Vikan


Vikan - 02.03.1972, Page 35

Vikan - 02.03.1972, Page 35
EMIL ZATOPEK Electrolux uppþvottavél * 10—15 þúsund kr. ódýrari * Hraðvirkari (7—8 min.) * JEnginn upp- setningarkostnaður * Hentar alls staðar Hæð 50 cm, þvermál 53 cm * Tekur af 5 manna borði a. m. k. * Tengist við heitt vatn (blöndung) * Kr. 19.000,00 með afborgunum * Staðgreiðsluafsláttur. © Vdrumarkaðurinn hf. J Ármúli 1 a - Sími 86-113 Framhald af bls. 15. Þeir iðkuðu leikfimi, léku knattspyrnu og æfðu hlaup, það voru dásamlegir dagar. — Þar sem boltinn er, þar er Zato- pek, sögðu félagar hans. Sjálf- um fannst honum hann vera lélegur knattspyrnumaður. — Galiu vinur hans var talin bezti spretthlauparinn i götunni. Þegar hann heyrði um áður- nefnt hlaup Zatopek skoraði hann á vin sinn í kapphlaup. Galiu vann naumlega, enda var hann sjö árum eldri. Þrátt fyr- ir ágæta hlauparahæfileika, vai Zatopek ekki hrifinn af að keppa á íþróttamótum. Hann kunni bezt við sig úti í náttúr- unni. Dvöl með félögunum i skóginum var dásamleg, en þeir héldu oft upp á skólafríið með skógarferð. Það kom stundum fyrir að Zatopek gleymdi sér og þá komu foreldrar hans með lukt í hönd að leita að honum. Bezt af öllu var þó þegar faðir hans fór með honum í fjalla- ferðir. upp á efstu tinda. Síðan gistu þeir hjá vini i einum af dölunum. Enn í dag minnist hann bragðsins af súrmjólkinni og hins dásamlega ilms af ný- slegnu heyinu. Zatopek gekk vel í skólanum og var iðinn við námið. Kennaranum þótti vænt um hann. Einu sinni sagði hann við Zatopek: Það sem ég kann bezt við í fari þínu er, að þú ert heiðarlegur. Faðir hans hafði fyrst hugsað sér að senda son sinn í Kenn- araskólann,. en slíkt var dýrt og aðsókn mikil að skólanum. Zatopek var fátækur og þess- vegna lá leið hans til Bata- verksmiðjunnar í Zlin. Hann fann fljótt fyrir hinni hörðu líísbaráttu. Hann skrifaði al- d\ei heim um erfiðleikana. Mót- lætið sem hann varð stundum fyrir. herti hann. Oft var hann kominn að því að gefast upp. en hinn mikli áhugi fyrir efna- fiæði kom í veg fyrir það. Hann þyrsti eftir þekkingu og notaði ailar sínar frístundir til að lesa og læra. í hans augum voru íþróttir lúksus, sem hann hafði hvorki tima né efni á að stunda. Þessvegna hafði hann engan áhuga á götuhlaupi verksmiðj - unnar. Hann hóf aftur lestur- inn, en var brátt truflaður af vmnufélögunum, sem komu hlaupandi inn í kennslustofuna. — Hér er hann, hrópuðu þeir. Við höfum leitað að þér um allt. Flýttu þér nú Zatopek. Hlaupið hefst eftir hálftima. Hann stóð gramur upp og gegn vilja sinum fór hann með þeim. Nú var ekki undankomu auðið lengur. Þeir komu á síðustu stundu til hlaupsins. Þátttak- endur voru um eitt hundrað. Zatopek hafði reynt allt til að komast hjá því að hlaupa. í dag er hann auðvitað glaður yfir því, að hafa hlaupið, því að annars er alls ekki víst, að hann hefði nokkurntíma tekið þátt i keppni. Þeir eru ófáir íþrótta- mennirnir, sem hafa verið upp- götvaðir af hreinni tilviljun. Þá hljóta þeir einnig að vera margir, sem hafa hlaupara- hæfileika, en eru aldrei upp- götvaðir sem slíkir. Vegalengdin var um 1400 metrar. Hlaupið hófst og marg- ir fóru greitt í upphafi, en aðr- ir létu sér fáu um finnast og tóku lífinu með ró. Zatopek hljóp viljalaust í miðjum hópn- um. Ætti ég að taka á? Hvað hefði pabbi viljað? Sem svar við þeirri hugsun, kom svarið: Allt sem þú gerir, Zatopek, skaltu gera vel. Zatopek jók hraðann ósjálfrátt. Honum leið betur. Hann hljóp mjúklega og taktfast. Einstaka hlaupari fór fram úr honum. Það mátti ekki ske. Hann jók enn hraðann og fór fram úr þeim aftur. Hann tekur eftir því, að félagar hans eru stifir og móðir af áreynsl- unni. Sjálfur hleypur hann létt og án mikillar áreynslu. Keppn- isskapið hefur nú vaknað og hann tekur á öllu. Hvað skyldi hann komast fram úr mörgum enn? Fólkið hrópar og veifar. Zatopek er orðinn annar, hann bekkir þann sem er fyrstur, það er vinur hans Krupicka. Allir höfðu spáð Krupicka sigri, en hann hafði æft vel og lengi. Brátt er hlaupinu lokið og hann kemur í mark. Gott, Zatopek heyrði hann sagt í kringum sig, þú varðst annar. — Þarna sérðu sagði Krupicka, — þú sem vild- ir ekki vera með, en verður síðan annar. Zatopek var ánægður, en áhuginn var ekki vaknaður fyrir alvöru. Það var gaman að verða annar i hlaup- inu, en þetta var aðeins eins og hvert annað atvik, sem síðan gleymdist. Hann hafði gert skyldu sína með því að taka þátt í hlaupinu og nú var því öllu lokið. — Þú færð lindar- penna í verðlaun var honum sagt, en það hafði engin áhrif á hann. Hann klæddi sig og ætlaði heim. Zatopek, hrópaði einn af kennurunum. t næstu viku fer fram boðhlaup, og þú verður að vera með. Ég hefi valið boðhlaupssveitina. Hann var súr á svipinn. Þeir geta varla þvingað mig til þess. hugsaði hann gramur. Þá kom Krupicka aftur til hans. Hann var jafnglaður yfir árangri Zatopeks og sínum eigin. Zato- pek, þú ert fæddur hlaupari. Þú verður að æfa með mér. Áhugi hans gladdi Zatopek, en hann gat ekki skilið hvers- vegna hann þyrfti að skipta um skoðun og breyta framtíðar- áætlunum, þó að hann hlvti önnur vérðlaun í hlaupi. — Þú varðst annar í dag, sagði Krup- icka. — Það skiptir engu máli, anzaði Zatopek. Þetta er í síð- 9. TBl. VJKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.