Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 32
hennar var afbrot Framhaldssaga eftir Pierre Duchesne. Þriðji hluti Ast SkítkastiS og ofsóknirnar létu ekki á sér standa. Það kom eins og holskefla yfir þau bæði. Hve lengi gátu þau þolað þetta ástand? Daniéle hlýddi skipun hans vélrænt. Herra Leguen fleygði sér á bílinn og reif upp hurð- ina. Gérard færði sig frá, en þá skall hann á öxl Daniéle. Hann greip stýrið. Framundan var vegatálmun vegna götu- viðgerðar. Gérard tók aft- ur á bak og steig á bensín- gjafann. Bíllinn fór í gang með rykk. Hurðin, sem Leguen hélt í með hjálp Noblets rifnaði frá að hálfu leyti, en mennirnir misstu takið. Gérard bakkaði á fullri ferð út úr götunni. Annar bíll kom frá hliðargötu og það munaði minnstu að árekstur yrði. Nokkur blótsyrði kváðu við í svölu kvöldloftinu. Gérard varð að halda í hurðina með annarri hendinni en stýra bíln- um með hinni, burt frá fólk- inu, eins langt burt og hann komst. Þegar þau voru komin heim í íbúð Daniéle, var eins og þau væru komin í notalegt virki, sem skýldi þeim fyrir hinni köldu og hatursfullu veröld fyrir utan. Þau voru sem dofin og riðuðu á fótunum. Þegar þau gengu inn, þrýstu þau sér hvort að öðru eins og til að fullvissa sig um að þau væru saman, enginn hafði getað aðskilið þau. Þegar Daniéle var búin að kveðja barnfóstruna, slökkti hún ljósið og fleygði sér upp í legubekkinn. Hún var með kuldaskjálfta. — Þau koma örugglega hing- að á eftir okkur, sagði Dani- éle. — Finndu hvernig ég titra. Ég hef aldrei staðið andspænis slíku hatri. Þú getur ekki ver- ið hér. Ég veit ekki hvað við eigum að gera, Gérard. Ég þoli ekki öllu meira. — Þú mátt ekki gefast upp, sagði Gérard lágt. Hann setti plötu á fóninn. Tónlistín virtist koma langt að, einhvers staðar langt bak við dauft suðið í nálinni. — Segðu ekkert, hlustaðu, sagði Gérard og strauk hend- inni um enni Daniéle. Þau lokuðu bæði augunum og létu berast með tónlistinni. Þau heyrðu ekki fótatakið í stiganum. Þau vildu alls ekki heyra það. Svo glumdi dyrabjallan og þeim fannst þessi óendanlegi hljómur væri að negla þau föst. Daniéle settist upp. — Þetta er faðir þinn, hvísl- aði Daniéle, skelfingu lostin. Það var hringt aftur, lengi. Hljóðið var óþolandi og þeim fannst það væri óendanlegt. Gérard varð ofsareiður og hristi höfuðið þegar hann stóð upp til að opna. En Daniéle hélt aftur af honum. Að lokum hætti hrigningin. Þögnin varð ennþá verri. Hring- ingin hafði þó útilokað þau frá að hugsa. Svo heyrðist haturs- full rödd bóksalans. — Ég kem aftur, þegar þið hafið lokið ykkur af. Ég kem aftur. Þau heyrðu þungt fótatakið, þegar hann gekk niður stig- ann. Daginn eftir kallaði rektor Daniéle á sinn fund í miðri kennslustund. Ég hef lokað augunum fram að þessu, sagði rektor í upphafi máls síns. — É'g hef leyft yður að nota yðar kennslu- aðferðir. Ég hef umborið setu yðar á kaffihúsinu með nem- endum. sunnudagaferðirnar og samkomurnar heima hjá yður. Ég hef þangað til nú látið hjá líða að minna yður á að þér hafið vissar skyldur í þá átt að sýna myndugleik gagnvart nemendum. Daniéle hlustaði undrandi á hann. Hann hafði „umborið"! Henni hafði fundizt hann hrein- lega eggja sig til að reyna nýj- ar aðferðir í kennslu og sam- neyti við nemendur og státaði af því að hafa í sinni þjónustu unga