Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 49
Það fyrsta sem Jane Mackle gerði, þegar hún var laus við teipið og böndin, var að hringja í kunningja Barböru, Stewart Woodward. Hann var hjá henni í tæpan klukkutíma. Það var hann, sem tók að sér að til- kynna föður Barböru ránið. Robert Francis Mackle, fimm- tíu og átta ára, tók sjálfur und- ir þegar síminn hringdi í svítu hans á Key Biscayne Hotel, sem hann og bræður hans höfðu byggt og áttu. Mackle þekkti undireins rödd Stewarts. Bar- bara hafði tvívegis tekið hann með sér til Flórída síðustu tvö árin. Robert Mackle varð auðvitað hverft við og hræddur um ör- yggi dóttur sinnar, en snar- ræðið brást honum ekki: — Jafnskjótt og ég er búinn að leggja á hringir þú til FBI, sagði hann við Stewart. — Lof- aðu því. Mackle þóttist sjá að hann þyrfti við hjálpar einhvers, sem hann gæti treyst. Hann hringdi í Billy Dale Vessels, sem verið hafði í þjónustu bræðranna Mackle í tíu ár. Síðan hringdi hann til Franks bróður síns, sem var í New York í viðskiptaerindum, og til annars bróður síns er Elliott heitir. Svo settist hann inn í bíl sinn og ók tuttugu kílómetra spölin frá hótelinu til villu sinnar á Coral Gables. Þegar hann kom þangað nokkrum mínútum fyrir sex um morgun- inn beið Billy Vessels þar eftir honum. FRÁSÖGN BARBÖRU FRAMHALDIÐ Ég æpti og barði upp í kistu- loftið krepptum hnefum. Ég tók andköf og hjartað barðist ákaft. Ég hafði fengið móður- sýkiskast. En það stóð ekki lengi yfir, kannski ekki nema þrjátíu sekúndur. En hafi ég nokkurntíma verið frávita af hræðslu þá var ég það þá. Fram til þessa hafði ég ekki trúað eigin skilningarvitum. Jafnvel þegar mokað var yfir kistuna hélt ég að þau ætluðu að sleppa mér út, að þau ætl- uðu bara að hræða mig svo að ég yrði viðráðanlegri. Nú skildi ég hvað um var að ræða. Þá fór ég að tala hátt við sjálfa mig. Ég sagði: — Svona Barbara, vertu róleg. Þau koma aftur eftir tvo klukkutíma. Þessi öskur eru ekki til neins. Pabbi borgar. Ég varð rólegri. Ég varð þess vör að hendur mínar voru enn- þá bundnar, en það reyndist auðvelt að losna við bandið. Síðan setti ég viftuna í sam- band. Það þaut talsvert í henni og því var ég fegin. Að heyra alls engin hljóð var hræðilegt. Ég litaðist um og fann dælu- rofann. Vatnsslangan var til fóta. Fætur mínir voru líka bundn- ir. Ég reyndi að ná til þeirra, en tókst ekki. Kistulokið var í mesta lagi hálfan annan desi- meter yfir andlitnu á mér, og ég rak ennið í það er ég reyndi að setjast upp. Að lokum sneri ég mér á hliðina og lagði mig næstum tvöfalda saman. Ég náði með naumindum til fóta með fingurgómunum. En ég hélt áfram að reyna að ná í snærið, sem fætur mínir voru bundnir með, og eftir þrjár eða fjórar mínútur tókst mér loks- ins að leysa það af mér. Ég fann púða með blómaí- saumi og öskju með pappírs- þurrkum. Ég setti öskjuna und- ir höfuðið og púðann þar ofan á, svo að ég hafði sæmilega hátt undir höfðinu. Þannig varð auðveldara að anda gegnum stíflað nefið. Undir öskjunni fann ég pappírsörk með vél- rituðum texta. Þar stóð hvernig ég átti að meðhöndla viftuna og listi yfir það sem var hjá mér í kistunni — teppi, róandi pillur, súkkulaðikökur og svo framvegis. Neðst var eftirfar- andi skrifað: VIÐ ERUM SANNFÆRÐ UM AÐ FAÐIR ÞINN BORGAR LAUSNAR- FÉÐ, SEM VIÐ HÖFUM FAR- IÐ FRAM Á, INNAN VIKU. ÞÁ SEGJUM VIÐ HONUM HVAR ÞÚ ERT, SVO AÐ HANN GETI NÁÐ f ÞIG. NEITI HANN AÐ BORGA, KOMUM VIÐ OG SLEPPUM ÞÉR. VERTU ÞVÍ RÓLEG OG SPARAÐU KRAFTANA — UM JÓLIN VERÐURÐU ALLA- VEGA KOMIN HEIM. Ég las fyrirmælin einu sinni enn, sérstaklega málsgrein sem hljóðaði svo: HAFÐU EKKI KVEIKT Á LAMPANUM NEMA ÞÚ ENDILEGA ÞURF- IR, SVO AÐ RAFHLAÐAN ENDIST ÞVÍ LENGUR. HAF- IR ÞÚ STÖÐUGT LOGANDI Á HONUM, GETURÐU EKKI BÚIST VIÐ AÐ LIFA NEMA ÞRIÐJUNG VIKUNNAR, SEM LÍÐUR ÁÐUR EN VIÐ KOM- UM OG SLEPPUM ÞÉR. Já, sagði ég við sjálfa mig, ég varð að slökkva. Þetta var lítill hvítur glólampi, svipaður þeim sem hafðir eru til að skreyta jólatré. Ég slökkti á honum. Þá varð ég