Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 10
Fimmtándi hluti
CATHERINE
Já, auðvitað hafði ég fylgzt
með fréttunum, eins og ég sagði
öllum sem spurðu mig. Ég hafði
heyrt og séð allar útsendingar
mannsins mín og ég hafði orðið
snortin af því sem hann hafði
að segja. Og auðvitað viður-
kenndi ég líka að það hafi verið
hræðilegt að hann var tekinn
til fanga og að það væri hvorki
meira né minna en þjóðarógæfa
ef Vietcong léti taka hann af
lífi. £n það sem ég sagði eng-
um, var að ég gat ekki tekið
þátt í þessari taugaveiklun, sem
greip uih sig vegna örlaga hans.
Ég þekki Robert; hann var
hreinn snillingur í að koma sér
úr vandræðum, hann var reglu-
legur Houdini á því sviði. Þess-
utan gat það ekki verið neinn
hagur fyrir Vietcong að taka
menn eins og Robert og Micha-
el til fanga, það hlaut að vera
einhver misskilningur, eða
mistök. Ég var alveg hárviss
um að þá þegar hefðu öll öfl
verið sett í gang til að bjarga
þeim frá þessum alþjóða glund-
roða. Það er ekki langur tími
að vera fimm daga í haldi. (Til
dæmis var ég fangi þessa þjóð-
ardýrlings í tíu ár. Það er
kannski napurt að segja þetta,
en ég segi það án biturleika).'
Jafnvel þótt ég tryði því að
Robert væri dóinn, held ég að
ég myndi aldrei syrgja hann
sem eiginmann; ég gat ekki
tekið það sem fjölskyldusorg,
ekki lengur. Ég hafði hætt að
viðurkenna yfirráðaréttinn,
þegar hann sótti um löglegan
skilnað. Það hafði afmáð lög-
legt samband okkar, svo hann
varð minningin ein, ég hugsaði
um hann sem fyrrverandi elsk-
huga, ástasamband, hugsaði
ekki um svo alvarlegt mál sem
hjúskaparslit eru.
Barátta mín til að ná þessu
andlega og tilfinningalega
frelsi, hafði verið erfið og lang-
varandi. Mér er það ljóst nú, að
ég hefði verið ágætur frum-
byggi; ef til vill hef ég verið
það í fyrra lífi. Ég held að
Lucie, stúlkunni okkarj hafi
liðið miklu verr en mér, en hún
er líka svo viðkvæm sál. Sorg-
arsvipurinn á tárvotu andliti
hennar og brostið hjarta, sem
hún bar svo greinilega utan á
sér, hafði öfug áhrif á mig, það
gerði mig ennþá staðfastari í
því að láta engan sjá hve djúpu
sári ég hafði verið særð. Og
þegar hún lagði að mér að
hringja til hans, þá varð ég því
staðfastari í að vera Roberts-
laus, það sem eftir var ævinn-
ar. En þetta taugastríð hennar
var farið að hafa slæm áhrif á
mig, ætlaði hún að láta mig fá
taugaáfall? Og ef ég hefði ekki
hótað að reka hana, þá hefði
það kannski orðið raunin. Ég
hef bannað henni að tala um
hann, jafnvel nú, þegar allt
iandið talar um hann. Ég veit
að hún grætur oft í einrúmi,
en það er hennar einkamál. Ég
held líka að henni sé mikil fró-
un í því að syrgja hann. Hún
myndi örugglega gráta hvaða
þjóðhetju sem er, og ég held að
hún sé svolítið stolt yfir því að
hún þekkir Robert persónulega.
Látum hana gráta. Það geta
allir grátið fyrir mér. Ég veit
að Robert kemur heim aftur.
Og ef hann gerir það ekki, hvað
þá, allir verða einhvern tíma
að deyja.
Að öðru leyti er líf mitt að
taka á sig rétta mynd, ótrúlega
fljótt. Að sjálfsögðu hefi ég
unnið markvisst að því, fylgt
ákveðinni stefnu, ef svo má
segja; stefnu, sem ég tók um
10 VIKAN 43.TBL.