Vikan


Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 9
Þegar Maurice Chevalier var aðeins tólf ára gamall, var hann þegar Hér er önnur mynd af hinum tólf ára gamla leikara, Maurice Chevalier. byrjaður að leika á sviði. Og svo skemmtilega vill til, að á þessari Hann leikur hér í revíu. Fáa grunaði þá, að hann ætti eftir að standa á gömlu mynd ber hann þegar gula stráhattinn, sem siðar varð tákn hans. sviðinu nær óslitið í tæpa sjö áratugi. gómaskap. Hann var oftar lík- ur barni en heimsborgara. Þeg- ar hann skemmti í borginni Kansas City í Bandaríkjunum árið 1969, heimsótti hann í leið- inni Truman, fyrrum forseta. Á eftir sagði Chevalier og and- lit hans ljómaði af gleði og undrun: „Getið þið hugsað ykkur, — hann tók á móti mér eins og ég væri mikilmenni." Eitt sinn var Maurice boðið að dvelja daglangt í ævintýra- uinhverfinu Disneyland. Hann undi þar yfir heila helgi og gladdist eins og barn yfir þess- ari „vin í veröld, sem stendur í báli“ eins og hann orðaði það. Þessháttar einlægni í tali gerir öll viðtöl við hann skemmtileg og óþvinguð. Þegar blaðamaður .spurði hann eitt sinn, hvort tennur hans væru hans eigin, svaraði Maurice brosandi: „Ef þér rekist einhvern tímá á 78 ára gamlan mann, sem hefur allar tennurnar í lagi, þá megið þér skila hamingjuósk- um til hans frá mér.“ Margir furðuðu sig á því, hvers vegna maður á hans aldri, legði svo mikið erfiði á sig, án þess að þurfa þess nauðsynlega með. Helmingi yngri menn en hann fengu sig fullsadda á svo erilsömu starfi og fylgir skemmtiiðnaðinum. Chevalier gat ánægður yfirgefið sviðið og setzt í helgan stein og átt ró- legt og þægilegt ævikvöld. Hann sóttist ekki lengur eftir frægð og virðingu, hvað þá peningum. Þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar í Holly- wood, skiptu árstekjur hans mörgum milljónum króna. Á hinu glæsilega heimili hans fyr- ir utan París blasti við á veggj- um hvert dýrindis málverkið eftir annað eftir málara eins og Cézanne, Renoir, Utrillo og Vlaminck. Hann var löngu þekktur um allan heim sem sér- stakur persónuleiki og skemmti- kraftur. Að líkindum hefur enginn leikhúsmaður komið oftar fram fyrir fullu húsi að- dáenda. Hann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum og sýndur hvers konar sómi og virðing. En hver var þá ástæðan til þess, að hann dró sig ekki í hlé eítir svo langt og vel heppnað ævistarf? Hann svaraði sjálfur þeirri spurningu með því að segja, að sá sem snúi baki við vinnu sinni, horfi beint í aug- un á dauðanum. Aðeins einu sinni á ævinni glataði hann lífsgleðinni og starfslönguninni: Árið 1922 varð hann fyrir taugaáfalli, sem leiddi til sjálfsmorðshugleið- inga. En hann sá að sér og til að safna kjarki til að geta stað- ið á leiksviði frammi fyrir Par- ísarbúum, þvingaði hann sig kvöld eftir kvöld til að skemmta í fámennum sveita- bæjum. Loks áræddi hann að halda til höfuðborgarinnar, og þar vann hann mikinn persónu- legan sigur. Allt fram á síðasta dag gat það hent, að hann yrði skyndi- 1» 9. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.