Vikan


Vikan - 22.06.1972, Síða 20

Vikan - 22.06.1972, Síða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR CONSTANCE HEAVEN 5. HLUTI Ég gleymdi allri varúð, þegar ég sá að ein- hver kastaöi steini í andlitið á Andrei og ég sá blóðið streyma niður kinnar hans. Ég varð frá mér af reiði, ruddi mér braut gegnum mannþröngina og komst til hans ... öskraði það sem mér kom í hug... Þegar við Marya komum til þorpsins stóð kaðalverksmiðjan ennþá í björtu báli og loftið var þrungið af olíureyk. Fyrir fráman skýlið stóðu bændurn- ir í þéttum hóp, ógnvekjandi á svip og horfðu á logana eyði- leggja atvinnutæki þeirra. Andrei og nokkrir menn með honum reyndu að hefta út- breiðslu eldsins, forða því að hann eyddi öllu þorpinu. Þeir voru svartir af sóti og réðust á húsin, sem eldurinn var kom- inn í og rifu þau niður, en konurnar, sem stóðu þarna með það sem þær höfðu hrifsað með sér úr eldinum í höndunum, virtu þá fyrir sér með fyrir- litningarsvip, en aðrar komu öskrandi börnum, geitum, grís- um og hænsnum í örugga fjar- lægð. Við Marya stóðum utarlega í þvögunni og skyndilega greip ég í handlegg hennar. Babka gekk þarna frá manni til manns og ég sá að hún hvíslaði á báða bóga og við heyrðum haturs- fullan kurr þar sem hún fór. Jean hafði stigið uppp á stór- an stein og reyndi að tala um fyrir fólkinu en ókvæðisorðum rigndi yfir hann. —• Lygari . . . Þú stalst landi okkar og nú verðum við að svelta . . . Blóðsuga . . . bara sjúkdómar og hungur . . . Fólkið var eins og villidýr þegar það óð fram til árásar. Jean hefði verið troðinn undir, ef Andrei hefði ekki skotið upp við hlið hans. —■ Hlustið á mig, brjálæð- ingarnir ykkar! kallaði hann. —• Ef þið drepið hann, verðið þið allir hengdir! Haldið þið að það gefi ykkur mat fyrir konur ykkar og börn? Verið þolinmóð! Greifinn lofar að sjá fyrir ykkur þangað til hægt er að byggja verksmiðjuna upp á ný . . . — Það eru tóm loforð! Get- um við étið þau? Getum við saumað úr þeim klæði? Greið- ið þið skattana? Þeir hikuðu samt við að hlusta á æsingaorðin sem Babka öskraði til þeirra. En svo sá ég Mischa, barnabarnið hennar. Hann beygði sig niður og greip stein, sem hann slengdi frá sér á næsta augnabliki. Steinninn lenti í enninu á Andrei. Ég sá að hann riðaði við og blóðið streymdi niður kinnar hans. Ég veit ekki ennþá hvað það var sem gerði mig svo' ofsa- lega reiða. Ég tróð mér gegn- um þvöguna þangað til ég var komin til Andreis. Ég kunni svo lítið í rússnesku, en samt öskraði ég: —• Andrei greifi segir satt. Siáið hvað hann hefur gert til að bjarga heimilum ykkar frá eldinum. Þið eruð brjáluð, öll kolbrjáluð! Ég veit ekki hverju ég bjóst við, en það var ábyggilega ekki það sem skeði. Fyrst varð dauðaþögn, svo fór gamall, grá- skeggjaður maður að hlæja, þar til tárin streymdu úr augum hans. — Hún segir satt. sú litla. stundi hann upp. — Við erum fædd flón og við deyjum líka sem flón . . . og þú, stúlka mín, þú ert líka flón, að koma hing- að og segja okkur fyrir verk- um. nnnst ykkur það ekki, fé- iagar? Ailir stóðu þegjandi og við héidum niðri í okkur andanum, en svo brauzt hláturinn út. Sioar komst ég að því að gamli maðurinn var eins kon- ar hreppstjóri þeirra þorpsbúa. Skyndilega og óvænt snerist hugur þeirra. Þau voru eins og börn. Eftir skamma stund var slökkvistarfið í fullum gangi. — Drottinn minn, sagði An- drei, — þar skall hurð nærri hælum. Ég fann að hné mín skulfu og var fegin að hann skildi halda í mig. — Þér þurfið að athuga sár- ið, sagði ég. — Eg ek yður heim, sagði Andrei. — Við getum komið við á Ryvlach og þá get ég þvegið mér og róað Veru frænku. Við spenntum hestinn hans fyrir vagninn og Andrei tók taumana. Hann ók mjög hægt og ég held að hann hafi verið feginn því að Vera frænka hans stóð ekki í and- dyrinu. Ég fór fram í eldhús- ið og náði í volgt vatn og hrein- ar léreftsræmur. Andrei gretti sig þegar ég þvoði sárið og hann þrýsti hönd mína þegar ég hafði lokið við að binda um sárið með þessum frumstæðu umbúðum. — Bíðið nú svolítið, sagði hann. — Mig langar til að biðja yður fyrirgefningar á því sem gerðist á markaðsdaginn. Þér sögðuð eitthvað um Natösju ... Innilokaðar hugsanir mínar brutust nú út og orðin streymdu af vörum mínum. áður en ég gat stöðvað orðaflauminn. — Haldið þér að ég sé blind? Hvernig ætti ég að komast hjá því að sjá hvaða tilfinningar þér berið til hennar? ■—- Er það svona augljóst? Ég hafði nú meira álit á sjálf- um mér en það. En því er lok- ið, skiljið þér það, algerlega lokið. — Ég vil ekki heyra meira um það, þetta kemur mér ekk- ert við. — Nei, að sjálfsögðu ekki, en þó hafði ég gert mér vonir um að þetta skipti yður nokkru máli. Ég þagði, en eftir andartak sagði ég lágt: — Hvenær byrj- aði þetta? Hann leit hikandi á mig og ég leit í augu hans. Ég fann að þetta var tækifæri, sem ég mátti ekki láta ganga mér úr greipum. —• Það skeði þrem árum eftir að þau giftu sig, sagði hann lágt. — Ég hafði haldið mig sem lengst frá Arachino. Ég kom ekki einu sinni heim í brúðkaupið og ekki heldur þegar Paul var skírður. En svo dó faðir minn. Ég varð að fara heim og þá sá ég hana í fyrsta sinn. Hún var svo undprsamlega fögur. Ég hafði auðvitað þekkt aðrar konur, en þetta var í fyrsta sinn sem ég varð reglu- lega ástfanginn og það sama var að segja um hana. Hún hafði gifzt Dmitri vegna þess að hann gat látið henni í té öll þessi heimsins gæði og hún hafði staðið við sinn hluta af samningnum, fætt honum son. Eg háði mikla baráttu við sjálf- an mig — og tapaði. 20 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.