Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 25
svo að þau ákváðu að slita samvistum í mesta bróðerni. MIKE TODD KEMUR TIL SKJALANNA Þegar Elizabeth skildi við W'ilding haíði hún hitt Michael Todd fyrir nokkru og það átti eftir að verða henni örlagarikt. Mike Todd var um það leyti orðinn heimsfrægur á sviði skemrntanaiðnaðarins. Hann hafði mikla hæfileika, dugnað, ríkt hugmyndaflug og lífsgleði til að bera. Mike Todd varð yfir sig hrifinn af Elizabeth Taylor við fyrstu sýn. Það var í fyrsta sinn sem svo stórbrot- inn og aðlaðandi maður hafði veitt henni athygli og frá upp- hafi var nánast háspenna á milli þeirra. Þau hittust fyrst um borð f skemmtisnekkju Todds, þar sem hann var að vinna að upp- töku kvikmyndar sinnar „Kringum jörðina á 80 dög- um“. Liz fannst hann jafn ó- mótstæðilegur og öðrum kon- um á undan henni hafði fund- izt. Þessi nýi maður í lífi henn- ar var af pólskum ættum; fað- ir hans var fátækur rabbíi, hann hafði aldrei fengið nokkra menntun, varð milljónamær- ingur meðan hann var eiginlega á unglingsaldri, en missti svo ailar sínar eigur, áður en hann varð tvítugur. Mike Todd græddi og tapaði með sömu lífs- gleðinni. Lifsþorsti hans og löngun til furðulegra ævintýra gerði líf hans áhættusamt og margbreytilegt. Það mátti segja að enginn dagur væri öðrum líkur. Mike Todd hafði mikið dálæti á fögrum hlutum, en þó alveg sérstaklega á fögrum konum. Marlene Dietrich var ein af þeim sem stóðst ekki t'áfra hans. „Kringum jörðina á 80 dög- um“ var fyrsta kvikmynd sem Mike Todd gerði og hann græddi á henni yfir 100 milljón- ir dollara. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var stórkost- legt og hann hafði alltaf lag á að fá framúrskarandi menn til að vinna fyrir sig og þeir treystu honum líka. STORMANDI TILBEIÐSLA Hressilegur stormur kom með Mike Todd inn í líf Eiizabeth Taylor. Hún féll algerlega fyr- ir honum. Um leið og hún var búin að tilkynna skilnað sinn og Michaels Wilding. var Todd kominn í símann til að krefjast þess að fá að hitta hana. Og það gerði hann, stutt og iaggott; ýtti henni inn á skrifstofu sina og tilkynnti henni, hátt og há- tíðlega, að hann elskaði hana og svo var hann rokinn og lét hana eina eftir, ringlaða, allt að því dáleidda. Hún fór svo til Kentucky, til að leika i kvik- mynd og Mike Todd sýndi að honum var alvara, þegar hann tjáði henni ást sína. Hann hringdi á hverjum degi og þeg- ar hann ekki gat tjáð sig með orðum, þá sendi hann henni stórkostlegar blómasendingar. Ef Elizabeth átti frí frá störfum, sendi hann einkaflugvél sína eftir henni, svo hún gæti eytt leyfinu með honum í New York. Hann bað hennar ekki aftur, þau giftu sig bara. Það var árið 1957. Elizabeth hafði þarna hitt mann, sem tók af skarið; hann réði, hún var einfaldlega ástin hans og hún nautþess. Elizabeth blómstraði meira en nokkru sinni áður, hún fékk sjálfstæði, öryggi og fótfestu í lífinu. Það eru til margar sögur um uppátæki Mikes Todd. Ein þeirra er frá Ástralíu. Hjónin voru á ferðalagi. Einn morgun- inn kvartaði Elizabeth yfir þvi að rúmið væri of lítið. Þegar hún kom inn í svefnherbergið um kvöldið, var komið þangað svo gevsistórt rúm að Todd varð að leigja næsta herbergi lika, til þess þau gætu hreyft sig. Annað sinn lá Liz á sjúkrahúsi, það var reyndar rétt fyrir brúð- kaup þeirra. Hún sagði þá við hann að sjúkrastofan væri svo leiðinleg að henni yrði flökurt. Næsta dag kom Todd í heim- sókn og hengdi upp á veggina þrjú málverk, eftir Renoir, Picasso og Monet, allt frum- myndir. LIZA TODD — KRAFTAVERKIÐ Aldrei hafði Elizabeth kynnzt slíku öryggi, sem hún naut í þriðja hjónabandi sínu og hún tilbað eiginmanninn. Þegar hún Framhald á bls. 44. 11. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.