Vikan - 31.08.1972, Blaðsíða 27
iR í ANNAÐ SINN
;var sinnum hafa ólympiuleikar fallið niður vegna styrjalda.
ikana átti að hald" i Berlin 1916
ekkert varð úr þeim vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri.
ilympiuleikana 1940 átti að halda i Tokyo,
egar styrjöld Japana og Kinverja brauzt út 1937,
i Finnar að sér að halda þá i Helsinki.
lirbúningur var langt kominn,
þegar heimsstyrjöldin siðari skall á.
13. Ólympiuleikana átti upprunalega að halda 1944 i London,
en þeim var frestað vegna striðsins til 1948.
Arið 1906 voru haldnir Ólympiuleikar i Aþenu,
vegna tiu ára afmælis leikanna,
en þeir eru ekki taldir með i númeraröðinni.
w
—1 Cvtí^i
l’annig iitur hinn glæsilegi leikvangur út fullgerður. Myndin er af líkani.
nýja vegakerfi og þær bygginga-
framkvæmdir, sem eftir standa
og nýttar verða, þegar leikunum
er lokið.
Þetta er i annað skipti, sem
ólympiuleikarnir eru haldnir á
þýzkri grund. Fyrra skiptið voru
hinir frægu og sögulegu leikar i
Berlin 1936, þegar Hitler
reyndi að sýna alheiminum veldi
sitt og nazismans. Eitt af uppá*
tækjum hans til þess að vekja
athygii á leikunum var að sækja
Ólympiueldinn til Grikklands' og
láta siðan hlaupa með hann alla
ieið til Berlinar. Þetta boðhlaup
vakti mikla hrifningu og hefur
verið föst venja siðan við hverja
Ólympiuleika.
Hin skelíilega fortiö er ekki
með öliu gleymd. Menn rifja nú
upp, að það var i Munchen, sem
hið misheppnaða uppþot Hitlers
átti sér stað árið 1923. Og Dachau
er aðeins ellefu milur frá
borginni. Og enn hefur verið bent
á, að staðurinn, þar sem
Þjóðverjar hafa nú búið Ólym-
piuieikunum heillandi umhverfi
og fullkomnari aðstæður en
nokkru sinni fyrr, - hann var áður
flugvöllur. Þar lenti flugvél
Chamberlains árið 1938, þegar
hann kom tii fundar við Hitler.
Tæpur helmingurinn af Mun-
chen var lagður i rúst á striðs-
árunum. Og það er til vitnis um
virðingu ibúanna fyrir sögunni,
að þeir byggðu borgina úr
rústum nákvæmlega eins og hún
var, stein fyrir stein. Munchen
hefur vaxið og blómgazt jafnt og
þétt siðan. F'yrir strið voru ibúar
hennar 480.000, en eru nú orönir
1350.000. Aður lifðu þeir
mestanpart á að brugga bjór og
taka á móti erlendum
ferðamönnum. Nú er risinn þar
upp stórfelldur iðnaðui með
Siemens-verksmiðjurnar og
BMW-bilaverksmiðjurnar i
broddi fylkingar. Menn ’ar-
málin hafa ekki verið vanrækt,
þrátt fyrir efnalega velsæld.
Sjöunda hver bók, sem gefin er út
á þýzku, er prentuð i Munchen.
Ferðamenn frá öllum heims-
hornum hafa streymt til Munchen
undanfarnar-vikur. Þeir munu
njóta hins heillandi andrúmslofts
gömlu borgarinnar, sem
einkennist af glaðværð og létt-
leika. Og þeir munu fylgjast
með spennandi keppni snjöllu^tu
Iþróttamanna heims i nýtizkulegu
umhverfi, þar sem tölvutæknin
ræður rikjum.
Þeir munu kynnast nvju og
betra Þýzkalandi.
35. TBL. VIKAN 27