Vikan - 02.03.1972, Page 50
gekk fram hjá Daniéle, sem
stóð kyrr og hljóð.
— Þeir bíða eftir okkur á
skrifstofu samtakanna. Flýttu
þér nú!
— Já, já, tautaði herra Le-
guen og tók saman blöðin. Hann
gekk svo til dyranna.
— Afsakið, sagði herra Le-
guen.
Hann benti til dyranna og
Daniéle gekk út.
Hún leit ekki um öxl, þegar
hún kom út á gangstéttina og
hún leit ekki heldur upp í
gluggann á fyrstu hæð. Hún
steig upp í Renaultinn og skellti
bílhurðinni fast á eftri sér, ók
síðan af stað.
Bóksalinn horfði á eftir
henni.
— Þessi vill blanda sér í bylt-
inguna, sagði hann háðslega. —
Það væri betra að hún gerði
hreint fyrir eigin dyrum.
__ Bylting er aðeins handa
karlmönnum, sagði Nobelt há-
tíðlega.
Herra Leguen leit á hann og
þakklætið skein úr augum hans.
Þeir skildu hvor annan.
Uppi á lofti sat Gérard, öfug-
ur á stól í miðju herbergi sínu
og hallaði höfðinu fram á stól-
bakið: hann beit saman vörun-
um, þegar hann heyrði Renault-
inn aka af stað.
Síðustu mínúturnar hafði
hann haft löngun til að fara
niður, en hann stóðst freisting-
una. Ástandið var of alvarlegt
til þess að hann vildi eiga það
á iiættu að auðmýkja Daniéle
fyrir framan ókunnuga.
Hann vissi ekki hve lengi
hann sat svona.
/ nœstu
— Við höfum ekki gert neitt
af okkur, sagði hann um kvöld-
ið, þegar hann var kominn heim
til Daniéle.
— Nei, sagði Daniéle.
Þau sátu á gólfábreiðunni og
hölluðu sér upp að veggnum.
Synir Daniéle, Marc og Patrick,
voru í eltingaleik um íbúðina.
— Hvað eru þau svona
hrædd um? sagði Gérard.
— Það liggur í augum uppi,
sagði Daniéle og brosti dauf-
lega.
— Já, nokkurn veginn, en
það er samt ekki nógu augljóst,
sagði Gérard. — Ég á það sem
kallað er frjálslynda foreldra.
Þau eru jafnvel sammála okkur
stjórnmálalega séð. Hvað er þá
að. Eru þau alltaf að látast eða
ljúga?
___ Þau eru kannski að ljúga,
en þau vita ekki af því.
Gérard stóð upp, hann var
orðinn óþolinmóður. — Það er
Fjörutíu
stormasöm
ár meS Liz
Hún er fertug, móSir, tengda-
móðir og amma. HingaS til
hefur Marlene Dietrich veriS
talin fegursta amma heims,
en nú verður hún aS afsala
sér þeim titli. Við honum
tekur eggin önnur en Eliza-
beth Taylor. ViS byrjum að
birta ævisögu hennar i
næsta blaði.
Hjónabandið er happdrætti
Maður skyldi aldrei velja sér maka sjálfur, heldur láta
forsjónina gera það, segir Gut de Maupassant i bráð-
smellinni smásögu. Bakkus konungur valdi eiginkon-
una fyrir aðalpersónu sögunnar — og tókst það með
einstökum ágætum.
Bangla Desh-hljómleikar
Hljómleikarnir, sem George Harrison, Ringo Starr, Bob
Dylan og fleiri heimsfrægar stjörnur héldu til ágóða
fyrir Bangla Desh, þykir einhver bezt heppnaði popp-
konsert, sem efnt hefur verið til. Við birtum frásogn og
litmyndir frá honum næst.
Hver næst?
Vikan birtir svipmyndir
af kunnum mönnum í
formi persónulegra
spurninga. Hver skyldi
verða fyrir valinu í
næsta blaði?
Hvað gerist?
