Vikan


Vikan - 27.01.1972, Síða 40

Vikan - 27.01.1972, Síða 40
JET WAX bílabón UPHOLSTERY CLEANER áklæðahreinsir DE ICER ísbræðir STARTING FLUID ræsivökvi ii andrL, Öldugötu 10 — P.O. Box 1128 — sími 23955. komnir. Þú hefur svei mér sof- ið vært, en nú er gott fyrir þig að stíga á landjörðina aftur, það hressir þig svo vel. Þú ætt- ir að ganga upp í skúrinn hans Geira og segja honum að við séum komnir.“ Hvern fjandann var karlinn nú að fara? Og hver var hann, þessi Geiri? En sama um það, kerlingin fór upp á bryggjuna og labbaði upp að skúrnum. „Leysið þið landfestar strax og það svo fljótt, að rjúki af ykkur,“ spýtti karlinn út úr sér milli samanbitinna tann- anna og augun skutu neistum. Okkur féllust hendur í svip, en við höggið, sem buldi á stýris- húsþilinu, hrukkum við í kút og leystum i skyndi. Karlinn skellti á fullt, báturinn tók snöggt viðbragð og stefnan var tekin til hafs, að þvi er okkur virtist. Mér varð litið upp á bryggjuna. Þar stóð kerlingin, baðaði út öllum öngum, munn- urinn opnaðist og lokaðist á víxl, eins og á grásleppu i dauðateygjunum. Sennilega hefur hún, kerlingin en ekki grásleppan, verið að kalla á okkur, en það heyrðist ekkert í henni fyrir mótorskröltinu. Við þyfptumst allir inn í stýr- ishús. Ég ætlaði að bjóða karl- inum að taka við stýrinu, en hann leit bara illskulega á okkur og skellti húfunni yfir kompásinn, svo við þorðum ekkert að segja og fórum út aftur. „Hvar setti hann kerlinguna í land?“ hvíslaði ég að Bjössa. „Það má skrattinn vita, ekki þekkti ég staðinn, enda bezt að brjóta sem minnst um það heilann," svaraði Bjössi. „Setjið út íoggið, strákar, og farið svo í koju,“ kallaði karl- inn. Við settum loggið út, fór- um og fengum okkur kaffi, sið- an fórum við í koju og sofnuð- um víst allir fljótlega. En áð- ur leit ég á klukkuna og tók eftir að ekki mundu meira en 3 til 4 klukkustundir frá þvi við fórum frá Seyðisfirði. ,,Kári“ gamli gekk nú aldrei nein ósköp, svo ekki höfðum við farið mjög langt, en hvert? Það gat okkur ekki rámað í. Þó hafði ég einhverja óljósa hugmynd um að þetta hefði getað verið bryggjustúfurinn hans Jóns í Hellisfirði, enda var Jón hálfbróðir kerlingar- innar. Ég vaknaði við að karl- inn var að kalla á okkur, brá mér fljótt fram úr kojunni og gekk aftur á til hans. Nú var þokunni létt og fyrir framan okkur blasti Vopnafjörðurinn við, spegilsléttur og baðaður geislum morgunsólarinnar. Mér varð litið framan í karl- inn, hann var nokkuð rauður, en það gat nú bara verið al- gengur morgunroði. „Taktu nú við stýrinu, Tóti minn. ég ætla nú að skreppa fram í og fá mér kaffisopa," sagði karlinn og gekk út. Um leið og hann gekk fram dekk- ið heyrði ég að hláturinn iskr- aði niðri í honum og að hann tautaði: „Nú verður þó friður til vors, en sárgrætilegt er það, að þetta skuli vera satt með kútinn, hann er heima i kjallara." Og mér virtist karlinn hálf klökkna. „Já, lagsmaður, svona notaði karlinn sér Austfjarðaþokuna," lauk Tóti máli sínu, svo bætti hann við: „En nú skal ég segja ykkur . . .“ „Strákar,“ greip ég fram í, „við látum ekki Tóta halda okkur uppi á kjaftæði alla frí- vaktina." „Samþykkt," gullu strákarn- ir við. „Þið haldið líka alltaf að all- ir séu að ljúga í ykkur og þá sérstaklega ég,“ sagði Tóti og velti sér inn í kojuna, „sem og er,“ bætti hann svo við i lág- um hljóðum. Rétt á eftir vakn- aði ég við ógurlegan hávaða i lúkarnum. Ég rak höfuðið var- lega út um kojugatið til að sjá hvað ylli þessum hávaða og eins og ég átti von á var Tóti kominn fram úr og stóð á miðju gólfi, pataði út öllum öngum og reifst við strákana. „Hvað er nú að?“ spurði ég. „Ykkur er ekki gott gerandi,“ svaraði Tóti, „ég var búinn að spyrða upp nokkra fiska og hengja þá upp í reiða. Ég ætlaði, sem sé, að gefa ykkur þá signa til mið- degisverðar i dag, en nú er bú- ið að stela þeim frá mér. Já, ég segi hreinlega stela þeim,“ hélt Tóti áfram og hringsner- ist á lúkarsgólfinu hábölvandi. „Dreymdi þig nú ekki þetta, eftir að þú lagðist út af áð- ar>,“ skaut ég inn í, er ég komst að. „Nei, ég sá það með mínum eigin augum, er ég fór upp á dekk til að pissa áðan,“ sagði Tóti nú og var orðinn rauður í framan sem karfi i kvoldroða. „Þú ættiræ að segja karlinum frá þessu," stakk ég upp á og hafði þá strax grun um að karlinn hefði blíðkað skap kerlingar sinnar með nokkrum signum ýsuböndum. Það fyrirgaf ég karlinum strax og þó meira hefði verið, því ég vissi til að sliks þurfti oft við og veitti ekki af, þegar karl- irtn hafði verið lengi til sjós eins og núna. Tóti stóð hugsi nokkra stund, síðan þaut hann eins og ör væri skotið upp á dekk til karlsins. Hvað þeim fór á milli, veit ég ekkert um, en eftir stundarkorn var Tóti kominn aftur og andlitið ljóm- aði af ánægju. „Hvað sagði karlinn?" spurði ég. „Karlinn 40 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.