Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 39
barnið, sem þau áttu von á. En venjulegast eru þau heima, hlusta á hljómplötur, borða popcorn og pylsur rétt eins og aðrir unglingar. Carin hætti að vinna, þegar Marita var komin á niunda mánuð, til að vera hjá henni. Allir voru farnir að venja sig við tilhugsunina um litla barnið. VEL SKAPAÐUR DRENGUR Á Jónsmessunótt 1971 eignað- ist Marita dreng á fæðingadeild Östre Sjukhuset í Gautaborg. Hún var þá orðin yngsta móðir í Svíþjóð og örugglega með þeim yngstu í Evrópu. Fæðing- in gekk vel, tók aðeins tvo tíma og Marita þurfti ekki einu sinni hláturgas, hvað þá verkja- sprautu. Marita hefði örugglega fengið leyfi til að vera úti til klukkan tólf þetta kvöld, eins og önnur börn í Svíþjóð, en hún hafði öðru að sinna, hún gaf litla drengnum sínum brjóst Hún hafði heldur ekki hugmynd um að hún var á forsíðum blaða um allan heim. — Ég var leið yfir þessum blaðaskrifum, segir Carin. — Það er búið að skrifa alltof mikið um þetta. Hún hefur ver- ið mjög dugleg, það votta ’ ég fyrst allra. En þetta verður eng- inn dans á rósum, hvorki fyrir hina tólf ára telpu né fjölskyldu hennar. NÚ ER „MAMMA“ BYRJUÐ í SKÓLANUM — Marita er byrjuð í skólan- um og ég passa Mikael. Hann er dásamlegt barn, þægur og ró- legur og það eru engin vand- ræði með hann á nokkurn hátt. Einu áhyggjur okkar er fjár- hagurinn. Ég verð að hætta að vinna og verð ekki lengi með spariféð Svo höfum við aðeins með- lagið frá Pelle og mitt eigið. En ég kvarta ekki, það er ekkert vandamál að vera fátækur, ef maður getur fleytt sér sæmilega áfram. Tvær góðhjartaðar frúr i Gautaborg sendu okkur ljóm- andi falleg föt á drenginn og það var mikil hjálp. mér þótti líka gaman að þvi, vegna þess að mig langar til að Mikael líti sómasamlega út og að hann þurfi ekki að líða fyrir það að foreldrar hans eru unglingar. En ég er ein um ábyrgðina, sérstaklega þar sem foreldrar Pelle hafa ekki haft neitt sam- band við okkur. Ég er alvön að hugsa um börn, en það getur samt verið svolítið þreytandi, þegar maður er á þessum aldri og kominn úr æfingu. Ég er sérstaklega ánægð með að Pelle og Marita eru mjög hrifin hvort af öðru. Þau eru trúlofuð og eftir þrjú ár er Marita búin með skólann. Þá ætla ég að taka mér fríö... I ALDREI SKAL EG GEFAST UPP FraTiihald af bls. 25. var ég svo þreytt, að ég átti mér bara þá ósk eina: að forfallast. En þess háttar get ég ekki leyft mér. Ég get ekki leyft mér neitt. Ich kann mir nichts erlauben! Get ég annars látið eftir mér svolítið grænmeti með buff- inu?“ spyr hún Mago og Mago álítur að það geti hún látið eft- ir sér. Kímnigáfa Marlene Dietrich er fræg. En sú kímnigáfa til- heyrir vissu málfari og vissu umhverfi — þá kímni er ekki hægt að þýða. Kímni hennar er hvatskeytni Berlínarstúlkunn- ar — sjálfshæðnin, kaldhæðnin, handarhreyfing og axlaypping sem segir: „Þetta snertir mig ekki — ég er nefnilega ekki fædd í gær. En það er margt skrýtið í kýrhausnum — „Look me over closely" — en láttu þér ekki detta í hug að þú haf- ir neitt upp úr því!“ Allt þetta skynjar maður við að horfa á andlit Marlene Diet- rich þegar við sjáum einn af gestum hótelsins koma að borð- inu hjá okkur, ljóma upp eins og sól á himni og stama nokkur aðdáunar orð. En Berlínarstúlkan væri sko frá Berlín komin, ef ekki fynd- ist undir skrápnum ósköpin öll af rómantík og tilfinningum. „Rétt,“ segir Marlene, „ég er afskaplega rómantísk og til- finningasöm. Til dæmis þetta ljóð — en ef ég les það núna, þá fer ég að gráta.“ Hún byrj- ar að vitna í ljóð eitt, og það er rétt — augu hennar fyllast af tárum. Kvæðið fjallar um föln- andi haustblóm og endurminn- ingar af sumarást. „Ég veit að þetta er Kitsch," segir Marlene, „en ég elska það og ég elska lika Rilke.“ Og hún byrjar að fara með ljóð eftir Rilke, eitt það fegursta eftir Rilke, „Dauði elskhugans“ heit- ir það og segir frá ungum manni sem sveik elskuna sína, og finnst hann nú fremur eiga heima í heimi hinna dauðu en lifandi. Ríki hinna dauðu kallar hann „das gutgelegene, das immersiisse und tastete es ab fúr ihre Fússe“. „Er hægt að lýsa ástinni á fegurri hátt,“ seg- ir Marlene, og fálmar út í loftið með sínum fögru höndum. Nei — Marlene trúir ekki sér- lega mikið á ástina. Og hún af- greiðir hjónabandið á stuttarc,- legan hátt: „Til að geta lifað í löngu og hamingju.ömu hjóna- bandi verður maður að vera heimskingi." Og þar með erum við komin að barnabörnunum. 43.TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.