kennslukonu, sem ekki hikaði við að breyta aldagöml- um venjum og hafði sýnt að það hafði mjög jákvæð áhrif á námsafköst. Nú var vindátt- in breytt. nú vildi rektorinn sjálfur sýna myndugleik, sem hann talaði svo mikið um. — Það sýnir sig, sagði rekt- orinn kuldalega, — að þér haf- ið misnotað það vald sem yður var fengið . . . Hann pataði fyrirlitlega með höndunum. — Þér svífizt jafnvel ekki að ,,hýsa“ einn af nemendum yðar. Það get ég ekki umbor- ið og vil það ekki heldúr. — Einkalíf mitt kemur yður ekki við, sagði Daniéle. Hún talaði rólega. Rektorinn leit reiðilega á hana. — Einkalíf yðar kemur mér við, þegar það snertir nemanda úr skóla- mínum. — Ég skil ekki, sagði Dani- éle, — ég skil ekki á hvaða hátt einkalíf mitt truflar starfsemi skólans. - Starfsemi! sagði rektor. — Starfsemi skólans er ekki til umræðu hér! Þér stofnið til hnevkslis og svo eruð þér undr- andi yfir því að ég skuli vilja víkia yður frá starfi! Hann reis úr sæti sínu, eins og til að leggja meiri áherzlu á orð sín. Hann var mjög há- vaxinn, með útstandandi augu og ójafnar tennur. — Þér verðið að fara! sagði hann. — Þér verðið að segja upp starfi yða'r, fá yður flutta Loksins var þá komin ástæða, ekki einungis hatrið. Aþreifanlegur tálmi, sem Dani- éle gat tekið til meðferðar. — Ég hef ekki hugsað mér að sækja um að verða flutt, sagði Daniéle, næstum fegin. — Þér skuluð refsa mér eins og þér þorið. Líf mitt truflar ekki nokkra manneskju. Námsár- anffur í bekknum mínum er mjög góður. Nemendur 'mínir eru síður en svo hneykslaðir. — En foreldrar þeirra? — Ekki foreldrarnir heldur! Rektorinn hló aðeins, hann var líkastur malandi ketti, sem er nýbúinn að gleypa kanarí- fugl. — Jæja, svo þér haldið það? spurði hann með lymskulega mildri rödd. Augu Daniéle gneistuðu. Hún hafði hugboð um það sem koma skyldi. En hún vildi ekki trúa því. Henni fannst sem hún væri að missa fótfestuna. — Yður skjátlast, sagði rekt- orinn í smjaðurslegum upp- gerðartón. Hér er mótmæla- skjal . . .' Hann settist aftur og fór að leita í skjölunum á skrifborð- inu, án þess að taka af henni augun. Hún fann að augu henn- ar fylltust reiðitárum. — Já, það má segja að þetta sé bænaskjal, hélt hann áfram og veifaði framan í hana blaði, sigri hrósandi. — Og það er undirskrifað af foreldrum nem- anda yðar! Þeir fara fram á að skólayfirvöld taki í taumana til að binda endi á þetta hneyksli. Hneyksli! Skiljið þér það? Daniéle var orðin náföl. Hún stóð upp, eins og ósjálfrátt og hörfaði aftur á bak að dyrun- um. Rektorinn reis upp til hálfs og sló hnefanum í borðið. — Ég skal sjá til að þetta hneyksli verði stöðvað! Daniéle tók til fótanna. Það fór þytur um skólastof- una, þegar konan kom inn. Hún þóttist ekki verða vör við það og gekk upp að kennara- borðinu. Svo sneri hún sér að nemendunum. Hún sá alvarleg og hatursfull andlit . . . - Frú Guénot, sagði konan, — hefur sagt upp starfi af heilsufarsástæðum. Frá og með deginum í dag er ég frönsku- og latínukennari ykkar. Ekkert svar. Svo ýtti ein stúlkan orða- bókinni sinni út á borðbrún- ina. Konuna langaði til að vara hana við, segja henni að orða- bókin væri að detta, en það var of seint, — bókin féll á gólfið með dynk. Konan kipr- aði varirnar. Henni var ekki ljóst hvort 32 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.