Vikan - 02.03.1972, Side 7
— Hafið þér sambönd eða
samvinnu við ónnur lönd?
— Já, í tvö síðustu ár hefi
ég haft árangursríkt samstarf
við erlenda vísindamenn. Rann-
sóknir í Bandaríkjunum eru
komnar á miklu hærra stig en
hér í Svíþjóð, þegar átt er við
„lífið eftir dauðann“. Ég hefi
oft aðstoðað vísindamenn í
rannsóknum þeirra og mun gera
það í ríkara mæli í framtíðinni.
Tækniþróunin fer vaxandi og
hæfileikar mínir geta orðið að
gagni.
— Hvað álítið þér það mikil-
vægasta af því sem komið hefir
fram?
— Fyrir mörgum árum var
mér sagt að um fimmtugt myndi
ég aðstoða visindamenn við dul-
rænar rannsóknir. Þá fannst
mér það ótrúlegt, en nú, þegar
ég er orðin 48 ára, er þetta orð-
Þau sambönd, sem ég hefi er-
lendis, eru mjög mikilvæg. í
Bandaríkjunum er allt annað
viðhorf til þessarra rannsókna,
en það getur liðið langur tími
þangað til hægt verður að
leggja fram haldgóðar stað-
reyndir. Fram að þessu er það
eina sem við getum sannað að
þessi hárfínu tæki, sem við not-
um, nema vel sambandið við
heim hinna látnu.
— Hefir yður nokkur tíma
misheppnast?
— Það get ég ekki sagt, en
stundum hefi ég misskilið þann
boðskap, sem ég hefi fengið. En
ég er á framfarabraut. Ég hefi
lært mikið, meðal annars að
forðast þau áhrif sem undir-
vitundin getur haft á miðils-
sambandið. Ég er líka farin að
skilja að óskhyggjan er tilgangs-
laus.
en finn alltaf nærveru hans. Ég
skil það alltaf þannig að það
sé hann sem flytur mér „hugs-
anir“ frá andaheiminum.
— Hvernig tekur fólkið á
miðilsfundunum þessu?
— Mjög misjafnlega. Þeir
sem „hafa eitthvað á samvizk-
unni“ eru stundum hræddir við
mig. Þeir eru dauðhræddir um
að „hinir látnu“ munu Ijóstra
einhverju upp. Það er þá oft-
ast hentugra fyrir þá að hinir
látnu séu látnir. Margir halda
líka að ég „sjái“ eitthvað með-
an á miðilssambandi stendur.
En það geri ég ekki, sem betur
fer. Það er nóg að finna út-
streymi frá svo mörgu fólki.
Hroki og öfund gera þetta út-
streymi óþægilegt og nóg er til
af slíkum tilhneigingum.
— Hvernig er þetta miðils-
ástand yðar?
kemur til mín. Ég verð að sinna
þessu sambandi, svo lengi sem
hann eða hún eru við. Það er
fyrst þegar ég legg frá mér sím-
ann að hversdagsleikinn kemur
aftur til mín. Straujárnið, jú
ég hafði ósjálfrátt tekið það úr
sambandi, að minnsta kosti í
þetta sinn.
— Ef allir hafa einhvern
verndarengil, hvernig skýrið
þér þá allar þœr ógnir sem dag-
lega ske?
— Við megum ekki gleyma
því að það eru mennirnir sjálf-
ir, sem kalla allar þessar ógnir
yfir náungann. Til að leita að
einhverskonar rökum, verðum
við að snúa okkur að endur-
holdgunarkenningunni. Breyt-
ingin skeður innra með mann-
inum sjálfum. Ef hugsunin er
góð, verður verknaðurinn eftir
því. Ástandið í dag er þannig
EG VEIT
AÐ HINIR
Frú Astrid Gilmark frá Uppsölum
er þekktasti miðill í Svíþjóð og víða um heim.
Sænska sjónvarpið tók nýlega upp
klukkutíma þátt með henni. Hér svarar
hún nokkrum spurningum um líf
sitt sem miðill og hvernig það sé að
umgangast jafnt lifendur og dauða, ef svo
má segja...
LÁTNU LIFA
in staðreynd. Við tilraunirnar
er notað EEG (elektroencefalo-
gram, sem mælir heilastarfsem-
ina) af mjög nákvæmri gerð.
