Vikan


Vikan - 22.06.1972, Síða 33

Vikan - 22.06.1972, Síða 33
Ómar Valdimarsson heyra |pra má THICK AS A BRICK UMBI ROY lan Anderson á sviðinu í Albert Hall. í síðustu tvö skiptin sem þeir komu þar fram, fengu þeir fullt hús, samtals 13000 manns. Á bakviS Anderson er gítarleikari Tull, Martin Barre. Nokkrum sinnum hefur staSiS til aS Jethro Tull heimsæktu ísland, en því miSur hefur ekki orSiS af því ennþá. SviSsframkoma (stage act) þeirra er sögS í algjörum sér- flokki. Um þessar mundir er að koma á markaðinn tveggja laga plata með söngvara, íslenzkum, sem kallar sig Umba Roy. Lögin eru bæði bráðskemmtileg, afskaplega „commercial“ og heita „Bleikur fíll“, sem er algjörlega eftir Umba Roy, og „Leggstu aftur“, sem er „vögguvísa", með texta eftir ein- hvern „Guðvaliníus“, en lagið er hið gamalkunna „Roll me Over ...“ Útgefandi þessarar plötu er hljómplötufyrirtækið Skorp- ino og hafa forráðamenn þess algjörlegfa neitað að gefa upp raunverulegt nafn Umba en benda fólki á að kaupa plötuna og geta uppá. Aftan á umslaginu eru um það bil 50 nöfn sem hægt er að velja úr og er sagt að sá er getur uppá réttu nafni verði verðlaunaður með því að platan verði tekin af honum og hann lamin í höfuðið með henni. Er ekki að efa að þessi plata verður hin vinsælasta í drykkjusamkvæmum og kelerísferðum í rútubílum. Ástæða er til að vekja athygli á hinni nýju LP-plötu Jethro Tull, „Thick as a Brick“, sem út kom í vor. Að vísu er tölu- vert langt um liðið og því má búast við að allir helztu að- dáendur Tull séu búnir að festa kaup á þessari plötu, en ekki sakar að æsa hina, sem ekki hafa gert svo, til kaupa á þessu meistaraverki. Umslagið er all-nýstárlegt að auki. Er það gert eins og dag- blað og yfirfullt af bröndurum. í dagblaðinu, The St. Cleve Chronicle, er gefið í skyn, að ljóðið „Thick as a Brick“ sé eftir 8 ára dreng, Little Milton, og hafi BBC bannað flutning þess, þar sem ekki væri gott fyrir svo ung börn að yrkja slík og þvílík ljóð. Inní blaðinu er ljóðið, eða textinn, svo prent- aður. Þykajst fróðir menn vita, að með þessu sé Ian Anderson, flautuleikari, söngvari og aðal- sprauta Jethro Tull, að deila á brezka ríkisútvarpið, BBC, en forráðamenn þess eru jafnvel enn forpokaðri en stjórnendur Ríkisútvarpsins á íslandi. Annars virðist töluvert vera að færast í vöxt að nýta um- slög sem dagblöð. Má nefna í því sambandi (auk „Thick ...“ FramhálcL á hls. 45. 25. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.