Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 22
getur slokknað á vitum af
mörgum ástæðum. En þetta
hér, — það var öfugt og snú-
ið, — tímamerkin, ljósmagnið,
yfirleitt allt . . .
Mér varð hugsað til Jona-
thans, sem aldrei sleppti af
okkur augum, til að fullvissa
sig um að Ijósmerkin væru
rétt. Ég hugsaði til Mooney,
sem stóð með regnkápuna yfir
lampanum, meðan ég taldi
sekúndurnar. Ég hugsaði um
gatið á skerminum, sem ég
hafði haft svo mikið fyrir og
taugaæsinginn hjá sjálfum mér,
meðan ég var að gera þetta
gat og átti von á því að Jona-
than öskraði til mín á hverri
stundu. Þetta var allt svo til-
gangslaust nú, en samt gat ég
ekki annað en spurt Farelly:
— Sáuð þér ekki ljós í nokkr-
ar sekúndur. eftir að aðalljós-
ið slokknaði?
— Jú, ég sá það líka. En það
var aukaatriði, ég vissi að þetta
var ekki vitinn á Kumul.
Querol leit á mig með sam-
úðarsvip, áður en hann sneri
sér til Farellys. — Hvenær sá-
uð þér ljósið? spurði hann.
— Um miðnætti.
— Hvað gerðuð þér þá?
— Lagðist við akkeri. Það
var hörkusvipur kringum
munninn.
— 2g vissi að Convenant
var ein á þessum slóðum. Það
var ekki erfitt að reikna það
út að hvað sem hér var um að
vera, þá var það mér ætlað.
Ég gat ekkert gert í myrkr-
inu, en ég ætlaði sannarlega
ekki að liggja hér með ljósum
og sýna hvar ég var!
Um leið og dagaði fór ég að
athuga minn gang og ég var
rétt að því kominn að fara til
að aðgæta þennan furðulega
vita, þegar þið komuð í ljós.
Hann þagnaði og hrukkaði
ennið. — Er ekki tímabært að
þið segir mér hvað stendur eig-
inlega til hér?
Enginn svaraði. Mooney og
drengurinn voru niðurlútir
og Querol leit undan.
Eg leit ósjálfrátt yfir að Rita
Rina. Jonathan hlaut að hafa
heyrt samtalið. Að líkindum
hefur Farelly fylgt augnaráði
mínu, því að hann ýtti Jacky
frá sér og gekk í áttina að
Rita Rina.
— En þetta er bátur Jona-
thans? Þá hlýtur hann að vera
hér.
Þetta var ekki spurning.
heldur staðfesting. i?að var
auðséð að hugsanir hans voru
hálf ruglingslegar, en það var
aðeins andartak. Það var greini-
legt að hann skildi það sem
skeð hafði, varð sannleikurinn
ljós. Hann rétti úr sér og kall-
aði með hrjúfri rödd: — Þú
getur komið fram núna, þú
þarft ekki að fela þig lengur,
Jonathan.
Jonathan kom út úr káet-
unni. Bræðurnir horfðust í
augu. Þeir voru líkir, en þó
svo einkennilega ólíkir. Þegar
ég virti Jonathan fyrir mér,
sá ég hvernig Jonathan hafði
verið fyrir slysið og þegar ég
virti hann vandlega fyrir mér,
sá ég líka að slysið hafði skað-
að hann meira en aðeins á fót-
unum.
— Þú, það ert þú sem stend-
ur á bak við þetta? Það var
vottur af spurningu í rödd Da-
vids, eins og hann vildi ekki
trúa því sem hann hlaut að
vita. En svar Jonathans drap
þá von, sem hann kann að hafa
haft.
— Já, það var ég.
David þagði um stund, svo
sagði hann: — Við verðum að
tala um þetta. Komdu um borð
í Convenant.
Hvað þeir töluðu um þarna
inni í káetunni á Convenant
veit ég ekki og fæ aldrei að
vita. En þeir töluðu lengi sam-
an og þegar David að lokum
kom út, þá var hann einsam-
all. Hann sneri sér að okkur
og sagði: — Þið þurfið ekki að
hafa áhyggjur af Jonathan.
Við erum búnir að tala út.
Hann ætlar sjálfur að gefa
skýrslu til lögreglunnar í San
Sebastian. Hann þarf aðeins
svolítinn tíma til að átta sig.
— Hvað er hann að gera nú?
spurði Querol.
— Hann er að gráta.
Einmitt í þessu kom Jona-
than út. Mooney ætlaði að
hjálpa honum upp úr bátnum,
en hann hrinti honum frá sér.
— Ég er einfær um að komast
upp á bryggjuna. Það gerði
hann líka og haltraði í land á
leið inn á eyna. Ekkert okkar
reyndi að hindra hann og Da-
vid kinkaði kolli. — Hann
kemur aftur. Hann verður að-
eins að jafna sig í einrúmi.
Querol leit á hann. — Þér
getið ennþá unnið kappsigling-
una. Við tökum Jonathan með
okkur á Rita Rina. Þér þurfið
ekki að tefja lengur.
