Vikan - 31.08.1972, Qupperneq 4
¥ Hvað er veriö ^
L að skamma mann?
Eru þetta ekki Snmmer-teppin
Jrá Litaveri sem þola allt^P
Teppin sem endast endast og endast
á stigahús og stóra gólffleti
Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefniS
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
síslétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppin
hafa staðizt ótrúiegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
jámbrautarstöðvum Evrópu.
ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tiiboð og gefum
góSa greiðsiuskilmála. LeitiS til þeirra, sem bjóða Sommer verS og
Somrner gæði.
LITAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
PéSTURINM
Kveðja frá
Danmörku
Kæri Póstur!
Ég má til með að skrifa þér.
Mig langar til að þakka Vikunni
fyrir sitt ágæta efni. Ég hef feng-
ið hana senda hingað, og lengi
vel var hún eina íslenzka lestr-
arefnið, sem ég fékk. Ég hef
lesið hana svo til spjaldanna á
milli, og hún hefur veitt mér
mikla ánægju.
Ég bið að heilsa öllum starfs’-
mönnum Vikunnar.
Kristín Ardal,
Rungsted Kyst,
Danmark.
„Biafra-barn“
Pósturinn, Vikunni.
Þakka þér fyrir allt gott og slæmt
efni. Ekki er ég að skrifa þér til
að gera Póstinn skemmtilegri,
síður en svo. Þess í stað ætla ég
að segja þér frá vandamálum
mínum eins og margir aðrir
gera.
Það sem að mér amar er, að ég
er alltof létt (168 cm, 44 kg, um
það bil 15 kg of létt). Ég þjáist
óskaplega vegna þessa. Ég fer
til dæmis aldrei í sund, sólböð
eða neitt, þar sem ég þarf að
fara úr fötum innan um aðra.
Ég get ekki gengið í stuttum
pilsum eða stuttbuxum. Öll mín
föt verða að ná upp í háls og
miðast við það að hylja sem
mest af mér sjálfri. En allra verst
af öllu vondu er það, að alltaf
skal einhver byrja á sömu tugg-
unni:
„Hræðilegt er að sjá þig! Þú
ert eins og Biafra-barn. Finnst
þér þú ekki hafa megrað þig
nóg?"
Síðan koma athugasemdir um
hina ýmsu líkamshluti eins og
t. d.:
„Að sjá á þér handleggina
eða þá mittið! Drottinn minn, að
þú skulir yfirleitt hanga saman!"
Ég hef farið til nokkurra
lækna, en eina sem ég hef haft
upp úr því er það, að ég sé með
efnaskiptin „í ólagi", en það sé
á svo lágu stigi, að ekki beri að
nota meðul önnur en lystauk-
andi. Ég hef prófað margar teg-
undir af þeim, tek inn lýsi,
stunda gönguferðir og leikfimi-
æfingar. Þyngst hef ég orðið 50
kg, en ég þarf ekki annað en fá
kvef, þá tapa ég kílóum og er
marga mánuði að þyngjast um
1—2 kg aftur.
Nú fyrir stuttu rakst ég á aug-
lýsingar í amerísku blaði, sem
auglýsa drykk, sem inniheldur
mikið magn af kaloríum. Mér
skilst, að þetta sé svipaður
drykkur og megrunarsúkkulaði-
drykkurinn, sem vinkonur mín-
ar drekka, þegar þær eru í
megrun, nema þessi verkar
þveröfugt. Getur verið, að þessi
gæðadrykkur sé til hér einhvers
staðar í búðum? Ef einhver veit
um þetta, væri gott ef hann eða
hún skrifaði Vikunni og léti vita,
hvar drykkurinn fæst. Ef nú
kæmi í Ijós, að þetta sé ekki til
hér, er mögulegt fyrir mig að
panta drykkinn eða töflurnar
(þetta er líka auglýst sem töfl-
ur) eftir auglýsingu? Er löglegt
að senda út dollara til að verzla
eftir verðlista?
Mér er þetta mikið hjartans mál
og vona, að þú birtir þetta bréf.
Ég læt nokkrar auglýsingar
fylgja til glöggvunar og fyrir-
fram þakklæti. Z.
Pósturinn hefur líklega aldrei
fengið bréf af þessu tagi áður.
Hins vegar hefur hann oft feng-
ið bréf frá stúlkum, sem geta
varla litið glaðan dag, af því að
þaer eru of feitar. Ekki er nokkur
vafi á því, að það vandamál er
miklu algengara, enda varla
unnt að opna erlent vikublað,
að ekki sé þar birt ný megrun-
aðaðferð. Hins vegar er ekkert
gert fyrir stúlkur eins og þig,
sem eiga við andstætt vanda-
mál að stríða. Okkur finnst eng-
in ástæða til, að þú takir svona
nærri þér, þótt þú sért grennri
en gengur og gerist. Til skamms
tíma var það meira að segja í
tízku að vera þvengmjór. Þá
þótti Twiggy fegurst kvenna,
þótt hún væri eins og „Biafra-
barn". Smekkur karlmanna í
þessum efnum er mjög breyti-
legur, svo að þú getur óhrædd
farið í sund og sólböð og geng-
ið í stuttum pilsum eða stutt-
buxum. Það kostar ekkert að
panta drykk eða töflur eftir aug-
lýsingunum, sem þú sendir okk-
ur. Og þér ætti að vera óhætt
að senda greiðsluna bréfleiðis,
þar sem um svo lága upphæð er
að ræða. Annars skaltu einfald-
lega borða sem mest og oftast.
Margar stúlkur mundu öfunda
þig af að geta borðað eins og
4 VIKAN 35. TBL.