Vikan - 02.12.1971, Page 70
F“1
skreppa í sendiferðir, ef með
þyrfti.
— Svo var það eitt laugar-
dagskvöld, að konan kom seint
heim frá heyskap og fór að
skúra gólf. — Ónýt er ég, Stein-
unn mín, að geta ekki hjálpað
þér við þetta, verður mér að
orði. — Það gerir nú ekki mikið
til, segir hún, — enda ætlast ég
ekki til þess. Mér þykir bara
lakast að eiga ekkert með kaff-
inu. Ég hefði beðið þig um að
ná í það fyrir mig, ef ég hefði
munað eftir því.
Þetta var í júlímánuði. Finn-
bogi Finnbogason frá Búðum
hafði þá verzlun þarna, og var
nokkur spölur þangað, en ég
þekkti vel bæði hann og hans
fólk. — Blessuð vertu, segi ég,
— það er auðvelt að ráða bót
á því. Ég skal skreppa niður í
búð, því að þó Finnbogi sé
kannski háttaður, þá er Laufey
áreiðanlega enn á fótum ...
Jæja, hún kvað sér þykja
vænt um ef ég vildi skreppa
þetta, og ég hélt af stað. Þegar
ég hafði gengið spottakorn, lá
leið mín fram hjá húsi sem
kallað var Bern, en þar bjó
maður, sem Kristján Þórðarson
hét. Mér verður litið inn fyrir
girðinguna og sé þar þá standa
tvær ungar stúlkur og virtist
önnur þeirra nokkuð eldri en
hin. Fannst mér sem ég kann-
aðist eitthvað við þær, en gat
þó ekki komið þeim fyrir mig.
Heyri ég þá að sú eldri segir:
— Það er hörmuleg fregn að
frétta úr símanum. Hann datt
út... hann datt út...
Ég veit ekkert hvar þetta á
heima. Held svo áfram sem leið
liggur og mæti þá stúlku nokk-
urri úr plássinu, sem ég þekkti.
Ég spyr hana hvort hún segi
nokkur tíðindi; hvort nokkuð
hafi frétzt úr símanum? Ó-nei,
ekki vissi hún neitt til þess.
Þegar ég hafði lokið erindi
mínu í búðina, held ég heim
aftur. En þegar ég kem á móts
við Bern, sé ég stúlkurnar sem
fyrr, nema hvað þær standa nú
hinum megin við veginn, og
voru því á hægri hönd við mig,
eins og þegar ég gekk niður eft-
ir. Ekki vildi ég yrða á þær, því
að ég þekkti þær ekki. En þær
endurtaka það, sem sú eldri
hafði áður sagt), og með sama
orðalagi. — Það er hörmuleg
fregn að frétta úr símanum.
Hann datt út... hann datt út..
Ég anza þeim ekki neinu.
Þegar ég kom heim til Stein-
unnar, segi ég henni hj^að fyrir
mig hafi borið. — Þetta er fyr-
irboði, elskan mín, segir hún.
— Þú færð bráðlega fréttir af
og það hefði gerzt í gær, og lík-
lega hef ég aldrei orðið hrædd-
ari á ævi minni. í sömu svifum
kemur pabbi inn og spyr hvers-
vegna ég sé að gráta, og þegar
mamma segir honum ástæðuna,
segir hann: Þér verður ekkert
meint af því, fáðu þér bara
vatnssopa til að taka bragðið úr
munninum. Ég varð heldur en
ekki fegin, og satt var það, ekki
varð mér neitt meint af þess-
um drukk.
„HANN DATT ÚT.. "
— Svo við víkjum óbeinlínis
aftur að því þegar Loftur fórst.
Heyrðir þú þess getið á þínum
uppvaxtarárum að fólk dreymdi
fyrir slysförum eða fengi vís-
bendingu um slikt á annan
hátt?
— Jú, þess voru dæmi. Ég
heyrði sagt um sumar mann-
eskjur, að þær væru draum-
vitrar og kæmi ekki allt á óvart.
Þá heyrði ég líka talað um ein-
staka manneskju, sem sá ýmis-
legt — var skyggn, eins og það
var kallað.
— Kynntist þú fólki, sem
gefnir voru þeir hæfileikar?
— Ó-nei, ekki get ég bein-
línis sagt það. En margt heyrði
ég um þetta talað, þegar ég var
barn. Eins var fólk trúað á
fylgjur manna, drauga og aft-
urgöngur, ekki vantaði það. En
ég heyrði ekki mikið minnzt á
huldufólk, ekki að almenning-
ur væri trúaður á tilveru þess.
— Hefur þú verið berdreym-
in?
— Jú, ekki get ég neitað því,
að mig hefur dreymt fyrir
ýmsu. En ég hef ekki kunnað
að ráða þá drauma mína fyrr
en eftii' á, þegar þeir voru
komnir fram. Ég hef því ekki
orðið margs vísari um óorðna
hluti af þeim. Aftur á móti hef-
ur það komið fyrir, að ég hef
séð atburði fyrir í vöku; sýnir,
sem hafa bent mér á ýmislegt.
— Og með hvaða hætti hefur
slíkt borið fyrir þig?
— Því er ekki svo auðsvar-
að. En ég get sagt þér frá einni
sýn, eða hvað á að nefna það,
sem dæmi: Það var árið sem
maðurinn minn dó; hann lézt
um veturinn, þann 14. marz. Um
sumarið lézt svo annar maður
í plássinu, réttu missiri seinna.
Þá um vorið fékk ég fingurmein
og varð að fara inn í Ólafsvík.
Var þar í mánuð undir læknis-
hendi og dvaldist hjá hjónum,
sem ég þekkti. Sagði ég kon-
unni, að ef ég gæti létt eitthvað
undir við hana, þá skyldi hún
ekki vera að hlífa mér við því.
Þó að ég gæti ekki beitt hend-
inni, væri mér ekki í mein að
taka af henni snúninga eða
Höfum fengið nýja sendingu af þessum fal-
legu frönsku baðskápum. Skáparnir eru úr
mjög góðu og sterku plasli, með segullæs-
ingum og haganlegum innréttingum.
PLLiBERT
Einkaumboð fyrir ísland:
S. Armann Magnússon, heildverzlun.
BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN
NÝBORGP
HVERFISGÖTU 76- SÍMI 12817
70 VIKAN 48. TBL