Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 11
FRAMHALDSSAGA
EFTIR H. SHEFFIELD
Við Robert gengum
niður brattann
að veitingahúsinu;
það var orðið kalt
og mig var farið að
verkja í ökklann...
nóttina, þegar ég hljóp frá
honum. Ég beitti mig hörku.
Þegar ég sat í lestinni frá Briiss-
el á leiðinni heim og ég hafði
ekkert vald á tárunum sem
streymdu niður kinnar mínar,
ég kærði mig heldur ekkert
um að hafa vald á þeim, þá
hugsaði ég: Ég fæ mér lög-
fræðing, þá getur hann samið
við lögfræðing Roberts. Ég fæ
mér nýtt símanúmer, leyni-
númer, svo Robert geti ekki
hringt til mín, ef hann finnur
einhverja freistingu í þá átt...
en hvað mér viðkom, þá var sú
freisting að hringja til hans
útilokuð; Robert heyrði fortíð-
inni til. Ég ætlaði að fara á
hljómleika, skoða söfn, fara á
listanámskeið, sérstaklega ætl-
aði ég að kynna mér innanhúss-
skreytingar. Ég ætlaði að hlaða
á mig störfum, svo ég hefði
ekki tima til að hugsa; vera
svo yfirkomin af þréytu á
kvöldin að ég félli strax í
svefn...
Og þannig varð það. Ég fékk
strax þessa vinnu, sem ég var
svo ánægð með og einhvern-
veginn var það gegnum hana,
sem ég eignaðist innilegan og
góðan vin. Ég hitti hann við
Sorbonne, þar sem hann var að
taka meistaragráðu. Er það
ekki skrítinn áhittingur að
hann skuli vera Ameríkani,
ríkur og glæsilegur? Jú, en það
var líka aðeins áhittingur.
Hann var ekki með i áætlun
minni. Satt að segja forðaðist
ég hann til að byrja með. Nei,
það er reyndar ekki alveg satt;
ég var glaðleg i framkomu við
hann, en það var lika allt og
sumt. Ég hefi aðrar skoðanir en
Robert, ég er á móti miklum
aldursmun í sambúð, og Henry
var aðeins þrítugur. Þetta er
kannski kjánalegt eins og
Henry segir, ég er nú ekki svo
mikið eldri en hann, en mér
hefur alltaf fundizt þetta skipta
máli, nema hvað Henry við
kemur ... hvað. framtíðin ber
í skauti sínu, get ég ekki spáð
um.
Hvernig er hann þá? Ó, hann
er töluvert likur mér. .. álika
hár, kannski einni eða tveimur
tommum hærri, með sama lit-
arhátt og háralit. Nema, eins
og ég sagði, hann er mjög glæsi-
legur. Og við erum líka mjög
lík hvort öðru í lund. Hann er
eðlilegur í framkomu, nýtur
gleðinnar sem verður á vegi
hans rétt eins og ég og á sama
hátt. Hann er svo heiðarlegur
að stundum skelfir það mig!
(Það er ekki undarlegt að Ro-
bert hafi stundum verið skelf-
ingu lostinn yfir heiðarleik
mínum). Hann er aldrei vond-
ur og hann er ákaflega stund-
vís. Hann tekur mig með sér
hvert sem hann fer, jafnvel á
hnefaleikakeppni í íþróttahöll-
inni, sem ég hafði aldrei fengið
að fara á valdatímum Roberts.
Og við förum á þá staði, sem
Ameríkanar sækja. Eitt kvöld-
ið sagði hann: „Hittu mig á
Autobus", og ég spurði, „Hvaða
númer?" og þá sagði hann mér
að það væri veitingahús, sem
héti þessu nafni. Ég hafði aldrei
vitað að það væri til.
En þá vissi ég ekki heldur að
menn eins og Henry væru til.
