Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 9
í lífinu og að möguleikar eins barns í Kumrovec voru skelfi- lega litlir, þótt svo að skóli hefði að vísu verið stofnaður í þorpinu 1899. Drengurinn uppgötvaði líka, að fólk talar mismunandi tungumál, eftir því hvaðan það er upprunnið. Tólf kílómetrum fyrir vestan Kumrovec, í Pos- reda, þaðan sem móðir hans var, var töluð slóvenska. Það var annað slavneskt mál, sem var að vísu fljótlegt að læra. Margir töluðu líka þýzku, til dæmis hermenn og embættis- menn. Það mál var ólíkt króa- tísku, en samt mátti læra það líka. Og Josip Broz átti auð- velt með að læra tungumál. í Posreda var Josip litli í eitt ár hjá afa sínum, sem Ja- versek hét. Gamli maðurinn var litríkur persónuleiki og hafði til að bera mikið ímynd- unarafl og lífsgleði. Hann kenndi Josip hesti að ríða, veiða, fiska og læðast hljóð- laust gegnum skóginn, án þess að skilja eftir spor. Hjá hon- um komst Josip að raun um, að hægt er að lifa svo mánuð- um skiptir á mörkum og skóg- um, jafnvel að vetrarlagi, ef maður er klár í kollinum og hefur augun opin fyrir öllum möguleikum. Þessi slóvenski afi Titos veitti honum, án þess að hann óraði fyrir því, grund- vallarkennslu í skæruliðalifn- aði. Fjórða tungumálið, sem Jos- ip komst niður í, var ung- verska. Lögregluhermennirnir í Kumrovec töluðu það mál, svo og járnbrautarstarfsmenn- irnir. Drengurinn fór að skilja að til voru í veröldinni vold- ugir menn, sem einskis svifust til að beygja þá máttarminni undir vilja sinn. Það fór ekki milli mála að Ungverjar áttu mikið undir sér, og að Króatar urðu að beygja sig fyrir þeim. Josip Broz var ellefu ára, þegar bændurnir í þorpinu hans gerðu uppþot af gremju yfir því, að þeir voru neyddir til að panta lestarfarmiða á ungversku á járnbrautarstöð- inni. Þeir drógu niður ung- verska fánann á stöðvarbygg- ingunni. Lögreglumennirnir skutu beint í hóp bændanna og drápu og særðu marga. Síðan voru ungverskir hermenn stað- settir í Kumrovec. Þorpsbúar voru neyddir til að undirhalda þá á heimilum sínum, Broz- fjölskyldan fékk þannig fjóra, þótt Franjo Broz hefði tæplega nóg fyrir sitt heimafólk að leggja. SkæruliSaforingi á stríðsárunum. Þetta var í fyrsta sinn, sem Josip Broz gerði sér ljóst hvað það er að vera magnvana gegn ofríki hinna voldugu. Hann stakk hanafjöður í hattinn sinn, og aðrir drengir í þorp- inu gerðu eins. Hanafjöðrin hafði nefnilega verið tákn upp- reisnarmanna í bændauppreisn Króata 1573, tákn sjálfsvirð- ingar og fúsleika til að þjást. Josip Broz vissi vel, hver orðið höfðu endalok Gubecs þess, er stjórnað hafði uppreisn bænd- anna. Glóandi járnkóróna hafði verið sett á höfuð honum og hann hlutaður sundur í fjögur stykki. Hæpið er þó að taka þessi mótmæli Josips á barnsaldri sem tákn um ríka uppreisnar- hneigð. Hann hefur alltaf ver- ið tilbúinn að sýna yfirvöldum og opinberum stofnunum virð- !► 35. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.