Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 19
Ómar Valdimarsson heyra &ra má Rod Stewart hefur tekizt það sem mjög fáum hefur tekizt síðan Bítlarnir voru allir vinir: að vera í efsta sæti vinsælda- listans beggja vegna Atlants- hafsins. Hann átti vinsælustu LP-plötuna, sem óþarfi ætti að vera að nefna, og „Maggie May“ var vinsælasta tveggja laga platan. Sjálfur hefur hann látið svo um mælt, að hann eigi eng- um að þakka velgengni sína nema sjálfum sér, en þegar maður veit að hann hefur ver- ið með nokkrum beztu R&B- hljómsveitum Bretlands, skil- ur maður hann betur. Þar á meðal má nefna Jimmy Powell and the Dimensions, the John Baldry All Stars, Steam Packet (þar sem Julie Driscoll var líka), Shotgun Express með Peter Green og Jeff Beck Group. Svo sannarlega ekki sloralegur hópur. Viðtalið sem fer hér á eftir var í Melody Maker: — Hvernig firmst þér að vera allt í einu álitin súverstjarna og að hafa verið kjörinn bezti söngvari Bretlands af lesend- um? — Mér finnst það gaman. Eg trúi því ekki, en ég er ánægð- ur með það. Ég nýt velgeng- innar og þess er henni fylgir — frægðar, peninga, stórra bíla og húsa. Mér finnst stórkostlegt að fá gullplötur — jafnvel þótt ég hengi þær á klósettið. Ég ætla að láta búa til klósettsetu úr einni. Allt of mikið af fólki reynir að láta það líta þannig út að það sé ekki hrifið af pen- ingunum og að það sé í tónlist tónlistarinnar vegna. Ég meina, ég elska músík, en ég væri ekki að þessu ef ég fengi ekki pen- inga fyrir það. —. Sagt hefur verið um skemmtikrafta sem nota jafn- mikla orku og þú gerir, að sviðsframkoma eins og þín sé frárás fyrir annað sjálf, alter ego... —• Ég held að þetta eigi ekki við um mig. Ég lít þannig á Framhald á bls. 36. Bítlar og fleira fólk... Halldór Kristinsson í Þrem- ur á palli á að leika aðalhlut- verkið í „Oklahóma" sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í vor . . . Free eru byrjaðir aftur — en sennilega ekki lengi . . . Jó- hann og Magnús frá Keflavík hafa lokið við að taka upp LP- plötu ... X. Rex hafa stofnað eigið hljómplötufyrirtæki, sem ber sama heiti . . . Quadrop- honic heitir það nýjasta í hljómburðartækni. í staðinn fyrir tvo hátalara eins og í stereo, eru fjórir. Væntanlega þarf maður fjögur eyru til að hlusta á það í heyrnartólum . . . Áformað er að gefa „Im- agine Lennons út í quadroph- one nú í vor . . . Joni Mitchell vinnur nú að fimmtu LP-plötu sinni, í þetta skipti fyrir Asyl- um Records . . . James Taylor sendir ekki frá sér nýja plötu fyrr en í haust . . . Bobby Doyle, Texasbúi og furðufugl, hefur tekið við söngnum í Blood, Sweat & Tears í stað D. Clayton-Thomas . . . Nýja platan með Carole King „Mu- Sic“, þykir ekki jafn góð og Tapestry . . . Paul Simon (án Garfunkels) hefur sent frá sér LP. Artie er alltaf að búa til bíómyndir . . . Seals & Crofts hafa sent frá sér nýja plötu og eru loks að verða heimsfrægir . . . King Crimson eru hættir, slógust á æfingu en verða samt að fara til Ameríku til að standa við gerða samninga . . . David Bowie er á hraðri uppleið og ekki að undra, „Hunky Dory“ er frábær plata . . . Carole King hefur eignazt dóttur, sem