Vikan - 02.03.1972, Side 13
til að virða fyrir sér nýju
kennslukonuna. Daniéle gekk
ákveðnum skrefum upp að
kennaraborðinu og tók nýja
krít, sneri svo baki í alla þrjá-
tíu nemendurna og skrifaði á
svörtu töfluna:
FRELSI ER HUGARÁSTAND
(Paul Valery)
Svo sneri hún sér við.
— Hvað segið þið um þetta?
sagði hún svo.
Umræðurnar héldu áfram á
kaffihúsinu. Þau yirðast taka
mig fram yfir billjardstofuna,
hugsaði Daniéle og taldi þau
sem sátu í kringum hana. Það
voru sex piltar og fimm stúlk-
ur. Þeim var frjálst að fara eitt-
hvað annað. En það var greini-
legt að þau höfðu áhuga á henni
og það voru ellefu manns, hugs-
aði hún, það var betra en nokk-
ur doktorsgráða. Hún brosti.
Það var gott að hún stakk ekk-
ert í stúf við þau, þarna ríkti
fullkominn skilningur.
En hún vissi að almenningur
myndi taka til þess, tala um
að hún færi með nemendum
sínum á kaffihús. En það gerði
ekkert til. Hér segja þau mér
hug sinn allan. Nú voru þau að
tala um fjárhagshliðina.
— Þér segið að maður vinni
til að framfleyta lífinu, þér þor-
ið ekki að segja að maður vinni
til að auðgast, sagði ein stúlkn-
anna.
— Ég leyfi mér ekki að segja
það, Therése, vegna þess að það
er ekki satt.
— En þér, sagði Gérard, —
hve mikið fáið þér í laun? Álíka
mikið og verkstjóri?
— Já, álíka mikið.
— Væri ekki betra ef þér
hefðuð tíu sinnum hærri laun?
spurði Marc.
— Bæði já og nei. Mér þætti
leitt að verkstjóri fengi tíu
sinnum lægri laun en ég.
— Það eina rétta er að allir
fái meiri laun, sagði háðsleg
rödd, en enginn hló. Daniéle
fékk sting í hjartað, það var
engin lausn, það eru til önnur
verðmæti en peningar og eign-
ir. Hvernig átti hún að skýra
það fyrir þeim?
— Og ef aðeins eru til pen-
ingar, sagði Gérard skyndilega,
— þá er það kannski vegna þess
að það eru engin önnur v^rð-
mæti eftir. Það eru ekki lengur
til eyðieyjar, enginn kærleiku.r,
ekkert líf. .
Hann roðnaði og bölvaði i
huganum, feiminn vegna þess
að hann hafði látið þessar hugs-
anir í ljós. Öll hin töluðu hvert
í kapp við annað. Daniéle horfði
dálítið undrandi á Gérard. Svo
hugsaði hún ekki meira um
þetta og á næstu vikum gleymdi
hún þessu.
Herra Leguen var að stilla út
í gluggann á bókaverzlun sinni.
Hann var friðsamur og rólegur
maður. Hann elskaði konu sína
og var mjög ánægður með bók-
salastarf sitt. Börn hans tvö,
Sylvia og Gérard voru vel upp
alin börn, skylduráekin og hon-
um til mikillar gleði. Það var
sjálfsagt að lofa unga fólkinu
að skvetta úr sér, en hann hafði
aldrei haft áhyggjur af börnum
sínum, enda höfðu þau visst að-
hald. Hann setti alltaf eitthvað
af framúrstefnubókmenntum í
gluggann sinn og sjálfur var
hann yinstri sinnaður, en hann
fyrirleit ofbeldi.
Hann hallaði sér upp að dyra-
póstinum, fékk sér svolítið
ferskt loft, meðan hann reykti
síðustu sígarettuná af fjórum,
sem hann skammtaði sér yfir
daginn.
Það heyrðist í bílflautu.
Herra Leguen tók sígarettuna
úr munninum og hneigði að-
eins höfuðið, til að sýna að
hann hafði tekið eftir farþeg-
um bílsins. Frú Leguen leit líka
út um gluggann á annarri hæð,
en Sylvía, sem var þrettán ára,
þaut niður stigann. Hún hljóp i
gegnum búðina, kyssti föður
sinn á kinnina og flýtti sér upp
i bílinn. Daniéle sat við stýrið
og Gérard við hlið hennar, það
var líka hann sem hafði flaut-
að. Herra Leguen brosti glað-
lega, þau voru ánægð og
áhyggjulaus. Hann var líka
stoltur yfir því að kennslukon-
an, sem var mikils virt sem
kennari, skyldi umgangast
börnin hans. Það hlaut að vera
gott fyrir þau. Herra Leguen
veifaði glaðlega, þegar Renault-
inn ók frá húsinu.
