Vikan - 31.08.1972, Síða 26
ÞÝZKIR OLYMPÍULEIK/*
Á Olympiuleikunum i Munchen, sem nú eru
nýbyrjaðir, er allur aðbúnaður fullkomnari en
nokkurn tima áður. Ef til vill verða þetta
glæsilegustu Olympiuleikar, sem haldnir hafa
verið.
ólympiuleikarnir 4. 1908- London 14. 1948-London Þris
frá upphafi. 5. 1912 - Stokkhólmur 15. 1952 - Helsinki 6. le
7. 1920 - Antwerpen 16. 1956-Melbourne en
1. 1896 - Aþena 8. 1924 -Paris 17. 1960 -Róm 12. (
2. 1900-Paris 9. 1928 - Amsterdam 18. 1964 - Tokyo en þ
3. 1904-St. Louis 10. 1932-Los Angeles 19. 1968-Mexico tóki
1906-Aþena 11. 1936-Berlin 20. 1972 - Munchen Und
l>ar sem Olympiuleikvangurinn var reistur,
var áður fiugvöllur.
athygli. Hér er um að ræða
stærsta þak i heimi. Margir voru
vantrúaðir á, að takast mundi að
reisa það. Hundruð arkitekta og
verkfræðinga hafa unnið að smíði
þess meira og minna frá þvi að
ákveðið var, fyrir sex árum, að
20. ólympiuleikarnir skyldu
lialdnir i Munchen. Sifelldar
cfasemdir og háðsglósur juku að
sjálfsögðu spennuna til muna,
meðan á smiði þaksins stóð. En
tæknin sigraði eins og fyrri
daginn. Þakið er fyrir löngu
komið upp og hefur þegar gefið
góða raun. Þeir, sem að þvi
stóðvt, hafa unnið afrek á sviði
bvggingarlistar, sem lengi verður
minnzt-. Leikmönnum finnst
undri likast, að þetta risavaxna
tjaldþak, sem er úr „acrylic”-
gleri, skuli geta hvilt á aðeins tólf
stálstöplum.
Annað er eftir þessu. Sumir
vilja nefna þessa Ólympiuleika
tölvu-leikana”, þvi að auðvitað
cru tölvur nú notaðar meira en
nokkurn tima áður. Og aðstaða
fyrir fjölmiðla er sögð með af-
brigðumgóð. Reiknað er með, að
um þriðjungur jarðarbúa geti
fylgzt með leikunum i sjónvarpi á
sömu stundu og þeir gerast, og
stór hluti þeirra i lit-sjónvarpi.
Allt tilstandið i kringum þessa
Ólympiuleika og það mikla fé,
sem eytt er i undirbúning þeirra,
hefur ekki hlotið náð fyrir augum
allra Þjóðverja. Þegar hafa
þúsundir manna látið i ljós andúð
sina og óánægju, og
forráðamenn leikanna óttast, að
mótmælendur fari aftur á kreik,
þegar leikarnir eru hafnir.
„Byggið heldur skóla handa
börnunum okkar!” stóð á skilti
eins mótmælanda. Og hjá öðrum
stóð: „Við þurfum ekki stærsta
þak I heimi, heldur aðeins þak
yfir höfuðið!”.
Borgarstjórinn I Munchen, dr.
Hans-Tochen Vogel, hefur barizt
fyrir þvi árum saman, áð
Ólympiuleikarnir yrðu haldir I
borginni hans. Hann er ekki i
nokkrum vafa um, að leikarnir
muni verða Vestur-Þýzkalandi
mikil lyftistöng og flýta fyrir
vexti og viðgangi Munchen-
borgar um fimmtán ár. Hefur
hann þar sérstaklega i huga hið
Byggingarframkvæmdir eru hafnar og
undirbúningurinn i fullum gangi.
i
Þegar 8. Ólympiuleikarnir voru
haldnir i Paris árið 1924, vakti
það mikla athygli, að reistir höfðu
verið um fimmtiu litlir skálar i
námunda við leikvanginn handa
þátttakencfum aðbúa i. Þetta var
fyrsti visirinn að byggingar-
framkvæmdum i tilefni af
Ólympiuleikum, sem siðan hafa
farið ört vaxandi. Má segja, að
nýtt met hafi verið sett i þessum
efnum með hverjum nýjum
leikum.
Á ólympiuleikunum i Munchen,
sem nú eru nýlega hafnir, hefur
þetta met verið slegið enn einu
sinni og það rækilega. Allur
aðbúnaður er sagður
stórkostlegri og fullkomnari en
nokkru sinni fyrr. Kostnaðurinn
er kominn yfir tvo milljarða
marka, eða hvorki meira né
minna en rúmlega fimmtiu
milljarða islenzkra króna.
Af einstökum byggingar-
framkvæmdum vekur þakið yfir
áhorfendasvæðinu langmesta
26 VIKAN 35. TBL.