Vikan - 02.03.1972, Side 44
ast mikið og maður veit nokk-
urn veginn við hverju má bú-
ast frá honum. Ekki er ýkja
mikill munur á þessum þremur
plötum hans og er því erfitt að
segja til um hver er bezt. All-
ar hafa þær að geyma sömu
hugmyndirnar, sömu hljóð-
færaskipan og hljóðfæraleik og
sömu tilfinningar, þær er áður
eru raktar. Stíll hans er mjög
sérstakur, og hann hefur ó-
venjulegan hæfileika til að
tvinna saman vel unnar „com-
mercial“ melódíur og persónu-
lega, nær frumstæða texta.
Þessi stíll hans er vinsæll eins
og er og því er ekki mikil
ástæða fyrir hann til að breyta
til, en gaman væri að sjá frá
honum texta jafn fágaða og þá
sem James Taylor gerir eða þá
eitthvað svipað sem Van Morri-
son hugsar svo djúpt. En
kannski er betra að Cat haldi
áfram að semja lög á sama hátt
og hann samdi „Moonshadow",
þannig er hann ekta og þannig
eru lög hans aðeins einskonar
„framlenging“ af honum sjálf-
um.
„Mér finnst fólk dýrka allt
sem ég geri. Það er erfitt að
segja um sjálfan sig að nú geri
maður þetta og svo hitt eða eitt-
hvað svoleiðis. En það er mér
nauðsynlegt að reyna eitthvað
nýtt, jafnvel þótt það takist
ekki og auðvitað verður mér
að mistakast öðru hverju. Ég
hlusta ekki á lögin sem eru
efst á vinsældalistunum. Það er
búið og gert og gerir ekkert
annað en að þreyta mann. Ég
vil hlusta á fólk sem er að
berjast fyrir músík sinni. En
ég vil ekki stæla neinn, mér
finnst gaman að því sem ég er
að gera sjálfur. Ég er til dæm-
is voðalegur gítarleikari (hann
er stöðugt með annan gítarleik-
ara með sér), en ég vil ekki
læra að spila á gítar. Margir
hafa boðist til að kenna mér, en
ég vil það ekki. Þetta er ágætt
svona, er það ekki?“
PÓSTHÓLF 533
Framhald. af bls. 33.
legg ykkur því aS hafa sam-
band við Lista- og skemmti-
deild sjónvar'psins og spyrj-
ast fyrir um þetta hjá að-
ilum sem einhverju ráða.
3. Á meðan þeir eru til hlýtur
að vera von, og mér er kunn-
ugt um að gerðar hafa verið
tilraunir til að fá þá hingað
á Listahátíðina í vor, en eftir
því sem þeir sjálfir hafa lát-
ið hafa eftir sér í erlendum
blöðum og tímaritum, virð-
ast möguleikarnir ekki mikl-
ir; það mikið er að gera hjá
Rolling Stones þessa dagana
og auk þess er Jagger orðinn
giftur maður og ráðsettur
faðir, þannig að hald manna
er nú að hann sé búinn að
missa allan vind sem for-
dæmi uppreisnargjarnrar
œsku!
P.S. Litið sé ég því til fyrir-
stöðu við tœkifœri.
TROBROT ...
Framhald af bls. 33.
díói Péturs Steingrímssonar. Er
töluvert af athyglisverSum plöt-
um í undirbúningi og ber þar
hæst LP-pIötu með Shady
Owens (Fálkinn), en hún er nú
alkomin heim og komin í Nátt-
úru (með Jóhanni G. Jóhanns-
syni, Sigurði Ámasyni, Björg-
vin Gíslasyni, Ólafi Garðars-
syni og Áskeli Mássyni).
Áður en þeir Gunnar, Rún-
ar, Jökull og Magnús halda til
Kaupmannahafnar, hafa þeir
hug á að halda hljómleika hér
heima, en ekki hefur endan-
lega fengizt loforð fyrir hús-
inu sem þeir hafa í huga — en
óhætt er þó að fullyrða að það
er ekki Háskólabíó, Austur-
bæjarbíó eða Laugardalshöllin.