alvarlega hrædd aftur. Þegar ég var lítil, hafði ég alltaf verið myrkhrædd. Ég vissi að það var heimskulegt, en gat ekki að þvi gert. Ég gat ekki annað en kveikt aftur. Mér gramdist við sjálfa mig útaf því, en ég gat ekki annað. Ég kveikti. En það dugði ekki. Ég fann hvernig ég varð hræddari og hræddari. Ég varð að komast út! Dælan! Dælan! Mér hafði dottið dæian í hug fyrr, en hafði ekki viljað leggja meira á rafhlöðuna. En maður- inn hafði sagt að ef ég setti dæluna í gang, þá myndi kvikna á rauðum lampa í húsinu og klukka hringja. Hræðslan var að verða óþolandi. Ég setti dæl- una í gang. Því fylgdi mikill glumrugangur. Ég setti hana í gang og tók hana úr sambandi aftur og aftur, og mér fannst ég geta séð og heyrt rauða lamp- ann og klukkuna í húsinu. Nú koma þau hingað, hugs- aði ég. Þau hljóta að halda að eitthvað hafi komið fyrir mig. Ég hlustaði spennt eftir fóta- taki. En ekkert heyrðist. Engu að síður dvínaði hræðsl- an og ég tók viftuna úr sam- bandí. Ég heyrði minn eigin andardrátt og eftir nokkrar mínútur fann ég að það fór að verða loftþungt í kistunni. Það sótti mig syfja. Ágætt, hugsaði ég, bráðum sofna ég. Svo fór ég að verða hrædd um að loft- ið væri að verða búið. Ég setti viftuna í gang aftur og næstum um leið varð aftur kalt í kist- unni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað tímanum leið. Ég verð víst að telja sekúndurnar, hugs- aði ég. Sextíu sekúndur gera mínútu. Sextíu mínútur gera klukkustund. Það eru þrjú þús- und og sex hundruð sekúndur. Tveir tímar eru sjö þúsund og tvö hundruð sekúndur. Ég byrj - aði að telja og lét loga á lamp- anum. Ég taldi hægt — tvö þúsund þrjú hundruð fjörutíu og átta, tvö þúsund þrjú hundruð fjöru- tíu og níu, työ þúsund þrjú hundruð og fimmtíu. Ég er sannfærð um að ég taldi fulla tvo tíma. Þegar ég var komin upp í sjö þúsund og tvö hundr- uð tók ég viftuna úr sambandi og hlustaði. Dauðaþögn. Nújæja, hugsaði ég, kannski mér hafi mistalizt. Ég byrjaði aftur frá sex þúsund. Ég vissi að meira hafði ég ekki getað hlaupið yfir. Sex þúsund og einn, sex þúsund og tveir ... Þegar ég var aftur búin að telja upp í sjö þúsund og tvö hundruð vissi ég að meira en tveir klukkutímar hlutu að vera liðnir. Og ég skildi að þau höfðu logið að mér. Það kvikn- aði ekkert rautt ljós og engin klukka hringdi þegar ég setti dæluna í gang. Það var ekkert hús með þessu í. Þau ætluðu ekki að koma aftur. Á Rodeway Inn spurði FBI- spæjarinn Roger L. Kaas frú Mackle margra spurninga. Hún var ennþá í stutta, rifna nátt- kjólnum. —• Hafið þér nokkra skýr- ingu á því hversvegna dóttur yðar var rænt? —• Nei nej, svaraði frú Mackle. — Eigið þið peninga? Lögreglan hafði þá enn ekki áttað sig á að þetta Mackle- fólk var hið sama og átti bygg- ingafyrirtækið stóra í Flórída. — Já, svaraði Stewart Wood- ward. — Bræðurnir Mackle eiga Deltona Corporation. Robert Mackle og Billy Vess- els hröðuðu sér sem mest þeir máttu til flugvallarins til að fljúga til mótelsins í Atlanta. Samstarfsmaður Mackles, O’ Dowd, var skilinn eftir í vill- unni til að taka á móti hugsan- legum símtölum og tilkynning- um. Hann hafði verið í þjónustu fyrirtækisins síðan 1950 og naut algers traust hjá Mackle. O’Dowd beið í vinnustofunni. Klukkan tíu mínútur yfir níu hringdi síminn. Karlmannsrödd spurði: — Er það Robert Mackle? — Nei, hann er á leið til At- lanta. — Einmitt það, sagði röddin. — Segið honum að leita undir pálmanum við norðausturhorn hússins — um það bil desímet- er undir steininum. — Hvar sögðuð þér að það væri? spurði O’Dowd. — Við norðausturhorn húss- ins, endurtók sá í símanum. O’Dowd kannaðist ekki við röddina. Þetta var enginn sem hann þekkti. — Gerið svo vel að tala hæg- ar, sagði O’Dowd til að vinna tíma. — Ég hef ekki undan að skrifa niður. — Það var ekki annað, sagði röddin. Sambandið var rofið. Framhald í nœsta blaði. í NÆSTA BLAÐI: Robert Mackle afhendir lausn- arféð — en það lendir ekki í réttum höndum. 11. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.