Vikan


Vikan - 31.08.1972, Síða 32

Vikan - 31.08.1972, Síða 32
ÞAÐ SEM SKIPTIR MALI (eða að greina matinn frá moðinu) ÞÞar sem þetta er siöasti þátturinn af þessu tagi, sem ég skrifa i Vikuna, langar mig að láta hug- ann reika dálitla stund — eöa þar til ég tel mig hafa fyllt nægilega mikið pláss til að sleppa skammlaust frá þeim, sem hafa yfirumsjón með að fylla blaðið. A þeim misserum, sem liðin eru siðan ég fór að skrifa þennan þátt, þykir mér sorglega litið hafa skeð — og ég meina virkilega skeð— i islenzku poppi. En sannast sagna hefur heldur litið skeð I erlendu, alþjóðlegu, poppi sömuleiðis. Það er min einlæga skoðun — og ég álit það viðurkennda stað- reynd — að ekkert nýtt hafi komið fram i poppheiminum siðan á gullöldinni á miðjum siðasta ára- tug og fyrr, þegar Bitlarnir og aðrar hljómsveitir spruttu upp eins og gorkúlur. Það sem siðar hefur komið fram er ekki nema. endurtekning á þvi sem áður hefur verið gert, sbr. rokkið, þjéðlagarokkið, skemmtimúsik- ina (good-time music) og fleira. Framúrstefnumúsikin, sem vin- sæl var fyrir nokkru siðan, var það sama gamla, sett i einfaldari frasa og spilað hátt, lengi og þungt. Hananú, ætlar hann þar að gera út um þetta i eitt skipti fyrir öll, þykist ég vita að einhverjir hugsa. Þeir mega halda það min vegna, þvi þeir hafa á vissan hátt rétt fyrir sér. Að visu ætla ég ekki með þessum linum (svona skrifa þeir hógværu: þessum linum, þessu greinarkorni etc.) að gefa út allsherjar yfirlýsingu um hvað er gott og hvað er slæmt, heldur er ég að reyna að summa upp fyrir sjálfan mig og aðra hvað hefur komið fram og hvað hefur verið skiliö eftir. 1 Bretlandi ætlar nú allt vitlaust að verða yfir stráknum Tuma, Marck Bolan og T. Rex. Við Islendingar höfum algjörlega farið á mis við það mikla æði, að minnsta kosti ennþá, þegar þetta er skrifað 27. júni. Hafa meira að segja birst i þessum þáttum greinar um Bolan og æðið, sem hann sullar utan um táninga hins rotnandi heims- veldis. Áhangendur Bolans eru aöallega unglingar undir og um fermingu og hafa eldri meösyst-, kin þeirra, lært fólk og þroskað og aörir spekingar, harðlega for- Marc Bolan: Segist sjálfur vera snillingur og tónlistarlegur arftaki Bitlanna, Stones og Dylans en um það má deila. Bitlarnir: Siðan hefur ekkert nýtt komiö fram. dæmt Bolan og sagt hann ekki hafa neitt nýtt fram að færa og að krakkarnir kunni ekki gott að meta, hans tónlist sé aðeins há- vaði. Þó hafa auðvitað nokkrir orðið til þess að hefja Bolan upp til skýjanna og telja hann hina nýju Bitla og hinir fordæmandi eru fordæmdir og kallaðir gamal- dags. Sennilega hefur siðar- nefndi hópurinn — sá er kann að meta Bolan — sennilega nokkuð til sins máls. Foreldrar minir, til að mynda, voru i mörg ár að viöurkenna fyrir mér að varið væri i bitlamúsik og prestar, pre- látar, uppeldisfrömuðir og aðrir lýstu Bitlana mikla skað- valda og enn gerist það viða um heim að poppmúsik er talin hinn versti siðspillir. Meðal annarra, sem látið hafa til sin heyra á þeirri linu, er Billy Graham. En fyrrnefndi hópurinn, sem telur Bolan flest til foráttu og hans einungis gaddavirsgaulara, hefureinnig talsvert til sins máls og að minum dómi heilmikið meira en hinn hópurinn. Ég segi fyrir mig privat, að ekki get ég heyrt andskoti mikinn mun á „Telegram Sam”, „Get It On” og hvaö þau heita nú aftur. Munurinn er álika mikill og á „You Really Got Me” og „All Day And All of the Night” með Kinks i dentið. Ef til vill á ég eftir að fá þessa fullyrðingu mina i andlitið, þegar að þvi kemur að mér tekst 32 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.