Skömmu áður en þeir félag-
ar hófu fríið, brá ég mér í Sig-
tún til að hlusta á þá og satt
að segja varð ég fyrir von-
brigðum. Hljómsveitin, sem að-
eins nokkrum mánuðum áður
hafði verið þung og þétt rokk-
hljómsveit, var orðin að eins
konar beinni útsendingu á
„Óskalögum sjúklinga“. Að
vísu voru þeir eingöngu með
ný og nýleg lög, en langflest
þeirra heyrir maður í útvarp-
inu daglega. Vissulega kemur
þetta heim og saman við það
sem einhvers staðar var haft
eftir Gunnari Jökli, að þeir
vildu einbeita sér að því að
skemmta fólkinu á dansleikj-
unum, en samt vil ég halda
því fram að „fólkið“ er búið
að fá nóg af „Chirpy Chirpy
Cheep Cheep“, almenningur,
við, vill heyra þróaða og vand-
aða tónlist — og ekki sízt frá
hljómsveit eins og Trúbrot.
ÁÐ LEIKA FÍL
Framhald af bls. 17.
Alla leiðina heim hafði hún
hughreyst sjálfa sig með þeirri
tilhugsun að mamma myndi
hlusta á hana meðan þær
drykkju te við eldhúsborðið,
og síðan segja eins og venju-
lega þegar eitthvað verulega
skelfilegt hafði skeð: — Taktu
það ekki svona nærri þér, elsk-
an mín litla! Ég skil að það
hlýtur að vera hræðilegt nú,
en hugsaðu þér þá bara hvað
það gerir til eftir hundrað ár?
En í dag sagði hún ekkert. Og
Beth fór upp í herbergi sitt.
í heila klukkustund lá hún
í rúminu og starði í loft upp,
og hlutir sem naumast rúm-
uðust í þrettán ára heila henn-
ar þrengdust að. Móðir hennar
og þessi maður. Höfðu þau . . .?
Hún reyndi að sjá mömmu
sína litlu — lengdina hafði hún
erft frá föður sínum — fyrir
sér í faðmi einhvers ókunnugs
manns, og sú tilhugsun var i
senn spennandi og ógeðsleg.
Það var aldimmt í herberg-
inu og veðrið versnandi;
krapaslettur skullu á gluggan-
um. En Beth kom sér ekki að
því að kveikja ljós eða draga
niður rennitjaldið. Hún hug-
leiddi hvað pabbi myndi gera
ef hann frétti þetta. Myndi
hann þjóta af stað og lúberja
þennan dularfulla John?
En Beth gat ekki ímyndað
sér pabba sinn berja nokkurn.
Ekki pabba sinn. Pabbi var
mjög hávaxinn og allmyndar-
legur maður, og hann yfirgaf
heimili sitt og kom þangað aft-
ur með skjalatösku í hendinni.
Það var engu líkara en þessi
taska væri gróin við hönd hans.
Pabbi vann að skjölunum sín-
um langa stund hvern dag eft-
ir miðdegisverðinn, kom svo
inn í dagstofuna, lét fallast í
hægindastól. og horfði á sjón-
varpið hálfluktum augum.
Þau rifust aldrei, pappi og
mamma. Beth hafði aldrei
heyrt til þeirra nein dramatísk
rifrildi, sem gátu staðið í ein-
hverju sambandi við dular-
fulla elskhugann. En það vissi
hamingjan að þau töluðu ekki
mikið saman heldur.
Eiginlega hafði hún aldrei
hugsað út í það hvernig það
væri milli mömmu og pabba.
Það hafði nægt að þau höfðu
alltaf verið þarna saman öll
þrjú, pabbi og mamma og hún,
lítil og örugg fjölskylda. Beth
settist við skrifborðið með
kennslubókina í líffræði fyrir
framan sig og byrjaði á teikn-
ingu af meltingarfærum kan
ínunnar. Henni tókst ekki vel
upp. Þegar pabbi kæmi heim,
myndi hún segja honum frá
leikritinu og hann hlaut að
skilja hvað þetta var óréttlátt.
En þegar hún sat á móti hon-
um við matborðið og sá hann
moka upp í sig án þess að hægt
væri að sjá að hann hefði hug-
mynd um hvað hann var að
44 VIKAN 9. TBL.