hef- ur verið skírð Molly Nora. Faðirinn er eiginmaður Car- ole, Charley Larkey, bassaleik- ari . . . Næsta LP frá Creedence Clearwater Revival verður „live“, tckin upp á hljómleika- ferðalagi þeirra um Evrópu ... CBS hafa sett á markaðinn tveggja platna albúm með Bob Dylan, „Bob Dylan Greatest Hits Vol. n“, mjög gott . . . Frank Zappa var hent niður í hljómsveitargryfju á hljóm- leikum í London nýlega og eru Mæðurnar atvinnulausar þar til hann sleppur af spítalanum. Áður höfðu tæki þeirra brunn- ið til ösku ásamt samkomuhúsi nokkru í Evrópu . . . Don Mc- Lean og „American Pie“ rekja sögu poppsins í ein átta ár, tví- mælalaust með því athyglis- verðasta sem heyrzt hefur í mörg ár . . . Enn er að koma út efni með Hendrix, það nýj- asta „Hendrix in the west“, mjög gott — hvað annað? Eitt laganna af „Band of Gypsies“ var ekki með ólíkan frasagang og annað lagið á síðari tveggja laga plötu Ævintýris. Ævintýri voru á undan . . . Hefur ein- hver tekið eftir því hvað „I don't know how to love him“ úr Superstar er líkt fiðlukon- sert í E-moll (annar þáttur) eftir Mendelsohn, . . . Paul Mc- Cartney hefur bætt gítarleik- ara í Wings, er það Henry Mc- — STEFÁN ÍSLANDI — íslenzk einsöngslög — Skagfirðingafélagið í Reykjavík með aðstoð Fálkans — LP, mono — KALP 41 Dregizt hefur úr hömlu að birta dóma um þessa plötu, sem kom út um sl. jól, seldist upp á örfáum dögum og kom síðan aftur í nokkuð stóru upp- lagi sem selst mjög vel. Það er alls ekki undarlegt, þar sem á þessari plötu eru flest þau lög sem Stefán íslandi söng við hvað mestar vinsældir fyrir nokkrum árum; segja má að þetta séu hans „golden hits“ og er þessi plata því vel þegin. Á henni eru 15 lög, öll eftir Culloch, sem áður var í Grease Band. Denny Laine á að fá að syngja dálítið . . . Næsta plata Wings, tveggja laga, verður stuðningur við baráttu tolksins á írlandi — og þáð sama er að segja um Lennon. Af hverju geta þeir ekki unnið saman og gefið okkur fallega músík? ... Lennon talar um að ferðast um Bandaríkin og spila með hljóm- sveitum sem fyrir eru á hverj- um stað. Allir peningarnir verða svo skildir eftir í bæjar- félaginu til einhverra líknar- mála . . . Jerry Rubin, einn af „The Chicago Seven“ er að flækjast með honum og sömu- leiðis John Sinclair, fyrrum gítarleikari í MC5. Lennon kom fram á hljómleikum í Ann Arbor í Michigan, þar sem þess var krafizt að Sinclair yrði lát- inn laus úr fangelsi. Hann fékk Framháld á bls. 39. íslenzka höfunda og lögin ann- aðhvort þjóðvísur eða þá eftir nokkur helztu góðskáld þjóð- arinnar. Það er óþarfi að fjöl- yrða mjög um söng Stefáns Guðmundssonar, „eins og flest- ir söngmenn allra landa er (hann) fjársjóður, sem fannst allt í einu og óvænt. Menn heyrðu rödd hans klingja, þennan háa, blæríka og ótrú- lega þjála tenór, og fundu, að hér var eitthvað alveg óvenju- legt á ferð,“ eða svo er haft eftir Magnúsi Jónssyni, pró- fessor á bakhlið umslags. Þau orð eru jafngild enn í dag, eða voru allavega þegar þessi lög voru hljóðrituð, en það er slæmt, að ekki skuli þess getið Framhald á bls. 44. HLJÓMPLÖTU- GAGNRÝNI ll.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.