Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 39
VENUS- LUX HVÍLDARSTÖLLINN
Þægilegur - Stílhreinn - Fallegur
KomiS — Sjáið — sannfærist
líka en svo fór ég á hljómleika
hjá þeim og ekkert spennandi
skeði. Okkur finnst það trygg-
ing fyrir góðum hljómleikum ef
fóik stekkur á fætur. Þá finnur
maður að fólk er að skemmta
sér.
— Hefur þú fullkomna stjórn
A því sem þú gerir A sviðinu?
— Já, undantekningarlaust.
Ef einhver verður fyrir hljóð-
nemanum þegar ég hendi hon-
um til. þá er það hrein óheppni
og ég hef aldrei misst hann.
Yfirleitt er allt undirbúið sem
við gerum en ef við lendum á
stórum hljómleikum, eins og í
Madison Square Garden þar
sem við spiluðum sl. haust, þá
getum við verið dálítið óörugg-
ir til að byrja með. Yfirleitt er
það bó ekki nema i þremur
fyrstu lögunum eða svo.
— Telur þú þig vera í sam-
keppni við aðra söngvara?
— Já, samkeppni er góð fyr-
ir mann og ég er sjálfur í sam-
keppni við til dæmiá Mick
Jagger.
— Hvers vegna byrjaðir þú
að syv.gja?
— Fyrir utan fótbolta var
þetta það eina sem ég gat hugs-
að mér að ég hefði gaman af að
gera á fullu kaupi. Ég vildi ekki
fá mér einhverja venjulega
vinnu. ,
— Þú hefur sagst vera sósíal-
isti. Hvernig getur sósíalisti
verið jafii auðugur og þú ert?
— Að vísu hef ég ekki mik-
inn áhuga á stjórnmálum, en
foreldrar mínir voru í Verka-
mannaflokknum og sennilega er
það ástæðan fyrir því að ég álít
mig vera þar, annars veit ég
það ekki.
Allir mínir peningar eru í
fjárfestingum í Jersey. Þar' hef
ég átt bankareikning i mörg ár,
þvi ég vissi að einhvern dag-
inn yrði ég ríkur.
Ég er alls ekki haldinn neinni
sektartilfinningu yfir því að
vera ríkur. Ég veit nákvæm-
lega hvað ég á mikla peninga
en ég sé ekki ástæðu til að
segja neinum frá því. Ég veit
hversu miklum peningum ég
eyði og gæti þess að það sé ekki
of mikið. Peningar eru mér
mikilsverðir.
— Finnst þér ekki erfitt að
sameina það tvennt, að syngja
inn á plötur á eigin spítur og
að vera i Faces?
— Það eina sem við höfum á
móti okkur er tíminn. Sölar-
hringurinn er hreinlega ekki
nægilega langur, en við erum
núna að reyna að sameina minn
feril og hljómsveitarinnar. Við
eigum i dálitlum vandræðum
með hljómplötufyrirtæki, en
við erum á góðri leið með að
leysa úr því. Ég reyni að gefa
100% af sjálfum mér í bæði
mínar plötur og plötur hljóm-
sveitarinnar, en það er ekki
hægt og er þar að auki óréttlátt
gagnvart hljómsveitinni.
Sennilega förum við að því
þannig, að þeir spila allt inn
án mín, og svo tek ég við sjálf-
ur, set í lögin þennan persónu-
lega kontakt sem hefur verið á
olötunum mínum. En ég gæti
aldrei gert góða plötu án þeirra
og þegar við höfum sameinað
krafta okkar, þá gerum við
virkilega góða plötu. Þannig
verður þetta miklu heppilegra
fyrir alla aðila,
BlTLAR OG
FLEIRA FOLK
Framhald af bls. 19.
10 ára dóm fyrir að eiga tvær
marijuana-rettur, sat inni í tvö
og hálft ár og slapp þremur
dögum eftir konsertinn . . .
Jack Bruce fer í Mountain.
Það er að segja: Mountain eru
hættir og Bruce, Leslie West
og Corky Laing (báðir úr M)
stofna hljómsveit . . . Pappa-
lardi ætlar að helga sig upp-
tökustjórn . . . Hollies hafa
fengið nýjan söngvara, Mikael
Rickfors. Sá er sænskur og var
áður með sænsku hljómsveit-
inni Bamboo . . . Ný plata er
væntanleg frá Joan Baez (ef
hún kemur hingað á Listahá-
tíðina í vor verð ég brjálaður),
Á henni eru m. a. „Imagine"
eftir Lennon, 8 lög eftir Joan
og eitt eftir litlu systur henn-
ar, það fjallar um Janis Jop-
lin . . . Viðtal við Paul Mc-
Cartney í bandarískri útvarps-
stöð var allt sundurklippt. Paul
er orðljótur . . . Piata með
Lennon er væntanleg. Á ann-
arri hliðinni er Lennon með
Zappa (tekið upp á hljómleik-
um í New York) og á hinni
eru lögin sem hann söng á
John Sinclair hljómleikunum
. . . Gene Clarke, sem var einu
sinni í Byrds, hefur nýlega lok-
ið við plötu ásamt Terry Mel-
11. TBL. VIKAN 39