Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 50

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 50
STORT PÁSKABLAB KONA UM BORÐ Framháld af bls. 22. og ég náðum samtímis til Que- rols og beygðum okkur yfir hann. Hann var náfölur. Eg losaði um skyrtuna hans og varð dauðskelkaður, þegar ég sá hve mikið blæddi. Skotsár- ið var verra en ég hafði búizt við og hann hafði látið uppi. Hann hlaut að hafa fundið mik- ið til, en harkað af sér, þegar hann hélt sér uppi og stjórn- aði því sem hann gat. Hann opnaði aðeins augun. reyndi að segja eitthvað. en svo missti hann meðvitundina. Og Jonathan hló. Þar brást honum bogalistin. Það var hann sem var orsök að því að Querol lá þarna með- vitundarlaus og hann hló. Ég þaut upp og réðist á hann. Ég sló hann með hnefunum, greip aðra hækjuna og barði hann í fótleggina, þangað til hann emjaði af sársauka. — Langar þig til að deyja! hvæsti ég. — Segðu mér hvað þú gerðir um borð í Conven- ant! — Ekkert, stundi hann. Ég lyfti hækjunni aftur og í þetta sinn sló ég hann í brjóst- ið. É’g sá hræðsluna í augum hans, en ég hefði getað haldið áfram að berja hann í það óendanlega, ef hann hefði ekki rétt fram hendurnar og volað. — Ég skal! Ég skal segja þér það! Svo hvíslaði hann: — Gas. Ég opnaði gaskranann. Gas. Hann hafði haft tíu sekúndur, en það var nógur tími til að skrúfa frá krana. Samt var ég nokkuð von- góður. — Þau hljóta að finna lykt- ina, sagði ég. — Nei, það var ég sem KLIPPIÐ HÉR Pöntunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, ( þv( númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í áv(sun/póstáv(sun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). Nr. 56 (9537) Stærðin á að vera nr. Nafn Heimili Vlkan - Sfimplieíty -------------------------------KLIPPIÐ HÉR byggði bátinn. Það var ég sem stóð fyrir öllum útbúnaði. Þetta er lyktarlaust gas. — Það er útilokað! öskraði ég, viti mínu fjær. — Það er sáralítil lykt af því. Svo lítil að enginn finnur hana. Það þarf aðeins lítinn neista og þá springur Conven- ant í loft upp. Ég gat ímyndað mér hvern- ig það skeði. Þau höfðu verið uppi á þilfari, þegar þau fóru frá bryggjunni. En bráðlega myndi Jacky fara niður til að hita kaffi. Hún myndi kveikja á eldspýtu . . . Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.