Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 35
GINSBO ÚR Vönduö Smekkleg örugg Svissnesk framleiðsla Kaupið úrin hjá úrsmið Fagmaðurinn tryggir gæðin Fagmaðurinn tryggir gæðin FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistari Laugavegi 39 - Sími 13462 - Reykjavík ÁST HENNAR VAR AFBROT Framhald af bls. 33. koma út til yðar. — Fimm mínútur, sagði fé- lagsráðgjafinn, — ekki mínútu lengur! Um leið og hún lokaði á eft- ir sér, komu öll hin fram í stof- una. Þau flykktu sér utan um Gérard. — Ég l'er ekki með henni, sagði hann. Daniéle tók i handlegg hans. Þú getur ekki skoraat undan, sagði hún. - Hvers vegna ekki? Vegna þess að þú þarft að sækja skóla. — Það var ekki mér að kenna að mér var vísað úr skóla. Rektor hafði enga ástæðu tjl þess! Hann getur tekið mig aftur . . . — Faðir þinn samþykkir það aldrei, sagði Daniéle. Hann kom þessu öllu i kring til að skilja okkur að. — En ég vil ekki skilja við þig. — Eftir mánuð er allra heil- agra messa. Þá kem ég og heimsæki þig, hvar sem þú verður. Það koma líka margir frídagar eftir það. — En ef ég verð sendur svo langt í burtu að þú getir alls ekki komið til að heimsækja mig? — Ég kem samt. Lofarðu því? — Ég lofa þvi, sagði Dani- éle einfaldlega. An þess að segja meira gekk Gérard fram og hljóp niður stigann. Hann laut höfði á skrifstofu dómarans, sem var i miðjum steinkastalanum og allt rykið sem hafði smogið þarna inn var eins og dauður þungi. Gérard leit upp og virti dóm- arann fyrir sér. Þetta var virðulegur maður, sem sat þarna bak við skrifborðið, það sýndi istra hans og brosið. sem virtist fastmótað á vörum hans. Hann færði feitan fingur eftir Frakklandskortinu þangað til hann nam staðar við staðinn sem var merktur Chamoix. Gérard þagði. — Ertu hrifinn af Ölpunum? spurði dómarinn. — Stórhrifinn! — Það er ágætt, sagði dóm- arinn án þess að taka eftir háðshreimnum. — Þú munt þá kunna vel við þig í skólanum þar. Það verða að minnsta kosti mörg tækifæri til iþróttaiðk- ana. Það verður mjög heilbrigt líf. — Húrra! sagði Gérard lágt. Já, þá er það klappað og klárt, sagði dómarinn ánægð- ur. Gérard hlustaði ekki lengui á hann. Orð Daniéle hljómuðu fyrir eyrum hans: ,,Ég kem og heimsæki þig, hvar sem þú verður“. Gérard var í hugan- um farinn að bíða eftir Allra heilagra messu . . . Bílnum var ekið hægt í kringum skólann í Chamoix, sem var steinveggur við stein- vegg, húsið var líkast virki. Rauði Renaultinn nam svo staðar fyrir framan hótelið. Daniéle steig út og gekk inn i hótelið, þar sem henni var vís- að til herbergis. Það var dimmt yfir, kalt og rakt í veðri. Gérard hjólaði rösklega. Vindurinn beit hann i andlitið og þeytti hvítum skýjabólstrum um himininn, hátt yfir grænum skógarhlið- unum og hvítkrýndum fjalla- tindunum. A beygjunni kom hann auga- á rauða Renaultinn, á þeim stað sem þau höfðu komið sér saman um. Hann hjólaði upp að honum. Þegar Daniéle kom auga á hann, steig hún út úr bílnum. Það lá við að Gérard skellti upp úr af eintómri gleði. Honum fannst sem aldir væru liðnar síðan hann sá hana sið- ast. Hann var næstum oltinn um koll af ákafanum við að kom- ast úr hnakknum. Hann fleygði hjólhestinum frá sér i grasið og þaut til Daniéle. Þau féll- ust í faðma, án þess að segja nokkurt orð. Gérard lyfti henni upp og sveiflaði henm i krmgum sig af óstjórnlegri gleði og svo föðmuðust þau með ástríðufullum innileik. Þau hefðu getað staðið þannig í fleiri klukkutíma. Daniéle titraði þegar hún þrýsti sér upp að brjósti hans. Nú var öll skynsemi fokin út í veður og vind, — horfin var hin forsjála unga kona, sem vildi að Gérard færi að vilja félagsráðgjafans. Á þessum augnablikum var Daniéle aó- eins ástríðufull ung kona, gjöf- ul og móttækileg, ástmey . . . Hún losaði svolítið um faðm- lag hans, til að geta betur virt hann fyrir sér. Hún varð óró- leg yfir þvi sem hún sá. Gér- ard var mikið breyttur. Hann var magur og var með dökka bauga um augun. Hann stóð á öndinni og gleði hans var oins og svolítið reiði blandin. 11. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.