Vikan - 31.08.1972, Síða 10
Tito er höfðingi heim að sækja, laus við stífni og hinn alúðlegasti. Oft setur hann sjálfur upp svuntu og færir
gestunum bolla af mokkakaffi.
ingu, svo lengi sem yfirvöldin
gera sig ekki sek um þeim mun
grófari yfirtroðslur. Hann var
enginn uppreisnarmaður í eðli
sínu. Hann var óáleitinn, en
brást að vísu snarplega til varn-
ar ef á hann var leitað. Hann
var fremur góðlyndur og hjálp-
samur. Kennarinn í þorpinu
hét Markowitsch og mátti einn
og hjálparlaus sjá um upp-
fræðslu þrjú hundruð barna.
En hann var langt leiddur af
berklum, og stöðugt hóstandi
blóði í vasaklút. Josip litli Broz
var alltaf reiðubúinn að þvo
klútinn fyrir hann.
Bændurnir í Kumrovec voru
góðir kaþólikkar, svo sem Kró-
atar eru flestir, og Josip Broz
sótti kirkju og varð messuþjónn
hjá sóknarprestinum. En svo
einn dag hafði klerkur hann
fyrir rangri sök og gaf honum
utan undir. Þá gekk Josip úr
vistinni og mun lítt hafa sinnt
geistlegum málum eftir það.
1904 brautskráðist Josip úr
skóla með mjög góðar einkunn-
ir í öllum námsgreinum. Fyrst
á eftir hjálpaði hann föður sín-
um eitthvað við búskapinn,
vann síðan hjá frænda sínum
í móðurætt, Martin Javersek,
og átti að fá fyrir fæði og
aðrar brýnustu nauðsynjar, þar
á meðal nýja skó, sem honum
áttu að afhendast í árslok. En
þegar til kom, fékk frændinn
honum aðeins gamla skó og
slitna. Þá gekk Josip einnig úr
þeirri vist.
Hann tók sér nú far með
frænda sínum í föðurætt, Jur-
ica Broz, sem ók lest fyrir tutt-
ugustu og sjöundu heimavarn-
arherdeildina, sem hafði bæki-
stöð í Sisak. Það var í fyrsta
sinn, sem Josip ferðaðist með
járnbrautarlest. Honum fannst
mikið til um Sisak, þegar
þangað kom; göturnar voru
steinlagðar og um þær gengu
herramenn í fínum einkennis-
búningum í fylgd með skart-
búnum frúm. Það var mikil
lífsreynsla fyrir sveitadreng-
inn, sem til þessa hafði ekkert
séð nema fátækleg sveitaþorp
og moldarslóða.
Josip Broz (kross
yfir höfði hans)
1912, er hann
vann sem járn-
smiður í Kamnik í
Slóveníu.
Sisak er við fljót það er Sava
heitir, fimmtíu og sjö kílómetr-
um fyrir suðaustan Zagreb. Þar
var skipasmíðastöð, héraðsrétt-
ur, tollstöð og meira en fimm
þúsund og fimm hundruð íbú-
ar. Þar er líka kastali sem Tyrk-
ir byggðu, þegar þeir réðu yfir
landinu og miklar rústir frá
tíð Rómverja.
Lífsbraut sína úti í hinum
stóra heimi, fjarri ættingjum,
byrjaði Josip Broz í maí 1907
sem aðstoðarþjónn í garðveit-
ingahúsi nokkru, næsta falleg-
um stað þar sem kastaníutré í
fullum blóma fylltu garðinn og
Sígaunahljómsveit lék lög, sem
höfðuðu til hinna fíngerðari til-
finninga. Hann bar gestum
bjór, skolaði úr glösum, þvoði
upp. En fljótlega gerði hann
sér ljóst að hneigð hans til að
verða veitingaþjónn að ævi-
starfi var álíka takmörkuð og
lagalisti Sígaunahljómsveitar-
innar og sá tími, sem ráða-
menn staðarins gáfu honum til
svefns.
Hann fór á fund járnsmíða-
meistara er Karsas hét og komst
í læri hjá honum. Þar var hann
í þrjú ár upp á fæði og hús-
næði, svaf að vetrarlagi á
bedda á verkstæðinu, en að
sumarlagi í hálmi á hesthús-
loftinu, vann sex daga vikunn-
ar frá klukkan sex á morgn-
ana til níu á kvöldin, gerði við
reiðhjól og landbúnaðarverk-
færi, sótti iðnskólann á kvöld-
in og smíðaði sem sveinsstykki
járnhandrið á stiga í dóm-
húsinu, sem ennþá má sjá þar.
Einn félaga Josips hjá járn-
smiðnum var náungi að nafni
Schmidt, og af hans munni
heyrði Josip fyrst nöfnin Marx
og Engels og hugtök eins og
sósíalismi og verkalýðsstétt.
Fyrsta maí 1909 skreytti
Schmidt verkstæðið með græn-
um greinum.
Sumarið 1910 fór járnsmíða-
sveinninn Broz til Zagreb, höf-
uðborgar Króatíu, lærði þar að
gera við bíla og varð meðlim-
ur í samtökum málmverka-
manna, sem urðu upphafið að
sósíaldemókrataflokki Króatíu.
Um jólin ákvað hann að
heimsækja foreldra sína og
sýna þeim jafnframt, að eitt-
hvað hefði sér áunnizt úti í
heiminum. Hann keypti sér góð
föt og bauð vinnufélögum sín-
um upp á glas. En þegar hann
kom heim, var búið að stela
fötunum, og Josip átti rétt
næga peninga fyrir gömlum og
slitnum fötum. í þeim varð
hann að heimsækja foreldrana.
Yfir hátíðina hjálpaði hann
bróður sínum að búa til tígul-
steina. í janúarbyrjun fór hann
með járnbrautarlest til Ljub-
ljana. En þar fékk hann enga
vinnu. Þegar hann var orðinn
peningalaus, gekk hann í snjón-
um hundrað kílómetra vega-
lengd til Tríest. En ekki var
þar heldur neina vinnu að fá.
Josip fékk atvinnuleysisstyrk
og hélt áfram.
Frá marz til júní gerði hann
við reiðhjól og bíla í Zagreb,
síðan landbúnaðarvélar í Kam-
nik í Slóveníu, því næst smíð-
aði hann peningaskápa í Jinec
í Bæheimi. Þar lærði hann
tékknesku. Þaðan fór hann til
Framhald á bls. 43.
«
10 VIKAN 35. TBL.