Það hefir margt merkilegt
komið fram við þessar rann-
sóknir, en þar sem þessar rann-
sóknir eru ennþá á byrjunar-
stigi, ef svo má segja, þá er
ekki hægt að skýra ýtarlega frá
þeim. En það er hægt að sanna
að „eitthvað skeður“. Þessi ná-
kvæmu tæki, sem mæla starf-
semi heilans, taka fljótt við sér,
þegar samfíand næst við
hina framliðnu. Starfshópur-
inn, sem er að reyna að gera
ljósa þá atburði, sem mér finn-
ast ósköp eðlilegir, hefir náð
góðum árangri á mörgum svið-
um. Ég vil alls ekki hafa neina
leynd yfir þessum tilraunum,
en við verðum að ná það greini-
legum árangri, að vísindamenn-
irnir, sem eru svo nákvæmir,
verði ánægðir. Þar sem para-
sálfræðin nýtur ekki mikilla
styrkja ennþá, þá verðum við
að fara varlega og kosta tilraun-
irnar að mestu leyti sjálf.
— Hafið þér sérstakan stjórn-
anda og eru sannanir fyrir því?
— í fyrstu voru það aðrir
miðlar, sem sáu hann. En svo
hefir hann birzt mér tvisvar í
draumi. Og eftir því sem mið-
ilssamband mitt varð sterkara,
hefi ég fundið meiri áhrif. Það
skeði þegar ég sá hann raun-
verulega í fyrsta sinn- Hann
bað mig að kalla sig Caesar, en
nafnið benti ekki á neina per-
sónu, sem ég kannaðist við. Ég
reyndi að leggja fyrir hann
spurningar. En hann svaraði því
að mér væri það nóg að vita að
hann væri í þjónustu Krists og
ætti að færa mannkyninu sann-
leikann Ég væri aðeins verk-
færi.
Það verður að teljast rétt að
hann er til. Aðrir miðlar (sem
hjálpa mér) geta lýst honum,
án þess að hafa samband hvor-
ir við aðra og þeim ber alltaf
saman.
Ég finn alltaf fyrir honum,
finn titring eða sveiflur frá
honum. Ég sé hann ekki alltaf,
— Það er mjög þægileg til-
finning. Það er eins og mér sé
lyft á vængjum, eins og að
vera laus við líkamann og það
er stórkostleg tilfinning.
í miðilsástandi er eins og vit-
undin flytjist til. Ég hefi oft
óskað þess að geta notað þetta
ástand fyrir sjálfa mig. Ég á,
til dæmis son í Ástralíu, ég
gæti þegið að „heimsækja"
hann. En slíkt get ég ekki
ákvarðað sjálf. Ég er og verð
venjuleg sænsk húsmóðir, sem
hefi verið kjörin til þess að
flytja boðskap frá öðrum heimi.
Stundum finnst mér þetta
ástand óbærilegt. Það getur
hent að ég sé í sakleysi að
strauja þvottinn minn og þá
hringir einhver kona til mín og
mig langar mest af öllu til að
segja henni að ég sé upptekin.
Ég stend þá hikandi, man
ekki einu sinni hvort ég hefi
tekið straujárnið úr sambandi.
Svo finn ég þennan titring og
hinar hversdagslegu hugsanir
hverfa mér, og hinn látni
sem konan er að spyrja um,
að hið góða er oft troðið í svað-
ið. En í öllu þessu öngþveiti
bjargast þó sumir á yfirnáttúr-
legan hátt og þá er það sem við
tölum um „óskiljanlegt lán“ og
„ vérndarengla".
— Eruð þér hrœddar við
dauðann?
— Nei, síður en svo, þótt ég
elski lífið. En ég hefi sjálf heim-
sótt þann heim, sem ég kalla
„hin björtu heimkynni".
— Vitið þér nokkuð um yð-
ar eigin framtíð?
— Já, ekki get ég neitað því.
En ég held að það sé yfirleitt
ekki hollt fyrir manneskjurnar
að vita fyrirfram atburði líð-
andi dags. En samt getum við
ekki skotið algerlega frá okkur
hugsuninni um komandi kyn-
slóðir.
— Getið þér gefið upplýsing-
ar um óupplýsta glœpi?
— Ég hefi oft verið beðin um
það. Ég hefi líka verið beðin að
finna týnda ketti og ótrúa eig-
inmenn. Það get ég ekki. Ég
hefi ekki hlotið slíka „hæfi-
leika“.
9. TBL. VIKAN 7