Vikan


Vikan - 22.06.1972, Síða 4

Vikan - 22.06.1972, Síða 4
¥ Hvað er verið [ a5 skamma mann? Hru þetta ekki Sommcr-teppin, Jrá Litaveri sem þola allt^P a&fb§t&&íf Teppin sem endast endast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sislétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboS og gefum góða greiðsluskilmála. LeitiS til þeirra, sem bjóSa Sommer verð og Sommer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 PÓSTURINN Ég er að deyja Kæri þáttur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, svo ég vona að bréfið lendi ekki í dallinum. Það var nú einu sinni þannig að ég var með strák, sem við skulum kalla Gunna, við hættum að vera saman fyrir tíu dögum en byrj- uðum að vera saman aftur þó ekki nema tvo daga en þá hélt hann framhjá ef ég má svo að orði komast. Ég er nú ekki nema seytján ára en hann er tuttugu ára. Hann var alltaf að segja að hann væri svo hrifinn af mér en ég er að deyja — ég er svo hrif- in af honum. Ég vinn á sama stað og hann á heima. Hvað á ég að gera? Þegar hann er á því, með öðrum orðum fullur, þá er hann svo kærulaus. Hon- um er alveg sama þá, hvort hann er með stelpu eða ekki. Það var þannig sem við hættum að vera saman, þá var hann fullur. Núna fyrir nokkrum dög- um þá dreymdi mig hann, en draumráðningamaðurinn sér um það. Hvernig skapgerð hefur Vogin? Og hvað lestu úr skriftinni? Hvaða merki passar bezt við Vogina? Þakka fyrir mjög góð- ar sögur. Ein hrifin. Sé hann eitthvað hrifinn af þér reynir hann áreiðanlega að stofna til sambands við þig aft- ur. Reyndu því að hafa þolin- mæði í smátíma. Ef hann reyn- ir hins vegar ekki innan skamnís, bendir það til þess að áhugi hans á þér sé lítill sem enginn, hvað sem hann segir. Vogin er að jafnaði rólynd, legg- ur mikið upp úr því að vera ( jafnvægi og geðjast öðrum, draumlynd og nokkuð yfirborðs- kennd. Merkin sem eiga bezt við hana eru Tvíburarnir, Ljón- ið, Jómfrúin, Bogmaðurinn og Vatnsberinn. Skriftin gæti bent til þess að þú værir dálítið feim- in, en jafnframt full fljótfær og hroðvirk. Grófuð þið Henry upp úr öskutunnu? Komdu nú sæll og blessaður Póstur! Ég ætla að byrja á þvl að þakka allt gamalt og það sem eitt sinn var gott. Ég hef nú ekki skrifað þér áður en nú fannst mér ég hafa nokkra ástæðu til þess. Er það nú svo komið að Vikan sé alveg uppiskroppa með efni? í síðasta tölublaði eða því tuttug- asta er sagt frá hrakningum ungrar stúlku í frumskógum í Suður-Ameríku. Þetta er einstætt afrek eða heldur kraftaverk að hún skyldi lifa þetta af og er mjög góð frásögn. En mér er spurn. Er ekki nóg að eitt út- breiddasta og mest selda blaðið, það er að segja Morgunblaðið, birti þessa frásögn? Þá kemur Vikan allt í einu með þessa sömu frásögn sem helmingur landsmanna var rétt í þessu að Ijúka við. Þetta er jú mjög góð frásögn, en er nú ekki komið nóg af svo góðu að þið komið með þetta líka? Þetta kann mörgum að finnast skrýtið og einnig mér. Og svo langar mig til þess að spyrja að einu. Gróf- uð þið þennan blessaða Henry upp úr einhverri öskutunnu? Þetta er sú daprasta og leiðin- legasta myndasaga, sem ég hef séð á ævi minni, og ég er viss um að fleiri eru á sömu skoð- un. Síðan ég seldi Vikuna hef- ur efni hennar versnað um þrjá- tíu prósent, leyfi ég mér að segja. Ég held að ég sé búinn að fá útrás núna og vona að þetta bréf lendi ekki í sömu tunnu og þið funduð Henry í. M-16. ----------- BréfiS lendir alveg ákveðið ekki þangað sem Henry er upprunn- inn, einfaldlega vegna þess að Vikan tók hann ekki úr neinni öskutunnu. Pósturinn sér ekki ástæðu til að taka afstöðu til þess vandamáls hvort Henry sé að meira eða minna leyti skemmtilegur eða leiðinlegur, en vill þó ekki liggja á því að hann hefur nokkrum sinnum heyrt utan að sér að lofsyrðum hefur verið farið um téða teiknimyndahetju. Vikan harmar að hafa lent í því að birta frásögn af hrakningum stúlkunnar í Suður-Ameríku samtímis Morgunblaðinu, en sú er ástæðan til þess að bæði blöðin tóku frásögnina til birt- ingar jafnsnemma og vissi hvor- ugt af því hjá hinu. Þegar frá- 4 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.