Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 3
43. tölublað - 28. október 1971 - 33. árgangur i Burton og Tito Tito er að láta gera kvik- mynd um sjálfan sig og hefur fengið Richard Burton til að leika aðal- hlutverkið. Þessi mynda- taka júgóslavncska ein- ræðisherrans hefur vakið heimsathygli. Við segjum frá henni í máli og mynd- um á blaðsíðu 6. Blái engillinn er enn í fullu fjöri Marlene Dictrich er enn í fullu fjöri, þrátt fyrir háan aldur. „Aldrei er hún eins, — Ijós, myrk, hlátur og grátur blandast saman við þreytulegt yfirbragð. Ævinlega er hún þó gædd lífsorku, lika þegar hún er þreytt." Þannig er henni lýst nú á dögum. Frystikistan er mesta þarfaþing Frystikistan er nýjasta og eftirsóttasta heimilistækið. Hún er til margra hluta nytsamleg. í Eldhúsi Vik- unnar á blaðsiðu 26 birtir Dröfn Farestveit nokkrar sérkennilegar uppskriftir, sem geyma má í frysti- kistunni. KÆRI LESANDI! 1 þessu blaði birtum við grein ásamt myndum frá heimsókn þeirra Burton-hjóna til Titos, þjóðarleiðtoga í Júgóslavíu. Kvik- myml hefur verið gerð um skæru- hernað Titos gegn Þjóðverjum i heimsstyrjöldinni síðari, og fer Burton þar með aðalhlutverkið. A þessari öld hefur kveðið mjög að skæruhernaði, en meðal allra snjallra skæruliðaforingja er Ti- lo áreiðanlega einhver sá alsnjall- asti. 1 frelsisbaráttunni á stríðs- árunum vann skæruher lians ótrúleg afrek við hinar erfiðustu aðstæður, sem voru sérlega báigar fyrir þái sök, að því fór fjarri að Júgóslavar stæðu allir sameinað- ir og einhuga í baráttunni. Og enn fer því fjarri að Júgóslavar séu sameinaðir í raun; þótt náinn skyldleiki sé með þjóðum og þjóðflokkum landsins, þá ber þeim margt á milli í menningar- legum viðhorfum. Erlendir and- stæðingar Júgóslava, Rússar fyrsi og fremst, láta ekki sitt eftir liggja að blása að þeim glæðum úlfúðar, en þeir koma ekki að tómum kofunum hjá Tito. Hann hefur til þessa kunnað krók á móti hverju þeirra bragði, og áreiðanlega er kvikmyndin gerð með lilliti til þess, meðal annars. Hún á að bera alhliða auglýsing fyrir Tito og minna á að hann og landar hans láti ekki htut sinn fyrir neinum aðvífandi dólgum, hversu öflugir og illvígir sem þeir kunni að vera. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. R'cka d Eurton á að leika Tito 6 Flótti frá Ródesiu 16 Það var tólf ára dóftir m n. sem varð móðir 18 VIOTÖL___________________________ Aldrei skal ég gefast upp, nýjasta viðtalið við Marlene Dietrich 24 SÖGUR Happdrættið, smásaga eftir Shirley Jackson 12 Lifðu lifinu, framhaldssaga, 15. hluti 10 I skcgga eikavinnar, framhaldssaga, 2. hluti 20 ÝMISLEGT Þannig veitir frystikistan fritíma, Eldhús Vik- unnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, hús- mæðrakennari 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 14 F'envélar á Islandi 22 Simplicity-snið 28 Myndasögur 35, 38, 40 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 1 næstu viku 50 FORSÍÐAN_________________________ Haustið er reyndar nýliðið, fyrsti vetrardagur var 23. október, svo að búast má við, að tré séu viða orðin nakin, þegar þessi mynd kemur fyrir al- menningssjónir. En við birtum hana til minja um liðið haust, sem var bjart, litrikt og fallegt. — Myndina tók Egill Sigurðsson. VIKAN Útgefandl; HUmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útiltsteiknlng: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Rttstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 3a. Simar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð I lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst 43. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.