Vikan


Vikan - 02.03.1972, Page 32

Vikan - 02.03.1972, Page 32
Cat Stevens „HRÆDDUR VIÐ AÐ VERÐA BRJALAÐUR" hann vera. Á hljómleikum sem hann hélt í San Antoio í Texas skömmu fyrir áramót, varð framkvæmdastjóra hljómleik- anna það á að ganga yfir svið- ið fyrir aftan Cat á meðan hann söng síðasta lagið. Þurfti ingi- bergurinn að ræða eitthvað við öryggisverði, og þetta var eina leiðin sem honum var fær. Cat varð óður: „Gekk hann virkilega yfir sviðið hjá mér? Hver djöfull- inn heldur hann eiginlega að hann sé? Hvaða rétt hefur hann til að ganga yfir sviðið á meðan ég er að syngja?“ Honum var gefin ástæðan. „Mér er bara andskotans sama. Hann lítur út eins og einn af þeim sem aldrei hefur þurft að reyna neitt á sig. Al- drei þurft að vinna eða berjast, helvítis þrjóturinn!“ Síðan var hann einn. Hljóm- leikunum var lokið og búnings- herbergið var fullt af fólki, en hann sat þögull og horfði fram fyrir sig. Fólk gerði sér grein fyrir því að hann var ekki í beinni þörf fyrir félagsskap og hann sat aleinn. Á hótelum, i bílum, flugvélum og reyndar hverju sem er, þá er hann alltaf einn. Ef hann ekki situr og hugsar, þá teiknar hann eða skrifar í snjáða stílabók. Ef til vill er hann að semja texta eða Ijóð. Cat Stevens kemur fyrir sem taugaveiklaður og næmur mað- ur, enda er það lýsingin sem gamlir skólafélagar hans í Hammersmith College of Art í London gefa honum. Cat var þar við listnám í eitt ár, og má til að mynda sjá árangurinn af veru hans þar á umslögunum um plötur hans. „Tea for the Tillerman" og „Teaser and the Firecat“. Það var í listaskólan- um sem hann fór fyrst að semja lög. Upptököustjóri nokkur hjá Decca heyrði í honum á segu]- bandsspólu, varð hrifinn af því sem hann heyrði, og sá til þess að Cat komst á samning hjá Deram-fyrirtækinu, einu af undirfyrirtækjum Decca, en Deram átti þá ekki nema fáa mánuði ólifaða. Framháld á hls. 43. Cat Stevens, eða Stephen Georgiou, eins og hann heitir fullu nafni, æfir ásamt gítarleikara sínum, Alan Davies. Jafnvel í margmenni er Cat Stevens einn. Hann er ekki mikið gefinn fyrir að tala við fólk og hefur hálfgerða and- styggð á blaðamönnum. — Við- töl eru svo þreytandi, segir hann. — Blaðamenn vilja vita allt og sumir kafa svo djúpt í mann, að ekkert er eftir sem maður á sjálfur. Þessi geysivinsæli söngvari kemur manni fyrir sjónir sem einlægur og vingjarnlegur unglingur. Á vissan hátt er hann það, til dæmis í ljóðum sínum; bezt eru þau þegar þau verða til eins og hann sagði einhverntíma frá tilurð „Moon- shadow“: „Það var á Spáni. Ég fór þangað einn, aleinn, til að losna við ysinn í kringum mig og sitthvað fleira. Eitt kvöldið fór ég niður á ströndina og dansaði fyrir öldurnar og sjálfan mig. Það var alveg stórkostlegt. Máninn skein bjartur og glamp- andi og ég dansaði og söng og þannig varð þetta lag til. Það eru svona augnablik sem mað- ur þráir til að semja .. Ef við sjáum fyrir okkur mann dansa í fjörunni, þá dett- ur okkur örugglega í hug grikk- inn Zorba. Cat Stevens er grískur í aðra ættina og þaðan hefur hann vafalaust villi- manninn í sér og ef til vill hef- ur hann einnig þaðan þann eig- inleika að vera ekki alltaf jafn vingjarnlegur og manni finnst 32 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.