Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 16
FRAMHALDSGREIN FRÁSÖGN BARBÖRU Ég heyrði ekki þegar barið var að dyrunum að mótelherbergi okkar. Mammg.talaði við einhvern og ég man að það fyrsta sem hún sagði var: Ó, nei. nei. — Hvað er það? spurði ég. — Stewart hefur orðið fyrir slysi, sagði hún við mig. — Það er hérna maður frá lögreglunni. Stewart var strákurinn sem ég var með og hann hafði heilsað upp á okk- ur fyrr um daginn. Mamma byrjaði að draga frá slag- brandinn til að opna dyrnar. — Opnaðu ekki! hrópaði ég. Ég veit ekki hversvegna. En ég vildi ekki að hún opnaði. Ég sá byssuna áður en ég sá mann- inn. Hann hélt henni fyrir framan sig er hann hratt upp hurðinni. Han'n var stór vexti, í skinnjakka, gulri treyju og svörtum buxum. Hann hélt dyrunum opnum með vinstri hendi og allt i einu kom önnur manneskja rjúkandi inn. Ég hélt að hún væri lítill drengur. Hann var með andlitshlíf af þeirri gerð, sem skíðamenn setja á sig þegar mjög kalt er. Ég var eiginlega ekki hrædd. Þið kannist við að stundum, þegar manni bregður verulega í brún, verður mað- ur sallarólegur. Mamma fékk heldur ekkert móðursýkiskast, hún varð bara reið. Við héldum að það ætti að hirða af okkur allt fémætt. Hún sagði: — Takið peningana okkar og skart- gripina og hypjið ykkur svo! — Við gerum yður ekkert mein, sagði maðurinn. — Setjist á rúmið. Hafið hendurnar fyrir aftan bak. Við ætlum að binda yður, en við gerum yður ekki mein. Hann otaði byssunni að höfði mér. Ég sat og sneri mér til veggjar og hlaupið snart vinstri þunnvanga minn. Ég var sem frosin. Ég var ekki í neinu nema síðum náttkjól og nærbuxum. Ég vék til höfðinu og sá móður mína á rúminu. Drengurinn hafði lagt hana á rúmið og var nú að binda druslu fyr- ir andlit henni. Hún barðist á móti. — Það er bara klóróform, alveg hættulaust, sagði maðurinn. Ég hlýt að hafa trúað honum, því að ég sagði: — Mamma, ekki veita mót- spyrnu! Maðurinn dró mig á fætur og ýtti mér t.il dyranna. Drengurinn kom hlaupandi á eftir. Þetta hefur allt tek- ið í hæsta lagi tvær-þrjár mínútur. Maðurinn hélt traustataki um hand- legg mér. í annarri hendi bar hann byssuna. Fyrir utan stóð bíll með vél- Ég var enn í hálfgerðum svima af klóróforminu þegar karl- maðurinn lagði mig á jörðina. Fætur mínir héngu fram af grafarbarmi . . . mamma hafði komið fljúgandi frá Mi- ami til að annast mig á móteli. Ég varð þess var að bíllinn ók yfii nokkur járnbrautarspor. Síðan var beygt til vinstri og bíllinn stanzaði. Bifreiðin hafði ekið tæpan stundar- fjórðung. Maðurinn steig út úr bílnum og nú sá ég andlit hans allgreinilega. Bezt man ég eftir augunum, litlum og eins og áfjáðum. Hann var myndarlegur og eitthvað djöfullegt við hann. Ég vissi ekki ennþá hvernig hún leit út. Hún var alveg svartklædd — í svartri treyju, svörtum stretsbuxum. Maðurinn sagði: — Haltu niður á henni höfðinu svo að hún sjáj ekki hús- ið. Og í þetta sinn verðurðu að svæfa hana! Stúlkan dró á sig stóran. svartan hanzka og bjó sig undir að hlýða skip- uninni. — Nei, mótmælti ég. — Hef ég ekki hlýtt ykkur í einu og öllu? Ég ætla ekki að reyna að strjúka. Maðurinn kom nær. — Jake og strák- arnir höfðu gröfina of djúpa. Þau ætla að drepa mig og grafa, flaug mér í hug. Ég verð að taka eitthvað til bragðs. Ég reyndi að kasta mér út um bíl- dyrnar. En hann stillti sér í veg fyrir ina i gangi. Maðurinn ýtti inér inn i aftursætið. Drengurinn settist í það við hlið mér. Maðurinn sagði: — Svæfðu hana. En ég vildi ekki láta svæfa mig með klóróformi. Ég flýtti mér að segja: — Nei, það er engin þörf á því. Ég skal halda höfðinu niður í staðinn. Ég skal ekki líta á ykkur. Ég vil ekki vita hvernig þið lítið út. Ég lagði höfuðið á hné drengnum. Mér var kalt og ég skalf. Hann lagði hönd á kin'n mér. — Hún er veik. Hún er með hita. Þetta var alls enginn drengur. Þetta var stúlka. Hún talaði með sterkum, spænskum hreim. