrir; slik kvöld eru góð fyrir rómantík), skaltu segja honum að þú dauðsjáir eftir öllu saman og 4 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.