Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 44
þvottapoka í köldu vatni. Ég kraup við hlið Maxine og lagði kaldan þvottapokann á fölt andlit hennar, baðaði síðan úlnliði hennar og enni. Örfáum mínútum síðar komst hún til meðvitundar og hrökk illilega við þegar hún áttaði sig á því hvar hún var og að ókunnugur maður var að stumra yfir henni. .,Svona, svona,“ róaði ég hana. Hún var ekki enn búin að ná fullkomnu jafnvægi, en aug- un komust fljótlega í fókus. „Hver . . . hver ert þú?“ „Nafnið skiptir ekki máli sem stendur,“ sagði ég. „Það verður allt í lagi með þig. Hvíldu þig bara og svo þurf- um við að tala svolítið sam- an.“ Peg systir mín glotti þegar ég flatmagaði á sófanum heima hjá henni stundu síðar og sagði henni frá viðburðarríku kvöldi. Peg er rauðhærð, virkilega fjörug stelpa og fljót að taka við sér. „Mér skildist að Maxine var ekki dáin þegar ég horfði fyrst framan í hana og sá að augn- lokin titruðu," útskýrði ég. „Eftir það hugsaði ég mjög fljótt. Eg fæ auðveldlega 10.000 dollara út úr Arnold — til að byrja með. Helminginn af því fær Maxine til að komast til Hollywood og þar fær hún kannski hlutverk í kvikmynd. Það var það sem hún vildi að Arnold sæi sér fyrir. Þangað til hún kemst af stað dvelur hún á hóteli hér í bænum og lætur engan sjá sig.‘ ‘ Glottið á Peggy systur minni varð að stóru brosi. „Þú ert ekki svo galinn, Harry. Við ættum að slá saman.“ „Við?“ Hún kinkaði kolli stríðnis- lega. „Það er langt síðan þú hefur heimsótt mig, Harry. Eg er að vinna mig upp á skrif- stofunni. Nú er ég orðin einka- ritari Arnolds.“ Ég var viss um að mér hefði misheyrzt og hóstaði um leið og ég leit á hana. „Áttu við, að þú sért þessi „yndislega“ tt „í eigin persónu,“ svaraði Peg sannfærandi. „Og þar sem ég nota enn nafn mannsins míns fyrrverandi, kemst hann aldrei að skyldleika okkar.“ Hún kyssti mig á kinnina. „Harry, þetta er fullkomið! Okkar á milli sagt, þá er það satt að segja vafamál hvort við þurfum nokkuð að vinna meira!“ Eins og ég sagði, þá er Peg virkilega hrífandi stúlka og hún hefur höfuðið á réttum stað. Mér fannst vel af sér vikið hjá henni að komast svona auðveldlega inn á Arn- old . Annars hefði það ekki átt að koma mér svo mjög á óvart. Peg er einlæg í átrúnaði sín- um á frjálst framtak og veit hve ríkulegan ávöxt rétt fram- koma getur borið. Sennilega er þetta í ættinni. * HLJÖMPLÖTU- GAGNRÝNI FramhalcL af bls. 19. hvar og hvenær það var; að vísu er tekið fram að fjögur lög hafi verið hljóðrituð á hljómleikum í Gamla bíói 1958. Greinilegt er, að nokkur hinna eru tekin af gömlum plötum eða segulbandsspólum, og er töluvert tjón að ekki skuli vera til aðferð til að má í burtu surg og suð af gömlum upptökum. Óneifanlega skemmir það dá- lítið ánægju manna við að hlusta á plötuna, en mér hef- ur skilizt, að sé surgið máð í burtu, missi upptakan tóngæði til jafns við það, og þar sem þau eru ekkert of stórkostleg, er kannski eins gott að ekki var farið út í það. Aldrei hef ég heyrt Stefán íslandi syngja í eigin persónu, en víst er að þessi plata er gott dæmi um snilli hans, „sophisti- cated“ persónuleiki hans, dá- lítið einþykkur, kemur glögg- lega í ljós í söngnum og ekki síður í gamalli ljósmynd á bak- hlið umslags. Ég vil leyfa mér að taka undir með Guðmundi Jónssyni, þar sem hann segist trúa því, að þeir sem „eyru hafa að heyra, séu á einu máli um að í söng Stefáns íslandi sé „eitthvað alveg óvenjulegt" á ferð, einn af þessum fátíðu fjársjóðum sem ekki er hægt að meta til verðs“. Örugglega er langt þangað til við eign- umst annan eins söngvara og Skagfirðinginn Stefán Guð- mundsson, hvers ævintýralegur ferill hófst með því að Ríkharð heitinn Thors sagði: Mér er sagt þér hafið góða rödd.