Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 33
Vinningar eru:
1. Peugout-bifreið árgerð 72
2. Volkswagen 1300 72
15 aukavinningar, hvor 10 þúsund
kr. í vöruvali.
Útsölustaðir eru hjá innheimtu Landssímans á eftir-
töldum stöðum:
Reykjavik — Keflavík — Gerðum — Sandgerði —
Grindavík — Vogar — Brúarland — Borgarnes —
Stykkishólmur — Patreksfjörður — Isafjörður —
Bolungarvik — Akureyri — Húsavík — Olafsfjörður
— Siglufjörður — Vestmannaeyjar og í
Bókaverzlun Kr. Blöndal, Sauðárkróki
Bókaverzlun Oliver Steins, Hafnarfirði.
Happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er í fullum gangi með 17 glæsilega vinninga.
Verð miðanna aðeins 100 kr. stk.
STYRKTARFELAG LAMAÐRA OG
*
FATLAÐRA
*
fyrir löngu. Kollok var nýbú-
inn að tala við hana. Hann var
í London, ekki langt frá henni.
Hann var hrifinn af henni, hún
var líka hrifin af honum. Það
var eins og líf hennar væri ein-
hver hluti af lífi hans. Og ef
hún væri þolinmóð, átti sam-
band þeirra kannski eftir að
verða eitthvað meira.
En nú, það var eitthvað sem
ekki féll eins og það átti að
gera.
Hún var orðin reið við sjálfa
sig. Hversvegna hafði hún ekki
betri stjórn á sér? Hversvegna
var hún að þvæla allt fyrir
sjálfri sér? Hún þekkti ekki
sjálfa sig. Var það kannski
svona að verða geggjuð? Voru
sjúklingar Hannah læknis
svona? Sinnisveikir ... geggj-
aðir...
Það var eitthvað geggjað við
þetta hús.
Hún settist upp í rúminu. Nú
varð hún að taka í sjálfa sig,
þetta gekk ekki lengur. Það ert
þú sjálf sem ert geggjuð, að
fara ekki að sofa. Þú hefir' ekk-
ert að óttast. Það er betra fyrir
þig að hugsa um eitthvað nota-
legt... til dæmis Kollok.
Hún hafði hitt Koilok fyrir
sex vikum. . . hún hafði farið í
bíó, ein, eins og venjulega, til
að horfa á gamla franska mynd,
Les Bas-Fonds. Henni þótti
myndin góð. Hún hafði oft ver-
ið eina manneskjan sem hló, en
myndin var líka á frönsku.
Eftir svolitla stund varð hún
vör við að hún var ekki ein um
að skemmta sér, maðurinn, sem
sat við hlið hennar tók undir
með henni. Hún sneri sér við og
sá hann óljóst í myrkrinu.
Þau hlógu saman, það sem
eftir var af myndinni. Þegar
ljósin voru kveikt fóru þau að
tala saman. Það var ósköp eðli-
legt og þau komu sér saman um
að þetta hefði verið prýðileg
kvikmynd.
— Hversvegna gera þeir ekki
meira af svona einföldum
kvikmyndum? sagði hún á
frönsku. — Ég hefi varla séð
mynd, sem segir svo mikið rheð
svo einföldum atriðum.
Það er ekki það sem myndin
sýnir, heldur það sem hún ekki
sýnir! Allt sem við verðum að
hugsa okkur meðan við horfum
á.
Hann talaði frönsku eins og
innfæddur Frakki.
— Flestar nútíma myndir eru
þannig að þær taka frá þér
möguleikann til að hugsa, hélt
hann áfram. — Fólk vill losna
við að hugsa nú orðið. Því þyk-
ir það óþægilegt, jafnvel hættu-
legt.
— Ef til vill er þetta þannig.
Hún brosti til hans.
— Menn eru hræddir við
sjálfa sig, sagði hann. — Þeir
sinna því ekki að þeir eru að
glata sjálfum sér ... þessvegna
nota svo margir fíkni- og deyfi-
lyf-
— Það er nú algert brjálæði
að flýja á náðir slíkra lyfja. En
það getur verið að það sé rétt
að reyna að þurrka út eitthvað
af sjálfum sér ... eitthvað sem
gerir menn hrædda... sem
notalegt er að losna við ...
Salurinn var að tæmast.
Hann Teit á hana rannsakandi
augum.
Þegar þau komu út á götuna
var orðið kalt og farið að rigna.
Hún hafði enga regnhlíf.
Hún stóð fyrir framan hann,
eins og hún væri um það bil að
flýta sér burtu, en hann lagði
hönd á öxl hennar.
Hann var mjög háttvís, þeg-
ar hann spurði: — Viltu ekki
koma og drekka kaffi með mér
einhversstaðar? Mig langar til
að tala svolítið lengur við þig.
Hann var rólegur og einlæg-
ur á svipinn. Hún vissi að hann
átti við það sem hann sagði: að
drekka saman kaffisopa. Hún
fór með honum.
Þau gengu hlið við hlið. Hún
var hávaxin, en hann var enn-
þá hærri. Hún var ljóshærð, en
hann ennþá ljóshærðari.
Þau settust ahdspænis hvort
öðru á litlum kaffibar. Hann
var ósköp eðlilegur og virtist
ekki gera sig neitt til fyrir
henni.
Henni fannst sem þau væru
gamlir vinir og væru nú að
hittast eftir langan aðskilnað.
Þau töluðu frönsku.
Hann sagði henni að móðir
hans væri frönsk og að hún
hafi kennt honum móðurmál
sitt, áður en hann fór að tala
ensku, svo móðurmál hans var
eiginlega franska. Hann hafði
átt heima í París og Genf og
hann þekkti flesta staði sem
hún þekkti bezt. Þau töluðu um
gamla svissneska bæinn, um
búðirnar við aðaigötuna og
blómamarkaðinn við Place de
Molard. Þau töluðu um ána
Rón, sem hún hafði verið svo
hrifin af, þegar hún var barn;
hún kom upp í vatninu, svo
hrein og fersk og fossaði glað-
lega af stað á leiðinni til sjávar.
Hann þekkti uppáhaldsstað-
ina hennar í Genf, veitingahús-
ið við bryggjuna út í Rón, rétt
hjá Pont de Mont Blanc. Veit-
43.TBL. VIKAN 33