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Hún er kúbönsk, sjálf- sagt frá Flórída. Þetta hlýtur að standa í einhverju sambandi við pabba. Faðir minn og bræður hans Frank og Elliott eiga eitt stærsta byggingafyrirtækið í Flórída. Ég fór nú að skilja að mér hafði ver- ið rænt, að fyrirhugað var að krefjast lausnarfjár fyrir mig. Ég var nú orðin hrædd og mér var enn kaldara en fyrr. Ég var með inflúensu. Ég las þjóðhag- fræði í Emory-háskólanum í Atlanta, og svo margir stúdentar þar höfðu smitast af flensunni að sjúkradeildin var yfirfull. Það var þessvegna að IKLÓM RÆNING7A Si'ytjdinlu srplrinbrr tiHiH uur Iiarhurn, ti>itu</ri ilúltur /• lúriilu-aiiúkijfiniisin.s Robrrts F. Macklr ni’iit o</ luin grufin lifuncli i /iröiu/ri kislti. /iur srin i/rrt uur rúð fi/rir uð súrrfnið rntist i sjö sólurbritu/u. Rtrnini/jurnir. tiittiu/u o</ /iriiji/ju úru i/unuill tiu/tluislinuir uð nufni (iuri/ Strn- rn Krist o</ liittiu/u o</ srx útru i/öinnl ústkonu luins, Rutli Fisriiuuin-Srhrirr kröfðust húlfrur inilljónur ilolluru i la usnitri/jultl <></ /xið (júrnuu/n útori/- uði Robrrt Murklr /x'f/ur i stuð. Fn /xitt sdo uð i rinu o</ ölht oieri furið <ið fi/rirnueluni iiuinnrtrniiu/juiuui, Iwcrnii/ nur /><i htetjt uð vrru öriu/gur iim uð />rir t/rðu rkki i/ri/mir ofboði o</ drtvpii Rurböru nu/ti uð siður? ()</ ini/iuli Rurburu. srm oftin ú ullt ixir urik, luililu út iloölinu i jörðu niðri tin ju'ss uð vrrðu brjúluð? Kruftuvrrk nui kullu uð luin ski/ltli konuist lífs uf úr ivvintijri />rssii. kuð rr ntvstiun óskiljunlrt/t uð luin ski/ltli liftt uf /><i uiullrt/u rttun, snn ilvölin i kistunni vur brnni. mig og lýsti framan í mig með vasa- ljósi. — Mig minnir þú segja að þú ætlað- ir að hegða þér vel! — Ég get ekki andað, sagði ég. — Nefið er stiflað. Stúlkan virtist kenna í brjósti um mig. Hún lagði hönd á handlegg mér. — Ó, en hvað þér er kalt. Þú mátt fá treyjuna mína. — Ó, þakka þér fyrir, sagði ég. — Þú ert góð . . . Ég reyndi að koma mér í mjúkinn hjá henni. Nú kom maðurinn inn afturí og batt hendur mínar og fætúr. — Þú skilur auðvitað að þér hefur verið rænt, sagði hann. Ég þagði. — Við förum fram á smáupphæð i skiptum fyrir þig, sagði hann og hló við. — Það getur tekið smátíma, en faðir þinn borgar áreiðanlega. En hlust- aðu nú á. Það er mikilvægt. Við hugs- um okkur að setja þig í herbergi neð- anjarðar. Það er svo stórt að þú getur gengið þar um. En þú getur ekki feng- ið loft nema með rafhlöðu. Hún dugar í sjö sólarhringa. Það er lampi þarna niðri líka, en ef þú hefur alltaf kveikt á honum, endist rafhlaðan ekki nema fimm sólarhringa . . . Herbergi neðanjarðar? Rafhlaða? Ég skildi hvorki upp né niður. Hann hélt áfram: — Það er hús hérna nálægt og við komum hingað aðra hverja klukkustund til að sjá til þess að þú reynir ekki að komast út. Þú verður undir vatni. Undir vatni? Herbeigi undir vatni? í Atlanta i Georgíu? Hann hélt áfram: — Það er dæla í herberginu. Ef vatn fer að streyma inn skaltu setja dæluna í gang. Þá kvikn- ar á lampa i húsinu og kiukka hringir, svo að við vitum hvað er á seyði. En gerðu enga tilraun með það. Takist þér að gera þó ekki -sé nema smárifu í vegginn, streymir vatnið inn og drekk- ir þér. Fleira sagði hann en ég botnaði ekki neitt í neinu. Ég tók fram í fyrir hon- um: — Nei! Nei! Ég skil ekkert. Þið getið ekki gert það! Þið skiljið ekki hvernig það verður! -— Ójújú, sagði hann. — Ég hef setið i fangelsi. Ofsahræðsla var að ná tökum á mér. — Elsku góöu, lofið mér að vera i húsinu, næstum æpti ég. — Bindið mig, gerið hvað sem ykkur sýnist, en grafið mig bara ekki lifandi! — Nei, það gengur ekki, sagði hann byrstur. En hann virtist hugsa málið, því að hann bætti við: — Það verð ég að bera undir foringjann. Skilur þú fyrirmælin? — Nei, nei! Ég botna ekkert í þvi, sem þér voruð að segja! — Allt í lagi, sagði hann. — Ég skal þá fara yfir þau aftur. Og hann fór með þuluna á nýjan leik, hraðmæltari að þessu sinni og hljóp yfir smáatriði. Hann sagði að ef ég reyndi að brjótast út niyndu skor- dýr skríða inn til mín. Maurar, sem gætu étið mig upp til agna. — Kveiktu ekki á lampanum, nema þú komist ekki hjá því. Þá endist loftið í viku. — Vertu ekki hrædd, Barbara, sagði stúlkan. — Við komum aðra hverja klukkustund og athugum hvernig þér líður. Karlmaðurinn kom auga á hringinn minn. — Ef faðir þinn fær hann send- an þarf liann ekki að efast um að þú ert á okkar valdi, sagði hann og tók af mér hringinn, sem var með ópal, en það er hamingjusteinn minn. — Við ætlum að g«fa þér sprautu, sagði karlmaðurinn, cn aðeins með hálfum krafti. Þá verðurðu svo róleg að þér er sama hvað skeður. Stúlkan tók náttkjólinn upp um mig. Framhald tí bls. i7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.