“ Satt var orðið. ☆ ELIZABETH TAYLOR Framhald af bls. 25. varð barnshafandi, sagði hún honum ekki að læknarnir höfðu varað hana við að eignast eitt barn í viðbót, þar sem það gæti orðið hættulegt lífi hennar. Hún hafði gengið í gegnum hættu- lega bakaðgerð og læknarnir töldu að það væri nauðsynlegt að eyða fóstrinu, vegna þess að hryggur hennar myndi ekki þola að fóstrið stækkaði. En Elizabeth hlustaði ekki á það, hún óskaði svo heitt að fæða Todd barn. Þrisvar sinnum var hún hætt komin, áður en Liza Todd fæddist. En þá skeði eitt af þeim kraftaverkum, sem eng- inn læknir getur gefið skýringu á. Þegar búið var að reyna í fjórtán mínútur að koma lífi í litla líkamann, gaf telpan frá sér veikt hljóð. Hún var svo í hitakassa í tvo mánuði, en eft- 'ir það varð hún hraust og heil- brigt barn. Þegar Todd hafði séð þetta kraftaverk, hljóp hann út og keypti hárbursta úr skíru gulli og lét letra á hann: „Elsku Liza, ég hefði viljað hafa hann úr platínu, en mamma þín segir að ég megi ekki dekra þig“. Þegar þau höfðu verið gift í eitt ár og mánuði betur var Todd kjörinn bezti framleið- andi ársins og honum var boðið til New York í tilefni af því. Um það leyti, í marz 1958, var Elizabeth að leika í kvikmynd- inni „Köttur á heitu þaki“, en hún var svo hreykinn af eigin- manni sínum að hún tók sér frí til að geta farið með honum til hátíðahaldanna í New York. En þá fékk hún lungnakvef með háum hita, svo hún varð að halda sig í rúminu og Todd varð að fara einn. Hann ætlaði að fara í einkaflugvél sinni „Lucky Liz“. Á brottfarardag- inn skall á mikið óveður. Ein- hverjum óhug sló á bæði hjón- in, án þess þau gætu gert sér grein fyrir ástæðunni. Það stytti eitthvað upp og Todd ákvað að leggja upp í ferðina, en sex sinnum hljóp hann upp á loft til að kveðja konu sína, það var eins og hann gæti ekki slitið sig frá henni. Hún reyndi að leyna angist sinni, vildi ekki draga úr honum, en hún vissi að hann hafði mikinn hug á að vera viðstaddur verðlaunaaf- hendinguna. Svo ók hann af stað til flugvallarins. Hún svaf illa um nóttina. Það var samkomulag að hann ætlaði að hringja til hennar klukkan sex um morguninn, þá átti „Lucky Liz“ að millilenda, til að taka eldsneyti. En sím- inn á náttborðinu hringdi ekki klukkan sex. Tíminn leið og það eina sem Liz gat gert var að bíða og vona. Hún grátbað til þess að síminn gæfi frá sér hljóð, en ekkert skeði. Klukkan hálfníu opnuðust dyrnar og inn komu læknir hennar og blaða- fulltrúi Mikes. Það varð þrúg- andi þögn, meðan mennirnir tveir virtust vera að leita að orðum til að bera fram erindi sitt, en það var að skýra Eliza- beth frá því að maðurinn henn- ar hefði farizt, þegar flugvél hans steyptist til jarðar í óveðr- inu. JARÐARFÖRIN VAR MARTRÖÐ Næstu dagar voru hrein mar- tröð. Aðdáendur þeirra hjón- anna létu hana ekki hafa stund- legan frið. Það var meira að segja sagt að jarðarförin yrði gerð í auglýsingaskyni. Mike Todd var grafinn í Chicago og þúsundir áhorfenda flykktust til að sjá ekkjuna, já, þeir rudd- ust að henni, til að snerta hana, eins og þeir væru að horfa á hana í nýju hlutverki. Það hafði verið reist tjald yfir gröfina, til að skýla henni og náhustu vin- um og ættingjum. Þegar ekkj- an bað þess að hún fengi að vera andartaak ein við gröf manns síns, þá missti lögreglan 44 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.