Vikan


Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 13
skemmti sér alveg prýðilega. Og svo vildi ég fá upplýsingar frá honum, nákvæmar upplýsingar um hana, ýms atriði um vöxt hennar, hrjóst, hörundsblæ og fleira og fleira.” ,,Ég skil ekki, við hvað þú átt.” ,.Þú skilur bráðum. Þegar ég hafði fengið að vita þetta allt, fór ég til — hvernig á ég nú að koma orðum að þvf? Ég fór til manns, sem stundar viðskipti — þú veizt — eins af þessum mönnum, sem sjá um alls konar viðskipti og brall — eins af þessum mönnum — jæja. þú skilur, við hvað ég á.” ,,Ég hugsa, að ég fari nærri þvi. Og hvað sagðirðu við hann?” ,,Ég sýndi honum myndina af Clarisse — hún heitir Ctarisse — og sagði honum, að ég þarfnaðist herbergisþernu, sem liktist þeirri, sem þessi mynd væri af. Ég sagði, að hún þyrfti að vera lagleg, snyrtileg og til i tuskið, og ég skyldi borga henni hvaða kaup, sem farið yrði fram á. Ég sagði honum einnig, að ég þarfn- aðist hennar ekki lengur en þrjá mánuði.” Maðurinn varð hissa og sagði: ,,Æskið þér þernu með óaðfinnan- leg meðmæli? ” Ég stamaði og sagði: ,,Já, auðvitað, hvað ráð- vendni snertir.” Hann hélt áfram: ,,En hvað kvenlega dyggð snertir, frú?” Ég þorði Framhald á bls. 34. 35. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.