Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 19
Ég hélt þaS myndi líSa yfir mig, þegar litla dóttir mín sagSi mér
aS hún ætti von á barni! Carin Samuelssson, sem er
42 ára, er móSir stúlkunnar, sem eignaSist barn í sumar, aSeins 12
ára. Nú er frú Samuelsson hætt aS vinna úti, hún ætlar aS
hugsa um barniS. Carin segir: - Ef maSur eignast börn,
er þaS skylda manns aS hjálpa þeim. Jafnvel þótt þau geri
eitthvaS af sér... jafnvel frekast þá ...
Hugsið ykkur að þér eigið
litla dóttur, — 12 ára.
Já, víst er hún lítil ennþá,
þótt hún sé farin að mála var-
irnar og standa fyrir framan
spegilinn í tíma og ótíma.
Þessi 12 ára stúlka heitir Mar-
ita og hún er yngst af fjórum
systkinum, bræður hennar þrír
eru eldri. Hún var hin marg-
þráða dóttir. Móðir hennar var
orðin svo vön að þurfa að sjá
um iþróttaklæðnað, fótbolta-
skó og íshokeykylfur, að hún
trúði varla ljósmóðurinn, þeg-
ar hún sagði henni að fjórða
barnið væri telpa.
En svo var litla óskabarnið
orðið tólf ára. Eitt kvöldið bað
hún móður sína að setja vekj-
araklukkuna á klukkan sex, því
að þá ætli hún að segja henni
nokkuð mjög mikilvægt. Og
mamma hennar, sem var vön
allskonar uppfinningum hjá
börnum sínum, gerði það, bjóst
við að heyra eitthvað spennandi
frá skólanum, eða þá að telp-
una langaði í nýja flík og ætl-
aði að biðja um peninga. Kann-
ski var það bara hljómnlata,
hún var að safna þeim um
þetta leyti. Hún hafði líka mjög
gaman af smábömum, hafði
sett auglýsingu í búðina, snyrti-
lega skrifaða með prentstöfum:
„12 ára stúlka vill taka að sér
að sitja yfir börnum". Það voru
nokkrar konur sem hringdu, en
sumum fannst hún nokkuð ung
til að sitja yfir börnum á kvöld-
in.
— Jæja, hvað er svona áríð-
andi, sagði móðir hennar, þegar
hún dró gluggatjöldin frá í
herbergi dótturinnar.
— Ég á von á barni! sagði
dóttirin, iitla stúlkan hennar,
Stubba litla, eins og hún kall-
aði hana stundum. Marita, sem
lék sér í sandkassanum fyrir
stuttu siðan. Marita, sem nýlega
varð 12 éra. Og hún sem mæð-
urnar í nágrenninu héldu að
væri of ung til að sitja yfir
börnum.
— Þú ert að gera að gamni
þínu sagði Carin, móðir hennar.
— Segðu mér í alvöru hvað
það er sem þú vilt að ég geri.
— Ég á von á barni! endur-
tók Marita og móðir hennar
hugsar með sér að hún hefði
átt að vita það að það þýddi
ekki að vekja hana svona
snemma. Móðirin bíður eftir því
að telpan segi að hún hafi verið
að gera að gamni sínu, en það
er síður en svo. Marita segir,
blátt áfram:
— Ég hefi farið með sýnis-
horn og það er rétt. Það var
jákvætt. Ég er ekki að gera að
gamni minu ...
Hvað getur maður hugsað?
Hvað er hægt að segja? Hvað ..
— Ég hélt það mvndi líða yf-
ir mig. segir Carin Samuelsson.
Ég greip um sófabríkina og
hugsaði að nú myndi líða yfir
mig. Svo liðu nokkrar furðu-
legar mínútur og ég hugsaði:
Hversvegna sit ég hér, hvers-
vegna líður ekki yfir mig?
Hversvegna græt ég ekki? og
ég fann að það var það eina
sem mig langaði ti1 að ge,-a —
en mér var ljóst að það þjónaði
ekki néinum t.ilgangi. Svo það
varð ekkert fjaðrafok.
Ég saeði einfaldlega við Mar-
it.u að ég ætlaði að hringja til
siúkrahússins og panta viðtal
hjá lækni.
ÁKVEÐIÐ
STRAX FÓSTUREYÐINGU
Carin Samuelsson, amma
barnsins, sem hefur verið mest
í fréttunum í Svíþjóð þessa
mánuði, andvarpar þunglega.
Þetta er róleg og ákveðin kona
frá Varmlandi. Hún er ekki
margmál. Hún hefur verið frá-
skilin í sex ár. Hún býr í þriggja
herbergja íbúð í Angered fyrir
"'ni Gaut.aborg.