' Hann er líka mjög greindur og
við körpum oft um listastefnur
og bókmenntir. Hann er mikill
aðdáandi Hemingways, en ég
hefi mestu óbeit á honum. En
Henry þekkir heldur ekki ofsa
og ofbeldi, hann hefur aldrei
komizt í snertingu við slíkt,
hann er ljúfur í lund og tillits-
samur elskhugi. Hann er aldrei
ónærgætinn; hann er mjög
snyrtilegur; hreinsar ösku-
bakkana, áður en Lucie nær til
þeirra; hann kemur líka með
náttföt, þegar hann gistir hjá
mér, íbúðin hans er lika hrein
og snyrtileg. Jacqueline er hrif-
in af honum, já, jafn mikið og
hún var á móti Robert. Stund-
um held ég að hún sé jafnvel
svolítið skotin í Henry sjálf.
Við förum oft öll þrjú i skíða-
ferðir, til Alpe d’Huez, þar sem
við höfum eignast marga vini.
Þetta er allt yngra fólk og
ákaflega skemmtilegt. Senni-
lega höfum við verið tek-
in í hópinn, vegna þess að
Henry er líka ungur. En þau
taka mig með eins og ég sé
jafnaldri. Þau hafa kennt mér
marga af þessum skringilegu
dönsum og við ræðum allt milli
himins og jarðar við arineldinn
á kvöldin, eða þá á diskótekum
(þar sem maður heyrir ekki
einu sinni sínar eigin hugsanir).
Ég held reyndar að ég sé
ekki frábrugðin þessum ung-
lingum í neinu, nema aldri.
Þeim þykir gaman að því sama
og mér, á sama hátt. Þau eru
eðlileg og blátt áfram, elskuleg,
svo ólik minni eigin kynslóð,
serh alltaf sá eitthvað skugga-
legt við eðlileg viðhorf til lífs-
ins, sem var eiginlega sjálfri
sér skaðleg. Þessir unglingar
eru algerlega lausir við úlfúð
( sín á milli eru þeir gramir út
í eldri kynsl.óðina) og þau
skilja hreinlega ekki allar þær
flækjur, sem mér fundust svo
sjálfsagar, þegar ég var 'að al-
ast upp. Já, þau eru öll mjög
elskuleg regluleg ,,hlómabörn“,
en eins og Henry, þá höfðu þau
andstyggð á sóðaskap. Þau voru
hrein og snyrtileg, alltaf fallega
klædd, þótt þau reyndar fylgdu
nýju tízkunni, sem mér fannst
furðuleg, þangað til ég fór að
venjast henni. Sem betur fer,
er ég þannig vaxin að geta not-
að þennan fatnað, án þess að
verða kjánaleg, eins og margar
konur á mínum aldri verða oft,
þegar þær reyna að fylgja öll-
um duttlungum tizkumeistar-
anna.
Já bannig er líf mitt nú.
Já, þannig liðu dagarnir.
Skemmtilegir dagar og
áhyggjulausir, en þó í fullri al-
vöru. Ég vissi ekki að Robert
hafði komið í leitirnar, vegna
þess að það skeði um helgi og
við Jacqueline höfðum farið til
skíðahótelsins á undan Henry.
Ég hafði ekki hirt um að lesa
blöðin eða að hlusta á útvarp.
Ég var alveg komin út úr öllu
„fréttahungri“; það er furðu-
legt' hVe fljótur maður getur
verið að skipta um daglegar
venjur, án þess að taka eftir
þvi! Auðvitað er ég, eins og
Henry. mjög tortryggin og
hugsandi vegna óréttlætisins í
Vietnamstyrjöldinni. Henry á
marga vini, sem hafa farið úr
landi, til að losna við herskyldu
þar. En ég er lika sammála
Henry í því að þessar æsifréttir
í blöðunum og hrollvekjurnar,
sem við sjáum í sjónvarpi, gera
ekkert til að ráða niðurlögum
stríðsins. Og svo er þetta svo
hræðilega leiðinlegt, þrátt fyrir
hryllinginn því það er alltaf
sami hryllingurinn. Og þessar
skelfingar dynja yfir á stöðum,
sem manni finnast eins fjarlæg-
ir og Marz. í síðari heimsstyrj-
öldinni kannaðist maður við
staðina, þar sem slátrunin fór
fram. En fyrir Vietnamstriðið
Framhald á .bls. 42.
43. TBL. VIKAN 1 1