Farelly hikaði andartak. Svo
sagði hann: — Ágætt, við hitt-
umst þá aftur í San Sebastian
og getum talazt við um þetta
allt. Það liggur ekki allt ljóst
fyrir ennþá.
Hann fór um borð í Conven-
ant og við sáum hann strengja
seglin. Þá hljóp Jacky til hans.
— David, má ég ekki koma
með þér? Ég held ég geti ekki
afborið að sjá Jonathan aft-
ur . . .
David leit af Jacky á Querol,
sem kinkaði kolli. -—• Eins og
þú vilt, sagði hann. — Stökktu
þá um borð.
Andartaki síðar var Conven-
ant á leið til San Sebastian.
Þessu var þá öllu lokið. Querol
bað mig að sækja Jonathan og
hann kom með mér, án þess að
mögla. Það var ekki fyrr en
við vorum komin spölkorn frá
bryggjunni að hann sá að
Jacky var ekki með.
— Hvar er Jacky?
Ég hélt að Querol myndi
svara honum, svo ég þagði. En
Querol sagði ekki neitt og ofsa-
reiður lyfti Jonathan hækjunni
og barði mig í handlegginn.
— Hvar er Jacky?
— Fjandinn hafi það! öskr-
aði ég. Hvort sem hann var
sjúklingur eða ekki, þá var ég
orðinn hundleiður á þessum
kúnstum hans. — Hún er um
borð í Conventant.
Hann starði svo undarlega á
mig að ég fékk strax illan grun.
— Hvers vegna ertu að spyrja?
sagði ég. — Hvað vakir fyrir
þér?
Hann svaraði ekki en hvísl-
aði lágt: — Fór hún með Da-
vid? Á Convenant?
— Já. Hvað var að honum?
Var hann ennþá ástfanginn af
Jacky? Var hann afbrýðisam-
ur? Það leit sannarlega út fyr-
ir það.
En hann rétti snögglega úr
sér. — Við verðum að elta þau
og ná þeim, sagði hann í
ákveðnum róm.
Enginn svaraði honum og þá
öskraði hann illskulega: — Við
verðum að ná þeim, við verð-
um að ná Jacky!
Tortryggni mín var nú vak-
in. — Hvers vegna? spurði ég
og fann hvernig hnefar mínir
krepptust af sjálfu sér. Jona-
than leit æstur á mig. — Da-
vid fær ekki verðlaunin, ef ein-
hver er með honum um borð,
það er ekki leyfilegt.
Ég leit snöggt á Querol. —
Er það satt?
Hann var hikandi. — Ég
held ekki. Það hefur aldrei ver-
ið þannig áður. ég trúi ekki
að reglunum hafi verið breytt
í þetta sinn.
— En það er nú samt satt!
öskraði Jonathan. Svitinn
spratt fram á enni hans og efri
vör.
— Hér er ekki allt með
felldu, sagði ég við Querol. —
Hér er ábyggilega alvara á
ferðum.
—• Já, mér lízt ekki á þetta,
sagði Querol. Hann hrukkaði
ennið. - - En fjandinn hafi það,
hann getur ekki hafa skemmt
neitt um borð í Convenant.
Hann hefur ekki haft tíma til
þess.
Ég reyndi að muna hvert at-
vik. David hafði komið einn
út úr káetunni. En Jonathan
hafði líka komið mjög fljót-
lega á eftir honum. Hve lengi
var Jonathan einn? Ekki meira
en nokkrar sekúndur. Nei.
hann gat ekki hafa haft tíma
til að framkvæma skemmdar-
verk.
— Þið verðið að trúa mér,
sagði Jonathan í bænarrómi. —
Ég vil að David sigri. Það er
eina leiðin til þess að hann geti
fyrirgefið mér . . . É'g meina
það!
Hann fékk tár í augun og
andartak lá við að ég léti hann
blekkja mig, en þá datt mér í
hug að hann hafði leikið slík
brögð áður. Hann hafði notað
bæði bænir og tár . . . Þannig
hafði hann lokkað Jacky í
gildru, þegar hann tók hana
sem gísl.
— Hvaða skemmdarverk
hefur þú framið um borð í
Convenant? öskraði ég. Ég
hallaði mér í áttina til hans og
öskraði þessa spurningu aftur
og aftur, en hann hörfaði und-
an. — Ég hef ekki gert neitt!
— Þú lýgur!
—- Nei, ég sver . . .
— Þú lýgur! Ég gaf honum
utan undir, greip í axlir hans
og hristi hann. — Þú lýgur, þú
lýgur!
Querol sneri sér að mér. —
Vertu rólegur, Ross.
En ég sinnti ekki orðum hans
og æpti aftur. — Hvað hefurðu
gert við bátinn?
Rétt í því sá ég að Querol
féll um koll og lá grafkyrr.
Mooney sá það líka og flýtti
sér að taka stýrið. Drengurinn
Framháld á hls. 50.
22 VIKAN 11. TBL.