Framhaldssagan um
frönsku kennslukonuna
og nemanda hennar,
sem hún verður ást-
fangin af, er hafin.
Hvað skyldi gerast í
næsta hluta hennar?
sagði hann svo. Já, horfðu svo
á mig.
Hann leiddi hana að speglin-
um. Hún sá þau, hlið við hlið.
Hann setti upp valdsmanns-
svip, til að sýnast eldri og það
var ósköp barnalegt. En annars,
já, hún sá ungan mann við hlið
ungrar konu. Hún snerti ósjálf-
rátt kinn sína með fingrinum ..
— Fjandinn hafi það, við
voru nákvæmlega jafn gömul
fyrir viku síðan, jafnmikill ald-
ursmunur á okkur. En engum
datt í hug að leggja fram nokkr-
ar spurningar þá.
mér að kenna, ég hefði ekki átt
að vera svona opinskár við þau.
Við hefðum átt að fara meira
með leynd.
— Nei, sagði Daniéle áköf.
__Maður verður að taka því
sem að höndum ber. Ef maður
heldur einhverju' leyndu, slepp-
ur maður við spurningar, en
það er nauðsynlegt að hafa
spurningar, þá hefir maður
meiri möguleika á að finna rétt
avör. Faðir þinn hefir lagt fyr-
ir okkur spumingu, við verðum
að finna rétt svar.
Gérard hló, svolítið háðslega.
— Faðir minn hefir ekki lagt
neina spurningu fyrir okkur.
Hann vill heldur ekki heyra
svarið...
— Við verðum þá að láta
sem hann hafi spurt. En ég er
ekki viss um svarið. Faðir þinn
minnti á nokkuð, sem ég hafði
gleymt...
Gérard leit spyrjandi á hana.
— Aldur minn, sagði Dani-
éle.
— En það er hlægilegt, sagði
' Gérard. — Líttu á sjálfa þig,
— Mér var þetta ekki ljóst
fyrir viku. Mér fannst allt ó-
sköp eðlilegt þá.
Hún færði sig til hliðar og
hristi sig.
-— Ég þarf að fá ferskt loft,
sagði hún.
Jafnvel gæzlufólkið í Jardin
des Plantes var í verkaflli.
Verðirnir sátu að dominospili
fyrir framan varðklefann, sem
var prýddur rauðum klút í fána
stað.
Það brakaði í mölinni undir
fótum þeirra. Gérard tók hönd
hennar. Hún dró hana ekki til
sín, en hún þrýsti ekki heldur
hönd hans.
— Sjáðu til, sagði hún, — áð-
ur hugsuðum við ekki svo
mikið um þetta. Það gprum við
nú. Við ákveðum að hittast.
Það gerum við í ákveðnum til-
gangi. Það getur verið að við
verðum að ákveða að hittast
ekki oftar.
— Við förum nú ekki að
hlaupa eftir skipunum föður
mins, eins og krakkakjánar!
Daniéle nam staðar og virti
hann fyrir sér.
— Það er ekki spurning um
að hlýða eða óhlýðnast, sagði
hún. — Það eina sem gildir er
að við svíkjum ekki okkur sjálf.
Hún gekk af stað aftur. Gér-
ard tók í arm hennar og hélt
henni til baka.
— Ég er ekki að svíkja sjálf-
an mig! sagði hann æstur.
— Ertu viss um það? Ertu
viss um að þú sért ekki ein-
göngu að þrjózkast við föður
þinn ...
Gérard sneri henni við og
vafði hana örmum. Hann ætlaði
að loka munni hennar með kossi
en hætti við það og horfði í
alvar'eg augu Daniéle. Spenn-
an í svip hans hvarf og glað-
legt bros ljómaði á ásjónu hans.
—. Það er furðulegty sagði
hann lágt. — Ef faðir minn
hefði ekki þrumað yfir mér, þá
hefði mér kannski aldrei orðið
ljóst að ég elska þig ...
Framhald i nœsta blaði.
50 VIKAN 9. TBL.