Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 24
Aldrei
skal ég
gefast
upp
Samtal við þá næstum sjötugu fegurðardís,
Marlene Dietrich
Að hafa hitt Marlene Diet-
rich — það er eins og að hafa
fengið einhverja stórkostlega
gjöf. Eitthvað nýtt — nýtt líf
sem maður flytur heim með sér.
Aldrei er hún eins, ljós, myrk,
hlátur og grátur blandast við
þreytulegt yfirbragð, en ævin-
lega er hún samt uppfull af
lífsorku, líka þegar hún er
þreytt.
Marlene endurspeglar okkar
pólitíska líf — það raunveru-
lega pólitíska líf, sem gengur
út á rétt manneskjunnar til að
vera manneskja. Maður stendur
með fangið fullt og á að velja.
Og ég vel fyrst „söguna af
blinda manninum“. Ég hef lif-
að hana ,en Marlene segir frá.
Og þegar maður hefur heyrt
hana segja frá, þá hefur maður
lifað hana.
Við sitjum saman að aflokn-
um tveimur sýningum kvölds-
ins í Tívolí í Kaupmannahöfn
og borðum í matsalnum í Hóteli
Friðriks kóngs. Við erum Mar-
lene, Mago, frægur, sænskur
búningateiknari og jafnframt
vinur Marlene og ljósmyndar-
inn. Og Marlene spjallar um
viðburði kvöldsins. Ekki um
sýningar hennar, ekki um við-
brögð, viðtökur fólksins sem
líktust hyllingu og engu öðru
— nei, hún er uppfull að segja
frá fundi sínum og þess blinda.
Sá blindi er sænskur blaða-
maður, sem gefur út tímarit
fyrir blinda um öll Norðurlönd.
Yfirleitt reynir Marlene að
komast hjá öllum viðtölum, en
í þessu tilfelli gerði hún und-
antekningu.
„En æ hvað það var erfitt“,
segir hún. „Hann ætlaði að
taka viðtalið sitt fyrir fyrri
upptroðsluna, en hann var svo
slæmur á taugum að ég skildi
að það myndi aldrei takast. Og
hann hafði heldur engan mat
fengið. Hvers vegna kom eng-
um til hugar að maðurinn varð
að fá mat?“ spyr hún með
ásökunarhreimi.
„Seinna — í hléinu gekk það
betur,“ heldur hún áfram.
„Hann var ekki eins tauga-
veiklaður þá og svo fékk hann
að þreifa með höndunum yfir
andlit mitt og líkama. Sko,
svona :..“, og hún leikur atrið-
ið fyrir okkur.
Og maður sér líka svolítið
annað. Maður skynjar hug-
hreysti og örlæti þessarar konu
sem hiklaust lætur nákvæma,
grannskoðandi fingur blinds
manns leika um sig. Marlene
Dietrich uppi á sviði er sú lýs-
andi stjarna. Ævarandi ung og
ævarandi fögur. En Marlene
24 VIKAN 43. TBL.