Vikan - 31.08.1972, Síða 16
MYRKRIÐ
SKELLUR Á
Þa5 haföi verið óvenjulega
fagur dagur, siðla um haustið,
svolitiö frost i lofti, tilvalinn
dagur til að láta sér liöa vel viö
arineld, draga tjöld fyrir glugg-
ana og byrgja fyrir myrkrið.
Þegar Janet ók heim frá
Friarhamton, hugsaði hún að þaö
ætlaöi hún einmitt að gera fyrir
manninn sinn, taka vel á móti
honum í björtu og vistlegu húsinu.
,,t siðasta lagi klukkan hálf
, átta”, hafði Bill sagt, ,,og lestin
vogar sér ekki aö vera of sein”.
En þegar hún nálgaðist
Belldale, hvolfdist myrkrið yfir
dalinn og það dró svoiftiö úr ákafa
hennar og eldmóði. Og þegar hún
kom f sjónmál við Strangers
Mills, fornlega byggingu frá
átjándu öld, fannst henni húsiö
skuggaiegt og síöur en svo aðiað-
andi. Þokan skyggði á útsýnið til
nágrannahúsanna og eitt andar-
tak hvarflaði það að Janet aö
snúa viö og bíða eftir Bill á
brautarstöðinni. En hún vissi
með sjálfri sér að það mátti hún
ekki gera, Bill yrði svo vonsvik-
inn yfir kjarkleysi hennar. Þótt
þau hefðu þekkt hvort annað frá
isarnæsku, skyldi hann ekki alltaf
hvernig henni leiö. En henni var
ljóst að það var vegna þess að hún
hafði fengið styrk frá honum, að
hún hafði ekki aiveg gefizt upp,
það var hann sem hafði veitt
henni það öryggi, sem hún þurfti.
Hún hafði ifka haldiö sjálf að hún
væri alveg búin að ná sér, það var
aöeins nú, þegar hún sá húsið, að
hún mundi svo glöggt eftir hinum
hræöilegu atburðum og ofboðs-
legur óttinn náði tökum á henni.
Skyldi hún nokkurn tíma losna viö
þennan ótta?
— Það hlýtur að takast, sagði
Bill alltaf, þegar hún talaöi um
þessar hugsanir sinar. — Þú ert
að komast yfir þetta. Og þegar
maöur talar um allar aðstæður,
þá er það mesta furða hve vel þér
hefir tekizt að gleyma.
yndur. Það var Bill sem var
mesta undrið. An hans hefði hún
ekki getað hugsað sér aö Jifa. Svo
brosti hún með sjálfri sér og
hræðslan hvarf. Klukkan var rétt
um sex, það var of snemmt að
kveikja eld og undirbúa matinn.
Hún hugsaði með sér að liklega
hefði Rósa, húshjálpin, gleymt að
taka inn brenni, áður en hún fór i
helgarfrf. Þaö var sennilegast.
Jæja, það gerði ekkert til, hún
gæti séð um það sjáif.
Þaö yrði dásamlegt aö hafa Bill
Framhald á bls. 23
Fyrri hluti.
Mary Kay Simmons.
Spennandi saga i tveim hlutum.
Fyrir fjórum árum hafði hún
farið að heiman,
frá gamla húsinu, þar sem
hún hafði látið sig dreyma
um hamingjusamt lif i sambúð við Stepen.
Hún hafði aldrei séð
Stephen, eftir það sem hafði skeð.
Hún var eiginkona annars
manns núna og hans vegna hafði
komið aftur. Til að sýna
að það sem á undan var
gengið, hefði ekki lengur vald yfir henni....
16 VIKAN 35. TBL.