Vikan - 02.03.1972, Blaðsíða 10
Hreyfingar Chevaliers á sviðinu, þegar hann dansaði og veifaði strá-
hattinum, urðu smátt og smátt sigildar. Hér tekur hann sporið með
Sacha Distel.
K
Þetta eru elztu myndirnar, sem
til eru af leikaranum Maurice
Chevalier. Hann er aðeins tólf
ára í elskhugahlutverki. Mynd-
irnar fundust ekki fyrr en mörg-
um áratugum síðar — og Cheva-
lier var sannarlega skemmt, þeg-
ar hann sá þær.
iega gripinn leiksviðsskrekk.
Þá tilfinningu yfirvann hann
með því að leiða hugann að
hinu iöngu liðna þunglyndis-
tímabili.
Að baki hinni ótrúlegu at-
orku Maurice Chevaliers lá ó-
seðjandi þörf til að nema og
fræðast. Skólaganga hans var
ekki löng, en hann bætti það
upp með sífelldri þekkingarleit.
Þegar gamall vinur hans einn,
leikarinn Charles Boyer, benti
honum á, hversu mikinn fróð-
leik mætti afla sér með bók-
lestri, þá hóf Maurice að lesa
bækur fyrir alvöru og smátt og
smátt eignaðist hann hið ágæt-
asta bókasafn.
Lestraráhugi hans olli því, að
hann varð líka gripinn löngun
til að skrifa. f fyrstu skrifaði
hann ekki fyrir aðra en sjálfan
sig, þvi að skriftirnar léttu á
hjarta hans og veittu andlegri
starfsorku útrás. En að því kom,
að þekktur franskur útgefandi
taldi hann á að safna saman
hugleiðingum sínum og fá þær
gefnar út á prenti.
Bókin sá dagsins Ijós. Hún
fékk góða dóma og seldist vel.
Fieiri bækur komu því á eftir.
Sú síðasta heitir „80 Berges“,
og þar segir Chevalier meðal
ann'ars'
„Aldrei hef ég litið á mig sem
rithöfund. Ég hef skrifað til að
hjálpa mér áð finna sjálfan mig.
Og hver veit nema hinar opin-
skáu játningar mínar geti orð-
ið til þess, að einhverjir aðrir
eigi auðveldara en áður með að
meta hið góða í tilverunni.“
Maurice lagði sig fram um að
læra eitthvað af hverjum þeim,
sem hann umgekkst. Gestir þeir
sem hann bauð til snæðings
með sér, voru úr ýmsum þjóð-
félagsstéttum. Hann drakk reið-
innar ósköp af kaffi og kaffi-
kannan hans var stór og marg-
brotin, nánast vél, eins og þær
sem við sjáum á veitingahúsum.
Þegar gestirnir skoluðu niður
hverjum kaffibollanum á fætur
öðrum, var húsráðandanum
skemmt. Aldrei tókst honum
betur en þá að halda uppi
skemmtilegum samræðum.
Afstaða hans til ellinnar var
beggja blands. Eitt sinn sagði
hann um hana: „Þar sem maður
hefur ekki vald yfir tímanum,
er bezt að sleppa alveg að ergja
sig yfir, bvað hann líður stund-
um fljótt.“ Oðru sinni sagði
hann hins vegar: „Ef maður
fylgist ekki með tímanum og
því sem lífið hefur upp á að
bjóða, þá er manni ofaukið í
tilverunni.“
Enska leikkonan Hermione
Gingold, sem söng með Maurice
dúettinn skemmtilega í kvik-
myndinni „Gígí“, gleymir al-
drei morgninum, þegar hún
birtist í leiksalnum klukkan
sex, klædd gömlum síðbuxum
og ópúðruð í framan. En þá
var Maurice þegar mættur, ó-
Á hinum glöðu millistríðsárum var Chevalier þegar orðinn heimsfrægur
skemmtikraftur og persónuleiki. Þessi mynd er tekin árið 1924, og hann
er þarna að skemmta með Dolly-systrum.
10 VIKAN 9. TBL.