Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 47
sömu möguleika og njóta sömu hlunninda og þeir hvítu. Fái maður sér stöðuga vinnu, eru launin ótrúlega há. Skattar og verðlag er hvorttveggja furðu- lágt. Ég tek hástemmdum lýsing- um hans með vissum fyrirvara, en trúi engu að síður mörgu sem hann segir. Það endar með því að ég játa þeirri uppástungu Jacks að fara til Ródesíu og græða peninga! Smámsaman kemur í ljós að Jack er í Evrópu til að útvega landi sínu hvítt vinnuafl. Hann fær mér samning, sem ég skrifa undir. Þar er um að ræða skrif- stofustarf hjá verksmiðju einni. Launin eru meira en helmingi hærri en þau, sem borguð eru í Svíþjóð fyrir hliðstæð störf, og ég er líka ánægður með vinnutímann. Einn sólfagran dag flýg ég til Madrid. Á flugvellinum við Malága hefur Jack stungið að mér farmiða og þúsund peset- um. Hann lofar að hitta mig á Barajas-flugvelli utan við spænsku höfuðborgina. Þaðan á að leggja upp í langferðina til Afríku. Ég sé líka Jack jafnskjótt og flugvélin er lent og ég hef náð töskunum mínum tveimur. Hann stendur þar í miðjum hópi manna, sem allir eru á svipuðum aldri og ég. Jack seg- ir að við verðum fimmtán, sem förum saman til Ródesíu. Jack er í essinu sínu. Eins og ákveðinn foringi fer'hann með okkur inn í flugstöðvarbygg- inguna. Við slána sýnir hann búnt af farmiðum. í forsalnum röðum við okkur á barinn. Jack er sæll með sig eins og veiði- maður eftir fengsælan dag. Ég hugleiði hvað hann fái mikið fyrir hvern mann, sem hann útvegar föðurlandinu. Hópurinn er af ýmsum þjóð- um: tveir Frakkar, fjórir Eng- lendingar, tveir Bandaríkja- menn, þrír Hollendingar, einn Belgi, tveir Þjóðverjar. Ég er eini Skandínavinn. Þjóðverj- arnir eru ljóshærð, hraustleg dýr. Þeir halda sig sér og gefa sig lítt að öðrum. Annar Frakk- inn spyr þá hvað þeir ætli að gera í Ródesíu og annar þeirra svarar gleiðglottandi: — Líta eftir niggurum! Ferðin suður er tíðindalaus. Við erum hinir kátustu er við lendum á flugvellinum við Sal- isbury, og toll- og vegabréfa- eftirlitið er ákaflega vægt. Okkur er ekið inn í borgina og fenginn bústaður á prýðilegu hóteli. Við erum beðnir að vera BIFREIÐAEIGENDUR LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLlGGJANDI HVAÐA ÞYÐINGU HEFUR LIQUI-MOLY SMURHÚÐIN FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? ixciunvu A. J- VOCMtf jgfSSips L(10« CIYtimtnsu, "SSruniwusiaa tow.. witul. ,Sh««™w Ein dós af LIQIJI MOLY sem kostar rúmar kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eíginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hálla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQIJI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengui kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn úrbræðslu. • Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. • LIQUI-MOLY fæst í bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi. ISLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23 — Sími 19943 tilbúnir í matsal hótelsins klukkan tíu morguninn eftir. Þá erum við fluttir á fund manna, sem gefa okkur ýmsar nauðsynlegustu upplýsingar. Þessi fræðslufundur er haldinn í stórri, nýtískri skrifstofu- byggingu í Salisbury miðri. Borgin er nýtísk, göturnar breiðar og trjáraðir meðfram þeim. Byggingastíllinn er ensk- ur og margir garðar fríska upp á borgina. Úthverfin eru einnig geðsleg að sjá. Eftir upplýsingafundinn er farið með okkur á hina ýmsu vinnustaði. Annar Bandaríkja- mannanna, Lee Peters að nafni, á að vinna á sömu skrifstofu og ég. Lee er á aldur við mig og mér líkar vel við hann. Þegar hann heyrir að ég er sænskur, segir hann mér að afi sinn hafi verið frá Smálandi og heitið Pettersson. Okkur er ekið til bústaða okkar í Austin-vagni. Við eigum ekki að byrja að vinna fyrr en daginn eftir. Hverfið þar sem við búum er um mílu fyrir norðan borgina. Húsin í því eru flest lítil og einlyft, í snotrum röðum og limgerði á milli. Hingað og þangað eru verslanir, veitinga- hús, barir, póst- og símstöðvar. Við fáum til íbúðar sitt tveggja herbergja smáhýsið hver. Við búum allir í sama hverfi, en dálítið dreift. Bíllinn fer eftir að bílstjórinn hefur sagt okkur, hvar bússinn taki okkur upp á morgnana. Þegar við Lee höfum komið okkur fyrir, bregðum við okkur út á göngu. Það fyrsta sem við uppgötvum er að skraf Jacks um lága verðlagið stenst ekki. Enn síður það sem hann sagði um jafnrétti kynþáttanna. Þjónarnir á veitingahúsunum eru negrar, sem bukka sig og beygja í auðmýkt fyrir hvítu herrunum. Við gerum aðra uppgötvun 43. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.