Vikan - 02.03.1972, Síða 4
HJARTAGARN
Fjöldi tegunda og
lita ávallt
fyrirliggjandi.
Fáanlegt í flestum
verzlunum um
land allt.
Umboösmenn:
STEINAVÖR HF.
Norðurstíg 7
Símar 24120-24125
(6 línur)
Wiither bríhiól
Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi.
Einnig reiðhjól í öllum stærðum.
PÓSTURINN
Lærum oftast nær
heima
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær stöllur og
okkur langar svo mikið til að
vita hvernig á því stendur að
við lærum alltaf bezt á kvöldin
áður en við förum að sofa, þótt
svo að við séum alveg að sofna.
Svo er það annað sem við vilj-
um fá að vita. Við erum báðar
orðnar sextán ára og pabba og
mömmu finnst það alltof mikið
að við förum á ball einu sinni í
viku þó við borgum sjálfar, við
erum báðar í skóla og lærum
oftast nær heima. Hvað finnst
þér, kæri Póstur?
Okkur líkar báðum vel við Vik-
una, einkum þó Póstinrr og viltu
vera svo góður að svara fljótt,
við bíðum eftir svari.
Pjakka og Frekjuskjóða.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni?
Það er mjög mismunandi eftir
einstaklingum hvenær þeim fest-
ist bezt í minni það sem þeir
lesa, og vitum við enga tæm-
andi skýringu á því. — Það ætti
svo sem ekki að skaða þótt þið
færuð á ball vikulega, svo fremi
þið trassið ekki námið fyrir þá
sök. Sennilega er það einmitt
það, sem foreldrar ykkar hafa
í huga, sem og að halda ykkur
í reglunni yfirleitt. Ykkur ætti
nú að vera útlátalaust að koma
til móts við þau með því að
sleppa úr viku endrum og eins.
Úr skriftinni má lesa dugnað og
tilhneigingu til að flýta sér.
Ekki geðsleg þekking
Kæri Póstur!
Ég hef skrifað þér áður en í allt
öðrum tilgangi, en ég vona samt
að þú hjálpir mér líka núna. —
Svoleiðis er mál með vexti að
ég er mjög hrifin af strák. Og
ég veit ekki hvern hug hann ber
til mín. Hann og vinur hans eru
alltaf saman, eiga bíl saman og
eru líka í sama skóla. Vinkona
mín og ég (við erum saman í
öllu, skóla o. fl.) höfum verið
með þeim í fyllstu merkingu,
nema ég vildi ekki leyfa honum
að ganga hættulega langt. En
hann bað mig samt um að hitta
sig aftur, þrátt fyrir allt. Hann
er nærri því mjög feiminn en
það er vinur hans ekki. Það er
alltaf fullt af stelpum ! kring-
um þá og allir vita hverjir þeir
eru og við (ég og vinkona mín)
höfum grun um að það sé ekki
sérlega geðsleg þekking. Við er-
um skotnar í þeim en höfum
lágt um það og pössum okkur
að spyrja engan brunalúður um
þá, við vitum með vissu að þeir
eru alltaf að spyrjast fyrir um
okkur. Til dæmis hjá systur
minni ef þeir sjá hana úti og
verða þá eiginlega illir ef hún
veit ekki hvar við erum og
hætta þá ekki fyrr en þeir eru
vissir um að hún viti það ekki.
Alltaf þegar við sjáum þá, þá
brosum við eða kinkum kolli en
höldum alltaf áfram, svo heyrð-
um við að þeir hefðu sagt að við
hefðum aldrei tíma til að tala
við þá, en í rauninni erum við
mjög feimnar þótt útlitið bendi
ekki til þess. Og svo núna í dag
sáum við þá og það var eins og
þeir hálfpartinn þyrðu ekki að
heilsa, og við vorum ! efa hvort
við ættum að heilsa og stóðum
því og sögðum ekkert. Og þeir
löbbuðu eins og tregir uppeftir.
Við höfum nefnilega verið svo-
lítið frekar, neitað að fara með
þeim (eins og í fyrsta skiptið).
Æ, blessaður, hjálpaðu ■ okkur
nú. Hvað myndir þú álíta og
hvað myndir þú gera, reyna að
hætta að hugsa um þá (hann)?
Eru þeir ef til vill ekki þess
virði? Hvernig er skriftin og
hvað lestu út úr henni?
Með fyrirfram þökk.
S. H.
Það litla sem þú segir af þeim
bendir til að þetta séu hálfgerð-
ir plebbar, alltaf að þvælast um
í bíl og veitast með frekju að
systur þinni til að spyrja um
ykkur. Og sjálf hefurðu grun
um að ekki fari af þeim sem
bezt orð. Pósturinn myndi því
áli'ta að þið ættuð að gefa fjand-
ann í þá, en ef þið viljið það
ekki þrátt fyrir allt, ætti að vera
hægur vandi fyrir ykkur að neita
ekki að fara með þeim næst, ef
þeir skyldu manna sig upp í að
fara fram á það.
Skriftin er fremur óskýr og mjög
tilgerðarleg.
4 VIKAN 9.TBL.