Veturinn hafði verið mildur.
Klíkan frá kaffihúsinu, með
Daniéle í broddi fylkingar, fór
í skíðaferð upp í Alpana. Á
daginn héldu þau til í skíða-
brekkunum í svimandi hæð og
á kvöldin hittust þau við borð
á barnum, alveg eins og á kaffi-
hpsinu heima í Rouen, en nú
voru þau rjóð í kinnum af úti-
verunni.
Á miðnætti árið 1967, kysst-
þau oll, og Gérard, sem
þgfði lagt armana um axlir
Daniéle, fann ýlinn og mýkt-
ina frá líkama hennar undir
þu.nnri þlússunni. Hann þrýsti
henni fastar að sér. — Gleðilegt
ár, madame, sagði hann hátt, en
hann fann til taugaóstyrks.
Nokkrum dögum síðar voru
þau öll komin í skólastofuna,
þar sem steinveggirnir voru
alltaf rakir. Það skéði ekkert
markvert, það var engu líkara
er. að tíminn stæði kyrr; þó
hafði einhver málað eggjunar-
orð á vegg í Nantes og í febrú-
ar voru fyrstu flugritin send
út, flugrit, sem voru undanfari
hinna örlagaríku uppþota við
frönsku háskólanna.
Hafið þér lesið Lenin? skrif-
aði herra Leguen á svörtu töfl-
una í sýningarglugga sínum.
Það brast í transitortækinu
bak við bóksalann. Það var að
liða að fréttatíma í útvarpinu.
Herra Leguen hafði eitthvert
hugboð um það sem efst var á
baugi í fréttunum.
— Það verður bylting, hafði
Gérard sagt kvöldið áður.
— Bylting er allt annað,
svaraði Leguen alvarlegur i
bragði. — Það er ekki hægt að
gera byltingu á einum degi.
— Þetta eru ekki lengur
kröfugöngur, það er uppþot!
skaut Gérard inn í.
— Já, já, við skulum segja að
það séu uppþot. En hvað með
verkamennina?
Það heyrðist í bílflautu fyrir
utan og hann sá son sinn flýta
sér til dyra. Strákskömminn!
Það hlaut eitthvað að vera að
ske.
Gérard stökk upp í bílinn,
sem beið hans. Daniéle sat við
stýrið og lék sér að flautunni:
— Þetta er aðeins upphafið, við
höldurn haráttunni áfram'.
Herra Leguen hristi höfuðið
imeð föðurlegum svip og veifaði
vingjarnléga til hennar.
Áður én Gérard steig upp í
bílinn, leit hann upp í glugg-
ann, þar sem móðir hans stóð.
Hann kvaddi hana með því að
rétta upp krepptan hnefann og
brosti. Nú var hann búinn að
láta sér vaxa skegg. Börnin
og heimurinn breyttu um útlit.
Dauft bros lék um andlit frú
Leguen, en það hvarf fljótlega.
Gérard settist upp í Renaultinn.
Daniéle varð að hemla, þegar
hún hafði ekið nokkur hundruð
metra, það var alger umferð-
arhnútur.
Nú voru slagösðin orðin hátt-
bundin og bílflauturnar tóku
undir hróp þeirra sem voru í
kröfugöngunni. Daniéle lét bíl-
flautu sína taka undir. Fimm
hundruð metrum frá þeim hafði
einhver kastað steini í lögreglu-
þjón, en Daniéle og Gérard
vissu ekki um það. Lögreglan
svaraði með táragassprengjum
og lögregluþjónarnir óðu fram
í gasmekkinum.
— Gestapo! öskraði mann-
fjöldinn. Daniéle sveigði bíln-
um inn á hliðargötu og ók til
skólans.
Þau óku inn um hliðið, þar
sem rauðu og svörtu fánarnir
blöktu hlið við hlið. Verðirnir
voru farnir, en í þeirra stað
stjórnuðu nokkrir nemendur
umferðinni.
Kennararnir stóðu nokkuð
afsíðis og Daniéle fór til þeirra.
Hún átti erfitt með að láta
heyra til sín, hávaðinn frá
hópnum, sem hafði tekið sér
stöðu fyrir framan skólann
jókst.
— Guénot er með okkur!
hrópuðu skyndilega nokkrir
nemendanna.
Daniéle leit hikandi á þá en
sneri sér svo að samstarfsmonn-
um sínum. Hún brosti vand-
Framhald á hls. 49.
Umræðurnar héldu áfram á kaffistofunni. Þar fann Daniéle að þau tóku
hana í sinn hóp . . .
9. TBL. VIKAN 13