— Þegar ég sagði hiúkrunar-
konunni, sem kom í símann,
nnq Marit.a væri þá sagði
hún okkur að koma strax. Hún
d-'tiT-ði h>'ein1ega hvort við ætl-
uðum ekki að sækja um fóstur-
evðingu.
Á sjúkrahúsinu lentum við
t’i'i ’ækni. sem var mjög óþægi-
legur í framkomu. Hann talaði
við okkur Maritu eins og við
værum fábjánar. En um leið
fékk ég annað áfall.
— Fóstrið er yfir fimm mán-
aða, sagði hann alvarlegur í
bragði.
Við höfðum að vísu gengið
út frá því að það væri yfir
tveggja mánaða ... en rúmlega
fimm... Nú fór ég að skiija
hversvegna Marita talaði um
hreyfingar.
— Það er ennþá mögulegt að
fá leyfi til fóstureyðingar, sagði
læknirinn. — En það er orðið
svo þroskað að það verður þá
að gera þetta strax. Farið fram
í biðstofuna og ræðið þetta, en
komið svo og segið mér ákvörð-
un ykkar. Þetta verður að ske
strax.
Ég reyndi að segja honum að
ég gæti ekki tekið svo skyndi-
lega ákvörðun og að það væri
alis ekki víst að við óskuðum
eftir fóstureyðingu.
— Já, en þér verðið að hugsa
um dóttur yðar, sagði læknir-
inn. — Þér skiljið líklega að
bæði líf móðurinnar og barns-
ins er í hættu. Svo verðið þér
líka að gera ráð fyrir keisara-
skurði, frú Samuelsson. Þér
ætlið þó ekki að láta barn fæða
barn!
Og þetta sagði hann allt að
Maritu áheyrandi. Hún sat
ske’fingu lostin og r°vndi að
skilja að það var verið að ta’a
um hana.
ÁBYRGÐ GAGNVART
LÍFINU
Við fórum fram í biðstofuna,
eins og læknirinn hafði sagt
okkur að gera. Þó brast Marita
{ grát. Við höfðum ekki haft
tækifæri til að ræða málið enn-
þá. En nú var mér Ijóst að hún
var dauðskelfd yfir því að heyra
fóstureyðingu nefnda. Ég hefði
kannski reynt að tala um fyrir
henni, hefði hún ekki verið
komin svona langt á ^eið, jafn-
vel þótt ég sé mikið á móti
fóstureyðingum. En fimm mán-
aða fóstur. Nei nei, það kom
ekki til greina. Það var svo
augljóst að ég þurfti ekki lang-
an umhugsunartíma, svo ég fór
inn til læknisins og sagði að
vil vildum eignast þetta barn.
Mér var ljóst að ég tók á mig
ábvrgð. sem kannski entist mér
allt lífið: að minnst.a kosti möi-g
ár fram í tímann. Mér var full-
komlega ljóst að Marita ga+
ekki borið þá ábyrgð eða hng--
að um lítið barn.
Það eru margir hissa á því að
ég skyldi ekki krefjast fóstur-
eyðingar, sjálfrar mín vegna,
til að losna við ábyrgð og
áhyggjur. En þannig má enginn
hugsa, segir Carin rólega. —
Fólk smitast hvað af öðru nú
til dags, finnst samfélagið eigi
strax að hlaupa undir bagga, ef
eitthvað fer úrskeiðis. En hafi
maður fætt af sér barn, þá er
það skglda manns að hjálpa því.
Jafnvel þegar óhöpp koma fyr-
ir — ekki sízt þá.
Marita Samuelsson — nýlega
12 ára — var barnshafandi,
yngsta verðandi móðir í Sví-
þjóð og þótt víðar væri leitað.
Barnið átti að fæðast um Jóns-
messuleytið. Barn átti að eign-
ast barn ...
— Að sjálfsögðu las ég yfir
krökkunum, báðum tveim, seg-
ir Carin. — Ég hafði reynt að
ala Maritu vel upp, gefið henni
þær upplýsingar, sem ég sjálf
hafði áður sagt við Pelle, vin
Maritu, sem er 16 ára, að ef
eitthvað kæmi fyrir, þá væri
mér að mæta. En, drottinn minn
maður getur ekki haft börnin
sin í böndum.
Það halda margir að Marita
sé mikið fyrir skemmtanir en
það er öðru nær; hún hefur
alltaf verið heimakær og alls
ekki verið fyrir kvöldráp. En
við foreldrar verðum að horf-
ast í augu við að börnin okkar
eru miklu bráðþroskaðri en við
vorum. Það er tilgangslaust að
segja þeim hvernig börn verða
til, þau vita það fullvel.
Segið þeim heldur allt um
getnaðarvarnir og kaupið það
sem til þarf. Þá þurfið þið ekki
að ásaka vkkur. Nú vona ég
bara að Pelle verði ekki fyrir
'Framhald á bls. 36:
43.TBL. VIKAN 19