Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 24
FJÖRUTÍU STORMASÖM ÁR MEÐ LIZ II. HLUTI FRÁ NICKY HILTON TIL DICKY BURTON l,'i/rsl(i hjonalmnd Elisaludh Taijlor nar sno slntt a<) /xa) </(’lnr nanmast kallazt annad en innskot. k'iininla <></ si<)- asta hjónabandið hefnr nn staðið í iniirt/ <ír <></ (teslir hatda />i>í fram að Riehard linrton se rétti maðnrinn fyrir Liz. í /x’ssu hlaði set/jnm nið frá öðrn hjónabandi hennar með Miehaet Wildiru/. rólet/nm <></ </hvsile</nm munni, sem tnir tiiltinju tírnm eldri en luin. firiðja hjónahandinn, með Mike Todd, liinnm ska/nnikla fram- leiðanda, sem fórsl i fhu/slt/si árið ItlöX <></ með söiu/nar- anum Eddie Eislier. sem nur fjórða hjónahandið, en fljóllet/a kom i Ijós að />að noru mislök. ()</ sno kom Rieluird Rurlon . . . Ein síðasta myndin af ömmunni Liz Taylor. Liz Taylor og Michael Wilding með frumburðinn, sem nú er búinn að gera Liz að ömmu. Liz Taylor og Eddie Fisher á brúðkaupsdegi sínum. Mike Todd og Liz með dótturina Lizu. Átján ára gömul var Liz Taylor frjáls og óháð. en það hafði hún aldrei verið áður. Hið stutta hjónaband hennar og Nickys Hilton var úr sög- unni og í fyrsta sinn á ævinni gat hún ráðið sér sjálf, án íhlut- unar móður sinnar. Nú gat hin framtakssama móðir hennar ekki lengur ráðið yfir hverju hennar skrefi og ekki sagt fyr- ir um það hverja hún mátti umgangast. Og Elizabeth sleppti sér lausri, ákveðin í að ráða bót á því, sem hún hafði einu sinni látið hafa eftir sér; að hún væri ,,barn í konulíkama“. Hún var átján ára, búin að hasla sér völl og orðin þekkt sem kvikmyndaleikkona og nú var hún ýmist i Ameríku eða Evrópu. lék í kvikmyndum og gerði sitt til að lífga upp á sam- kvæmislífið, báðum megin At- lantshafsins. Tveim árum síðar giftist hún brezka kvikmyndaleikaranum Michael Wilding. Hann var tuttugu árum eldri en hún, ró- legur, glæsilegur og ákveðinn i skoðunum, maður sem hafði örugga fótfestu í lífinu, þá fót- festu, sem Elizabeth hafði allt- af þráð en aldrei kynnzt. Þau höfðu áður hitzt i London og Wilding hafði orðið hrifinn af ungu ieikkonunni og hafði þá sagt í gamni að hann ætlaði einhverntíma að kvænast henni. Aðdáun hans hafði kitlað hé- gómagirnd hennar og henni fannst gaman að tala við hann, en hún var ung og hugsaði að- eins um frama sinn og frægð. Þegar þau voru gift, settust þau að í Bandaríkjunum, og Liz hélt áfram að leika i kvik- myndum. Og henni gekk vel og tekjur hennar jukust stöðugt og hún varð frægari og dáðari með hverri nýrri kvikmvnd. Tvo syni eignuðust þau í hjóna- bandinu, Michael og Christo- pher og hin kviklynda Eliza- beth naut rólegra daga með fjölskvldu sinni. „HERRA LIZ TAYLOR" En það stóð ekki lengi. Hinn mikli aldursmunur fór að segja til sín. Hún var óþroskuð og ástríðufull. hann þroskaður, rólyndur maður, frekar kald- lyndui'. En það sem aðallega ógnaði hjónabandi þeirra var ef til vill sú staðreynd að hún var hækkandi stjarna á kvik- myndahimninum og tekjur hennar urðu æ meiri. Michael Wilding, aftur á móti, féll ekki i smekk Ameríkumanna og hann varð að sætta sig við að frú Wilding varð að greiða flesta reikninga hjónanna og það kom fyrir að mönnum datt i hug að kalla hann herra Eliza- beth Taylor. Ást þeirra kólnaði og samband þeirra varð einna likast systkinakærleik. Það fór 24 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.