Vikan


Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 27.07.1972, Blaðsíða 18
Shirley Temple, harnastjarnan fyrrverandi, sézt hér á mynd að ofan, þar sem hún tekur þatt í kosningabaráttunni fyrir Nixon forseta. Bak við hana sézt eiginmaður hennar. Myndirnar að neðan eru af Shirley í kvikmyndinni „Litli sólargeislinn“ og af henni með eitt af þrem börnum sinum. swimwu FULLTRÚI Á ALÞJÖÐLEGRI RÁÐSTEFNU UM UMHVERFISVERND. Shirley Temple, sem einu sinni var frægasta barnastjarna kvikmyndanna, starfar nú hjá Sameinuöu þjóðunum og fór til Stokk- hólms, til að sitja alþjóðlega ráðstefnu um umhverfisvernd ... Hún er nú orðin ráðsett kona og mjög móðurleg, en spékopp- arnir eru ennþá á sínum stað og brosið leynir sér ekki. Shir- ley Temple er nú orðin fjöru- tíu og þriggja ára og það er öruggt að hún vekur athygli hvar sem hún fer. Hún hefir staðið sig betur í stjórnmálum heldur en upphaflega var spáð. Nixon forseti launaði henni skelegga baráttu og fjársöfnun í kosningasjóð hans. Shirley Temple Black, eins og hún er nú kölluð, barna- stjarnan með slöngulokkana, var einna líkust goðsögn á fjórða tug aldarinnar. í nokkur ár var hún jafnvel dáðari en Charles Chaplin og Clark Gable, fyllti kvikmyndahúsin og vann inn álitlegar fúlgur fyrir Fox-félagið. Hún lék í 33 kvikmyndum og brúttótekjur hennar á þessum árum voru samanlagt 3.600 milljónir króna. Útgjöldin voru að vísu gífurleg, en þegar hún hætti að leika í kvikmyndum árið 1950, átti hún yfir 450 milljón krón- ur í óvenjulega öruggum og arðvænlegum hlutabréfum. Það var að vísu föður hennar að þakka, en hann var banka- stjóri í Hollywood og sá um fjármál dótturinnar. Shirley var aðeins þriggja ára, þegar hún kom fyrst fram í kvikmynd. Gertrude móðir hennar, sem alltaf var með henni í kvikmyndaverunum, hafði komið dóttur sinni í bali- ettskóla. Þangað kom umboðs- maður í stjörnuleit og tók strax eftir því að telpan hafði ó- 18 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.