Vikan


Vikan - 31.08.1972, Page 18

Vikan - 31.08.1972, Page 18
TJALDAÐI REGNI Á AKUREYRI Eftir jónas Guðmundsson stýrimann Teikn. Sigurþór Jakobsson Sumarnóttin lagðist yfir fjörðinn, fingerð og mild, og tjöldin bærðust mjúklega fyrir golunni. Þetta var mjög fagurt og litskrúðugt, þrátt fyrir dimm- viðrið, og maðurinn i næsta tjaldi barði konuna sina aftur - og nú i höfuðið, þvi hún hafði vakið börnin. Fyrr um kvöldið hafði hann barið hana i öxlina og óp hennar blönduðust lágværum kliðnum frá tjaldóperunni miklu, hinni marglitu borg. Fyrr um daginn hafði verið sól. Göturnar voru krökkar af fólki. Þetta voru Islendingar i sumarleyfi. Virðulegir embættis- menn úr hagkerfinu og stjórnar- ráðinu, og nú litu þeir út eins og götusaiar frá Libanon, en konurnar sinar höfðu þeir keypt á þrælamarkaði fyrir hundrað árum. Hið sportlega itlit, sólgleraugu og marglit föt var allt, sem skipti máli. — Velkominn til Akureyrar, sagði stórvaxna konan og beinin stóðu allsstaðar út i strengda, þy.kka húðina. Megi guð og Kea vera með þér i svalviðrunum, og hún hló, svo að jörðin skalf. Hún var mjög glaðleg og hún talaði linnulaust við smábörnin sin, sem svöruðu henni á einhvers konar guilaldarmáli. Við vorum ennþá mjög sorgbitin, og svipur okkar var dapurlegur, einsog sumarregnið. 1 nótt höfðum við komið ofán af fjöllunum, þar sem tindarnir og dalirnir hirðust i dökkum skýjum 18 VIKAN 35. TBL. og llka þeir fundu, að i rauninni var þetta ekkert land, heldur aðeins vehruð grjóthrúga norður i hafi, þar sem Iskaldur vindurinn vældi daginn út með garnagauli og regnið steyptist án afláts úr himninum. Þetta var vont iand. Vib vorum mjög döpur. Samt leið okkur betur i bænum, en uppi á fjöllunum. Seinsprottið grasið var svert i rótina og það ilmaði þekkilega. Fjörðurinn var heillandi blár. Svona landslag hlaut að vera á himnum. 1 þessum grösuga, þrönga dal, (öxnadal) ólst hann Jónas Hallgrimsson upp, vitstola af ótta og gleði. og tröllin stigu út úr berginu hverja nótt, einsog kaupmaður, sem lokar búð sinni að kvöldi og læsir utanfrá. Hér lauguðu álfar sig i dögginni. Þetta var útilegumannaland, álfaland, hlaðib upp handa vind- inum til að bölva i, . en naumast fyrir manneskjur, sem þráðu sólskin og árlegan hagvöxt. Akureyri er liklega það sama i sfldarþjóðfélaginu, sem Japan er i hinum viðlenda heimi. Hér skipta eljuverk þúsundanna mestu máli. — Svo er það stétta- skiptingin, hyldýpið kalda, sem skiptir heiminum i frimúrara og goskarla, rótaria og sjómenn. Hægt og án aflats malar kvörnin i verksmiðjunum, og tiu hjóla trukkarnir hlaðnir varningi þokast einsog filalest gegnum fjallaskörðin, og kynlausir prókúristar og fulltrúar með slaka hálsvöðva sjá um, að allt gangi hljóðlaust fyrir sig, og að trukkarnir, sem fóru fullir af smjörliki, kaffi, málningu og áleggi suður i barbariið og ráðleysið, komi nú tómir til baka — og það gera þeir svo sann- arlega. Við gengum hægt eftir götunni og sólin laugaði föl andlit okkar i mildum unaði. Við litúm inn i kaupfélagið — aöalbúðina á horninu á Kaupvangsstræti. Þar fæst allt milli himins og jarðar — nema sunnlenzkar vörur, og þér verður það ljóst, að ef þig vanhagar um pakka af Kaaber,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.